Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2023, Side 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2023, Side 2
LEYFILEGUR HEILDARAFLI Á FISKVEIÐIÁRINU 2023 TIL 2024 Þann 9. júní sl. kynnti Hafrannsóknastofnun ráðgjöf sína um aflamark fiskveiðiársins 2023/2024. Fundurinn var opinn öllum og í streymi. Forstjóri og fiskifræðingar Hafró svöruðu fyrirspurnum úr sal sem voru flestar um mikla aukningu á gullkarfa annars vegar og á djúpkarfa hins vegar þar sem Hafró lagði til núll afla. Bent var á að útilokað væri að veiða ráðlagðan heildarafla í grálúðu upp á 21.541 tonn og 12.080 tonn af gulllaxi án þess að djúpkarfi veiddist sem meðafli. Einnig var bent á að 62% hærri ráðgjöf í gullkarfa en árið áður skyti skökku við þar sem klifað hefði verið á því árum saman að stofninn væri í hættu. Fiskifræðingarnir rök- studdu ráðgjöf sína út frá þeim gögnum sem þeir hafa úr rannsóknarleiðöngrum, sem eru fyrst og fremst vor- og hauströll. Árum saman hafa fulltrúar hagsmunasamtaka sjó- manna og útgerða bent á nauðsyn þess að stórefla hafrannsóknir án árangurs. Nú er í smíðum nýtt hafrannsóknaskip sem væntan- legt er til landsins í lok næsta árs. Stjórnvöld hafa lofað að auka fjárframlög til hafrann- sókna. Vonandi standa þau við það. Ráðuneytið óskaði eftir umsögn Hafró um hvernig hægt væri að komast hjá því að veiða djúpkarfa sem meðafla við grálúðu- veiðar. Hafró lagði til að lokað yrði stóru svæði á grálúðuslóð til að koma í veg fyrir veiði á djúpkarfa. Vegna ráðgjafarinnar og hólfsins hélt ég fundi með nokkrum skip- stjórum þeirra skipa sem mesta hagsmuni hafa af þessum veiðum. Ég skrifaði ráðu- neytinu bréf og óskaði eftir því að gefinn yrði út 5.000 tonna heildarafli á djúpkarfa, ég fylgdi því eftir á fundi með matvælaráð- herra og átti einnig fund með forstjóra Hafró, fiskifræðingum og ráðuneytisfólki, þar sem skerðingunni og hólfinu var mót- mælt. Ráðuneytið fylgir tillögum Hafró, við óskuðum þá eftir því að hólfið yrði minnkað þannig að hægt verði að draga norðan við hólfið þar sem enginn djúpkarfi veiðist. Ráðuneytið féllst á að Hafró skoðaði það. Þegar þetta er skrifað er ekki komin niður- staða í það mál. Þrátt fyrir áðurgreinda fundi og samtöl gaf matvælaráðherra út reglugerð nr. 759/2023 um leyfilegan heildarafla á fiskveiðiárinu 2023/2024. Ráðgjöf í djúpkarfa er núll. Veiði á síðasta fiskveiðiári var rúm 9.000 tonn. Alvarleiki þessa máls er mikill, við viljum auðvitað ekki útrýma djúpkarfa en ljóst er að hann mun veiðast sem meðafli, þá er spurning hvað á að gera við hann? Á að setja hann í VS afla þar sem 20% af verðmætinu koma til skipta, eða tegundafæra hann, þar sem annarri fisktegund er breytt í djúpkarfa en þá minnka eðlilega heimildir í þeirri tegund og þar af leiðandi tekjur manna, þar að auki er ekki einhugur um hvort það er heimilt? Það er ljóst að sjómenn munu ekki kappkosta að gera sem mest verðmæti úr þeim djúpkarfa sem veiðist fái þeir engin laun fyrir og útgerðir munu ekki kosta miklu til í