Þroskaþjálfinn - 2002, Qupperneq 13

Þroskaþjálfinn - 2002, Qupperneq 13
Þroskaþjálfinn íl' Kennsla á Starfsbraut Nemendahópur deildarinnar er mjög ólíkur innbyrðis hvað varðar getu og færni. Nauðsynlegt er að hafa góða yf- irsýn yfir færni, getu og áhugasvið nemenda. Starfið okkar í FB er því mjög fjölbreytt og tekur til margra þátta. Má þar til dæmis nefna einstaklingskennslu, heimilisfræði, lífs- leikni, vettvangsferðir og tölvukennslu. I þessu felst undir- búningur kennslunnar, námsefnisgerð og gerð kennsluá- ætlana. Þá tökum við þátt í greinum eins og líkamsþjálfun og sundi. Einnig höfum við fylgt nemendum deildarinnar í starfsnám sem er hluti af námi þeirra við deildina. Við notum umhverfi skólans til kennslu og þjálfunar. Farið er á almenningsbókasafn sýningar og verslanir. Samstarf við að- standendur/forráðamenn og tengslastofnanir eru stór hluti starfs okkar og leggjum við áherslu á gott samstarf við alla þá aðila sem tengjast deildinni. Eins og komið hefur fram er starf oldkar við deildina afar fjölbreytt. Starfið er krefjandi en ákaflega skemmtilegt og erum við stöðugt að læra eitthvað nýtt. Við teljum að það sé styrk- ur deildarinnar að þar starfar fólk með margþætta mennt- un og reynslu. Ásgerður Flauksdóttir Dadda Guðrún Ingvadóttir þroskaþjálfar hundruð ára hafa íslendingar ræktað sauðfé á hreinu, óspilltu landi Þá getur treyst gæðum íslenska lambakjötsins

x

Þroskaþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.