Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2023, Page 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2023, Page 8
8 – Sjómannablaðið Víkingur 1 Viðmælandi minn þessu sinni er Halldór Friðrik Olesen vélfræðingur, fæddur 8. júlí 1945 í Reykjavík, sonur hjónanna Helgu Karolínu Halldórsdóttir, Olesen og Alfred K Olesen sem var danskur frá Viborg í Danmörku. Uppeldið og ung- lingsárin voru nokkuð hefðbundin, hann lauk gagnfræðaprófi frá Vogaskóla 1960. Þaðan lá leiðin í Gagnfræðaskóla verk- náms og Iðnskólann í Reykjavík. Hann fór á samning í rennismíði hjá Haraldi Sig- urðssyni í Vélsmiðjunni Tækni í Reykja- vík og lauk þaðan sveinsprófi í rennismíði á árinu 1966. Meistararéttindi í faginu hlaut hann á árinu 1977. Hér var ekki látið staðar numið á menntabrautinni því hann lauk 4. stigi frá Vélskóla Íslands 1969 og þar sem hann var þá orðinn sveinn í rennismíði öðlaðist hann strax að prófi loknu rétt til að kalla sig vélfræðing. ÞÁ HVARF RÓMANTÍKIN Halldór Friðrik kvæntist 25. maí 1969 Guðnýju Helgu Þorsteinsdóttur og eiga þau saman 3 börn, Helgu, fædd 1970, dáin 2002. Alfreð, fæddur 1974 og Lovísa fædd 1981. Fyrir átti Halldór soninn Helga fæddan 1966. Guðnýju, sem er Keflvíkingur kynntist Halldór á dansleik í Stapanum á sínum tíma. Þá var vegurinn til Keflavíkur gam- all, hlykkjóttur malarvegur illur yfirferðar, en hvað leggur maður ekki á sig fyrir ástina, sagði Halldór og brosti sínu blíð- asta. Hlykkirnir og dældirnar á veginum, höfðu líka sína kosti því að þar var auð- velt að komast í skjól frá öðrum vegfar- endum ef bráð verkefni kölluðu að sem sinna þurfti án tafar sem a.m.k. enn sem komið er, er ekki talið eðlilegt að fari fram á almannafæri. Að þessu sögðu var svipur- inn fjarrænn eins og af öðrum heimi, heimi þar sem ekkert er ómögulegt, heimi þar sem alsæla lífsnautnarinnar eilífu ríkir án boða og banna. Síðan kom steypti vegurinn sem gerði þessi samskipi einfaldari en auknum þægindum fylgdu bæði aukin útgjöld þar sem fljótlega var farið að innheimta veg gjald af þeim sem fóru um brautina og síðan hitt að með steypta veginum hvarf öll rómantíkin sem fylgdi öllum dældun- um og útskotunum. ÞRIÐJA BARNIÐ VAR Á LEIÐINNI Við Guðný mín hófum okkar búskap við Hraunbraut í Kópavogi árið 1969 og bjuggum þar til ársins 1975. Þar leið okk- ur vel og þar eignuðumst við fyrstu tvö börnin okkar. Við fluttum í blokk í Dalseli 15 í Breiðholti árið 1975 og vorum þar til ársins 1982 en þá fluttum við í Kópavog- inn í parhús sem við byggðum við Daltún 8. Á þessum árum var svokallað punkta- kerfi við lýði fyrir þá sem sóttu um lóðir bæði í Kópavogi og Reykjavík. Minnist þess að til þess að fá lóð þurfti viðkom- andi að hafa a.m.k. 50 punkta. Þegar ég sótti um lóðina í Kópavoginum hafði ég gefið upp fimm manna fjölskyldu, það er okkur hjónin og þrjú börn, sem átti að skila okkur 50 punktum en þá gekk Guð- ný mín með þriðja barnið okkar. Minnist þess að þegar ég var á leiðinni út í bílinn í Dalselinu til að fara með konuna á fæðingardeildina, hringir síminn. Ég segi við Guðnýju, á ég nokkuð að ansa þessu, erum við ekki að verða full sein. Halldór um borð í varðskipinu Óðni. „Slysavarnaskóli sjómanna er í góðum höndum“ Helgi Laxdal Halldór í heita pottinum sem hann að sjálfsögðu kom fyrir á sínum stað og tengdi tveimur hita- gjöfum á meðan afabarnið, hann Jóel Dan úr Vest- mannaeyjum, tekur bað í steypibaðinu sem eins og annað hér er handverk Halldórs.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.