umbúðir og dýrt efni til að halda rauða litnum og áhrif á markaðsstarf gætu því orðið mikil. Ég mun halda áfram að berjast fyrir því að rannsóknir verði auknar, að samstarf við okkur skipstjórnarmenn og útgerðir verði aukið, að það verði farið í sérstakan rann- sóknarleiðangur til þess að skoða hvort ekki er tilefni til endurskoðunar á aflaheimildum í djúpkarfa og til að tryggja að ráðgjöfin sé sem öruggust. HVALVEIÐAR Þann 20. júní sl. ákvað matvælaráðherra með reglugerð að fresta upphafi hvalveiða til 1. september nk. Vertíðinni var frestað daginn áður en hún átti að hefjast þann 21. júní. Ákvörðun ráðherra var vægast sagt mjög umdeild og margir löglærðir hafa sagt og fært rök fyrir því að hún sé ólögleg, þannig að ríkissjóður kunni að verða skaða- bótaskyldur. Málið er nú til skoðunar hjá umboðsmanni Alþingis og reynist ákvörðun ráðherra ólögleg, mun Félag skipstjórnar- manna gera kröfu á ríkissjóð um töpuð laun skipstjóra og stýrimanna á hvalveiði skipun- um. Á aðalfundi félagsins þann 2. júní sl. var samþykkt eftirfarandi ályktun og send helstu fjölmiðlum: „Aðalfundur Félags skipstjórn- armanna, haldinn 2. júní 2023 á Grand Hót- eli Reykjavík, lýsir eindregnum stuðningi við áframhaldandi sjálfbærar veiðar á langreyði og hrefnu við Ísland“. Ályktuninni og málinu hef ég fylgt eftir í allt sumar, með fundum í ráðuneytinu og samtali við ráðherra og aðra hagsmunaaðila. Það var því okkur öllum mikill léttir þegar ráðherra heimilaði með reglugerð veiðar frá 1. september og ánægjulegt að skipin Hvalur 8 og Hvalur 9 kæmu með samtals þrjár lang- reyðar í land úr fyrsta túr. Veiðar á hval eins og öðrum nytjastofnum eiga að byggjast á vísindalegri nálgun og bestu þekkingu (að höfðu samráði við hags- munaaðila) á sjálfbærni stofna en ekki á til- finningarökum. Að sjálfsögðu eigum við að gera allt sem við getum til að deyða dýrin á eins skjótan hátt og mögulegt er. Hafrann- sóknastofnun ráðleggur að árlegar veiðar á langreyði á tímabilinu 2018-2025 verði ekki meiri en 161 dýr á veiðisvæðinu Aust- ur-Grænland/Vestur-Ísland. Það er von mín að Alþingi taki málið til efnislegrar umfjöllunar, þar fari fram um- ræða um málið sem leiði til þess að hvalveið- ar verði leyfðar um ókomin ár og þannig verði hægt að betrumbæta (endurnýja) skip og búnað enn frekar. AUÐLINDIN OKKAR Í lok maí 2022 skipaði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra samráðsnefnd og fjóra starfshópa um gerð sjávarútvegsstefnu. Verkefnið byggir á sáttmála um ríkisstjórnar- samstarfið, og hlaut nafnið „Auðlindin okk- ar“. Samráðsnefndina skipa 30 fulltrúar sem koma úr öllum þingflokkum, hags- munasamtökum í sjávarútvegi og umhverfis- málum, sveitarfélögum auk formanna starfs- hópa verkefnisins. Á sama tíma skipaði ráðherra fjóra starfshópa til að greina áskor- anir og tækifæri í sjávarútvegi og tengdum greinum ásamt því að meta þjóðhagslegan ávinning fiskveiðistjórnunarkerfisins. Starfs- hóparnir eru  Samfélag,  Aðgengi,  Um- gengni og Tækifæri. Ég hef setið