Þroskaþjálfinn - 2002, Blaðsíða 25

Þroskaþjálfinn - 2002, Blaðsíða 25
Starfsdagar Þroskaþjálfinn í; alltaf tryggt að eiga frí þar sem starfinu fylgir ónæði heima, mikið álag gerir það að verkum að erfitt er að sinna und- irbúningsvinnu, erfitt getur verið að vinna eftir áætlunum vegna starfsmannaskorts, tíð mannaskipti valda því að mjög oft er verið að setja nýtt fólk inn í starfið og vegna skorts á hæfu fólki hlaðast verkefni upp án þess að kröfur minnki frá yfirmanni. Hvað léleg launakjör varðar var bent á að þrátt fyrir að launin hafi batnað þá séu þau enn- þá of lág með tilliti til álags og vinnuframlags. Fjármagns- skortur í málaflokknum og sífelldur sparnaður hefur hamlandi áhrif á þjónustuna, auk þess sem úrræðaleysi og þungt kerfi kringum skjólstæðingana virkar oft seint og illa. Svör þroskaþjálfanemanna gáfu að mestu leyti sömu niðurstöður og birtust í niðurstöðum þroskaþjálfanna en tveir þættir skera sig þó úr. Annars vegar þau jákvæðu á- hrif að starfa með öðrum þroskaþjálfum sem eru góðar fyrirmyndir, fólk sem hefur náð langt í sínu starfi, sem borin er virðing fyrir og hægt er að sækja leiðsögn til. Hins vegar þau neikvæðu áhrif sem birtast í gamaldags við- horfum sumra þjónustustofn- ana. Ferskir í námi sjá nem- endur oft það sem þroskaþjálf- ar, eldri í starfi, eru ef til vill hættir að sjá eða vita af en eiga í erfiðleikum með að breyta. Samantekt Þau atriði sem fram komu í könnuninni segja okkur að flest það sem þroskaþjálfar telja að hafi áhrif á velgengni í starfi er almenns eðlis og getur átt við hvaða starf sem er. Því er vert að spyrja hvort ein- hverjir þættir eru sérstakir á- hrifavaldar eingöngu hjá þroskaþjálfum og ef svo er hvaða þættir það eru? Þroska- þjálfar hafa ákveðna sérstöðu, þeir eru menntaðir til og þjón- usta fyrst og fremst hóp fólks sem hefur alla tíð verið og er enn minnihlutahópur í ís- lensku samfélagi. Hefur það á- hrif á velgengni þroskaþjálfa í starfi? Ef svo er hvaða áhrif gætu það hugsanlega verið? Með aukinni áherslu á rétt þroskahefts fólks til að njóta fullrar þátttöku í samfélaginu eru um leið gerðar kröfur til þroskaþjálfa sem fagstéttar að fylgja þeirri þróun eftir. Þroskaþjálfar hafa í gegnum tíðina lagað sig að þeim breytingum sem orðið hafa á högum fatlaðra og munu gera það áfram. En önnur hlið er á því máli. Hún er sú að þroskaþjálfar þurfa í sumum tilvikum að réttlæta veru sína á vettvangi. Þegar við á- kveðum að starfa á tilteknum vinnustað erum við sjaldn- ast undir það búin að þurfa að réttlæta veru okkar þar. Það skapar aukið álag og því er mikilvægt að eiga sterkt bakiand í stéttinni. Það er verðugt verkefni fyrir þroskaþjálfa að skoða ofan í kjölinn þá þætti sem hafa áhrif á velgengni í starfi. Rann- sóknir á störfum þroskaþjálfa geta gefið okkur skýrari mynd af þörfum stéttarinnar og styrkt stöðu hennar sem fagstéttar enn frekar. Hrönn Kristjánsdóttir Höfundur er þroskaþjálfi og leggur stund á rannsóknartengt MA nám við Háskóla Islands 25

x

Þroskaþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.