Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2023, Page 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2023, Page 10
10 | Sjómannablaðið Víkingur 1 Hún segir, jú jú, gerðu það bara. Í síman- um var flott konurödd frá Kópavogsbæ sem sagði: Ég er í þessum töluðu orðum að skoða umsóknina þína um lóð í bænum, þar koma fram upplýsingar um ykkur hjónin og bara tvö börn. Það vantar allt um það þriðja segir hún. Já segi ég það getur passað ég er nefnilega á leiðinni á fæðingardeildina með konuna til þess að eiga það þriðja. Gott að heyra, segir hún, og til hamingju með blessað barnið. Nú get ég merkt við að þú sért búinn að skila öllum pappírum varðandi umsóknina, sagði hún, og dró andann greinilega léttara vegna þess að nú væri allt komið á hreint. KENNARINN Á starfsferlinum hefur Halldór komið víða við en segja má að helsti starfsvettvangur- inn hafi verið kennsla við Vélskóla Íslands í um 25 ár. Þar kenndi hann meðal annars verklegar greinar eins og rennismíði, vél- fræði, stýritækni, málmsuðu og smíðar en einnig bóklega efnisfræði og fleiri fög frá árinu 1975. Hann var einnig við fjölbrauta- skólann í Breiðholti einn vetur í kvöld- skóla og við Slysavarnaskólann í 11 ár. Af þeim nokkuð mörgu störfum sem ég hef sinnt um ævina féll mér einna best við kennsluna. Það verður að segjast eins og er að nemendurnir voru mjög misvel undir- búnir fyrir námið bæði hvað varðaði bók- legu fögin og verklega námið. Hvað varðar verklega námið þá koma nemendurnir misvel undirbúnir eftir því úr hvaða um- hverfi þeir koma. Flestir sem komu úr sveit eða sjávarþorpunum voru með allt annan undirbúning en þeir sem komu héð- an af Reykjavíkursvæðinu en flestir þeirra höfðu litla sem enga verkþekkingu aðra en úr skólagörðunum og kunnu því engin skil á algengustu áhöldum sem notuð eru við vinnu á vélaverkstæðum. Margir hverjir kunnu ekki skil á skiptilykli og föstum lykli nema þeir sem höfðu átt reiðhjól eða annað farartæki sem þurfti á tæknilegri aðhlynningu að halda við og við til þess að geta þjónað þörfum eigandans þegar eftir var leitað. Þeir kunnu nokkuð fyrir sér en þorpararnir og sveitastrákarnir báru af í þessum efnum. Í skólanum eins og á öðrum vinnustöðum geta komið fyrir spaugileg atvik. Þar sem það hafði hent að tölvum var stolið sem voru í eigu skólans úr stofunni þar sem tölvukennslan fór fram var komið fyrir myndavélum í stofunni sem geymdu myndir af öllum mannaferðum um svæðið. Að því kom að búnaðurinn var orðinn úr- eltur og nýr keyptur. Ég tók eina af gömlu myndavélunum og stillti henni upp á renniverkstæðinu en það hafði borið ögn á því að nemendurnir, sumir hverjir, gengju ekki nógu vel frá eftir sig að kennslutíma loknum eins og þeim var uppálagt að gera. Ég sagði mínum, annars ágætu nemend- um, að nú mundi komast upp um strákinn Tuma ef ekki væri gengið vel frá öllu við lok hverrar kennslustundar. Viti menn í framhaldinu kepptust nemendurnir við að hafa allt eins og best varð á kosið, hver í sínu rými. Man ekki hvort ég sagði þeim frá þessu einhvern tímann. Held ekki. Annað atvik úr kennslunni sem Halldóri er minnisstætt var á þá leið að nemendur skólans ákváðu að koma á fót busavígslu líkt og tíðkast í menntaskólum landsins. Af því tilefni átti að setja upp þrautabraut fyr- ir nýnema sem fólst í að sett var járngrind í drullupott sem nemarnir áttu skríða und- ir. Þegar Halldór sá þennan búnað fannst honum lítið til koma en sótti í sitt púss gaddavírsrúllu mikla og sagði að það væri mun verklegra að nýnemarnir skriðu í gegnum hana í stað þess að velta sér upp úr ómerkilegum drullupolli. Halldór á verkstæðinu sínu við bústaðinn en þar eru öll algeng verkfæri, bæði til nýsmíða sem og viðgerða. Það fer trúlega ekki fram hjá neinum sem hingað kemur að Halldór er hinn mesti völundur á bæði járn og tré. Þarna blasir líka við mynd af flaggskipi Eimskipa, Gullfossi. Á sínum yngri árum var Halldór í sigling- um, meðal annars á Gullinu eins og flaggskipið var gjarnan kallað í þröngum hópi aðdáenda. Á skrúfudaginn 9. mars 2013 var Halldór heiðraður af nemendum sínum fyrir óeig- ingjarnt starf í þágu vélstjóramenntunar. Í ræðunni sem, Atli Hilmar Skúlason, einn af útskriftarnemum skólans hélt honum til heiðurs, kom meðal annars eftirfarandi fram: Skrúfudagurinn er virðulegasta samkoma okkar, gamalgróin hefð sem sköpuð var af nemendum Vélskólans á sínum tíma og því tilhlýðilegt að nota þetta tækifæri sem okk- ur nemendunum gefst til þess að votta þeim virðingu okkar sem við teljum vera að henni komnir. Um Halldór kom meðal annars eftirfarandi fram í ræðunni: Hann er einn þeirra kennara sem sóttu hingað menntun sína áður en þeir hófu kennslu við skólann. Hann er þekktur fyrir ljúfmennsku, þægilegt viðmót, prúð- mennsku og snyrtimennsku. Já, það er sko ekki draslið og drullan í kringum hann, Hann getur í senn verið gamansamur og alvarlegur – eða bara annað hvort – allt eft- ir því hvað hæfir stund og stað. Ósjaldan klikkir hann út með heimatilbúnum frös- um sínum þegar hann hefur útskýrt eitt hvað fyrir nemendunum og kunna sumir þessir frasar e.t.v. að hljóma skringilega þegar þeir eru teknir úr samhengi. Já, stál er ekki sama og stál, strákar mínir. Orðatil- tæki sem flestir ættu að kannast við. Skjöldurinn góði sem nemendur Vélskóla Íslands afhentu Halldóri á skrúfudaginn 2013.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.