alla fundi samráðsnefndarinnar á árinu 2023 og tekið þátt í störfum hennar. Á síðasta fundi nefndarinnar í maí sagði ég Svandísi að ég styddi ekki niðurstöður þessarar vinnu (Auðlindin okkar) nema fá tækifæri til að sjá hverjar þær væru. Ráðherra sagðist skilja það vel, hún bæri pólitíska ábyrgð á til- lögunum sem kæmu út úr þessari vinnu. Í svona umfangsmikilli vinnu er útilokað að allir verði sammála um allt. Á næstu misser- um munu birtast í samráðsgátt frumvörp sem byggð eru á þeim fjölmörgu skoðunum sem komið hafa fram í þessari vinnu. Félag- ið mun bregðast við þeim í umsögnum og reyna að hafa áhrif á lagasetninguna eins og kostur er. Árni Sverrisson Sjómenn og aðrir lesendur Víkings. Sendið okkur línu um efni blaðsins, gagnrýni eða hrós, tillögur um efnisþætti og hugmyndir um viðtöl. Hjálpið okkur að halda úti þættinum „Raddir af sjónum“. Netjið á jonhjalta@simnet.is Forsíðumynd: Hofsós. Drangey í fjarska / Jón Hjaltason. Útgefandi: Völuspá útgáfa, Afgreiðsla og áskrift: 862 6515 / netfang: jonhjalta@simnet.is Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Hjaltason, sími 862 6515, netfang: jonhjalta@simnet.is Byggðavegi 101b, 600 Akureyri. Auglýsingastjóri: Katrín Laufey Rúnarsdóttir, sími 856 4250 / sjomannabladid@gmail.com Ritnefnd: Árni Sverrisson, Hilmar Snorrason og Jón Hjaltason. Umbrot: Leturstofan / Prentun: Prentun.is Aðstandendur Sjómanna- blaðsins Víkings: Félag skipstjórnarmanna, Skipstjóra- og stýrimannafélögin Verðandi, og Vísir. Sjómannablaðið Víkingur kemur út fjórum sinnum á ári og er dreift til allra félagsmanna ofangreindra félaga. ISSN 1021-7231 Efnis- Kallinn í brúnni er skipstjórinn Grétar Rögnvarsson. „Slysavarnaskóli sjómanna er í góðum höndum“. Helgi Laxdal ræðir við Halldór Friðrik Olesen vél- fræðing. Nær höfðinu styttri. Árni Björn Árnason segir af sjómannsævi Svavars Gunnþórssonar. Ljósmyndakeppnin 2023. Af gömlum blöðum. Að þessu sinni kafar Bern- harð Haraldsson í eigin sagnabrunn og talið berst að Stjána í Bót. Norður-vestur íshafsleiðin milli Atlantshafs og Kyrrahafs. Heiðar Kristinsson lýkur frásögn sinni af siglingu Manhattan. Norðurlandaljósmyndakeppni sjómanna 2023. Ljósmyndirnar fimm sem dómnefndinni þótti ganga næst sjálfum verðlaunamyndunum. Krossgátan er á sínum stað. Síðutogararnir námu hér land í „þremur kippum“. Helgi Laxdal lýkur frásögn sinni af seinasta hópn- um sem taldi ellefu skip er komu til landsins á árabilinu frá 1949 til 1971. Þar voru rónar Reykjavíkur hýstir. Úr bók Halldórs Ólafssonar, Hormóni og fleira fólk. „Mánafoss á Torfunefið langa“ Elon Musk er umdeildur. Hilmar Snorrason gefur okkur enn eitt dæmið þar um í þætti sínum Utan úr heimi. Kafbátar gegn kaupskipum. Uskmouth skotin í kaf. Mistök í hernaði: Russels hæð og Perluhöfn Frívaktin: Ein regla um konur en önnur um karla. Gamli Gullfoss – Afdrifarík lestarhreinsun. Lausn krossgátu. 4 21 20 22 28 30 31 16 8 34 35 40 43 45 46 46 36 LEIÐARINN

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.