Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2023, Side 12
Á HVALVEIÐUM
Halldór Friðrik réði sig sem vélstjóra á
einn hvalbátanna í eigu Hvals h.f. í Hafnar-
firði og starfaði þar óslitið út vertíðina
1975, síðustu vertíðirnar sem yfirvélstjóri á
Hval 8. Halldór hefur raunar ekki enn sagt
skilið við hvalveiðarnar því hann hefur öll
úthöldin leyst af á öðrum hvorum bátnum
8. eða 9. eftir að hann hætti sem fastráðinn
vélstjóri hjá Hval.
Á hvalveiðum er alltaf eitthvað að gerast,
misskemmtilegt að sjálfsögðu. Minnist
þess að einhverju sinni þegar ég var yfir-
vélstjóri á Hval 8 að þá var ég eitthvað að
sýsla á grindinni fyrir ofan vélina og horfi
niður og sé að vakthafandi vélstjóri situr í
makindum sínum við hliðina á stjórntækj-
um vélarinnar og þar sem ég er pínu stríð-
inn ákvað ég að gera honum smá grikk, tek
járntein sem lá þarna og banka laust í
toppinn á vélinni í takt við snúninga henn-
ar sem voru um 120 á mín. Nema hvað
vélstjórinn sprettur upp og skimar út um
allt í vélarúminu eftir því hvað valdi þess-
um óvelkomnu smellum. Um leið og hann
byrjar að skima hætti ég að banka í topp-
stykkið. Þetta endurtók ég nokkrum sinn-
um honum til raunar en mér til allnokkurr-
ar skemmtunar. Í reynd var ég bara að
kanna athygli míns undirmanns. Flóknara
var það nú ekki að mínu mati.
Eitt sinn þegar við vorum að leggja að
bryggju við hvalstöðina í Hvalfirði, og
bökkuðum flaug skrúfan af skrúfuöxlin-
um. Róin sem heldur skrúfunni hafði losn-
að með þeim afleiðingum að skrúfan fór í
sjóinn og vélin líklega á góða 200 snúninga
þegar álagið fór af henni, í stað þeirra 120
sem er hennar eðlilegi hjartsláttur.
Stöðvarstjórinn, Jafet Egill Hjartarson, vél-
fræðingur, kom móður og másandi niður á
bryggju og spurði, allur eitt spurningar-
merki: Hvað hefur eiginlega komið fyrir
hjá ykkur strákar? Er
komin saumavél í bátinn
í stað aðalvélarinnar? Ha.
Í framhaldinu var bátur-
inn dreginn til Reykjavík-
ur í slipp til að festa
skrúfuna á aftur.
Þetta vesen kostaði okkur
að minnsta kosti tveggja
sólarhringa töf frá veið-
um en segja má að það
var lán í óláni að skrúfan
flaug af við bryggju en
ekki úti á rúmsjó á miklu
dýpi því þá hefði það ver-
ið þrautin þyngri að
fiska hana aftur upp.
Um tíma þegar Halldór
var á Hval 8. var Þórður
Eyþórsson skipstjóri á
skipinu.
Það fór alltaf mjög vel á
með okkur Þórði
sem í dagsdaglegu
tali var kallaður
Tóti. Einhverju
sinni, sem oftar,
lentum við í smá
fætingi sem
lyktaði með því
eftir hörð átök og
brellur af ýmsum
toga að við blóð-
sprengdum nefin
hvor á öðrum og
gengum þar af
leiðandi með
eldrauð nef í tæp-
an hálfan mánuð
eins og aumustu
fyllibyttur, eftir gott
fyllirí.
LÚALEGA FARIÐ MEÐ HANNES
Eins og komið hefur fram starfaði Halldór
við Slysavarnaskóla sjómanna, allt frá því
að kennslan hófst um borð í gamla varð-
skipinu Þór, bæði sem kennari og einnig
sem vélstjóri um borð. Eftir að skipið var
tekið undir kennsluna voru farnar margar
ferðir út á land, þar sem eftirspurnin var
hvað mest eins og í Vestmannaeyjum og á
Akureyri en þar var nemendafjöldinn hvað
mestur.
Að kenna fræði tengd slysavörnum lýtur
náttúrlega bara sömu lögmálum og önnur
kennsla, það er að ná til nemenda og
kveikja áhuga þeirra á því efni sem fram er
fært en þar sem sjómenn hafa yfirleitt mik-
inn áhuga á öllu því sem lýtur að öryggi
þeirra gekk kennslan oftast bara nokkuð
vel.
Þegar rætt er um öryggismál sjómanna og
slysavarnir finnst mér nafn Hannesar Haf-
stein gleymast of oft en Hannes er að mínu
mati sá sem lagði grunninn að því starfi
sem fram fer í dag hvað varðar slysavarnir
sjómanna, sem í dag eru í góðum höndum
hjá arftökum hans, meðal annars núver-
andi skólastjóra Slysavarnaskólans, Hilm-
ari Snorrasyni. Sjálfur kynntist ég Hannesi
persónulega bæði hjá Slysavarnafélaginu á
sínum tíma og einnig sem stráklingur í
Vogunum en skammt var á milli heimila
okkar þar og ég nánast heimagangur hjá
honum.
Þetta er náttúrlega allt önnur saga en mér
fannst alltaf frekar lúalegt hvernig hann
var hrakinn frá félaginu á sínum tíma. Rétt
er að geta þess hér að það var einmitt
Hannes sem lagði ríka áherslu á að fyrsta
námskeiðið yrði haldið í Vestmannaeyjum,
vegna forystu þeirra í slysavörnum sjó-
manna með kaupum á fyrsta björgunar-
skipinu í eigu landsmanna.
GÓÐAR STUNDIR MEÐ ÓÐNI
Um borð í varðskipinu Óðni hef ég átt
margar ánægjustundir á liðnum árum, en
það var á árinu 2014 sem við Ingólfur
Kristmundsson, skólabróðir minn úr Vél-
skólanum, fórum að hittast þar og dytta að
ýmsu um borð sem aflaga hafði farið á
langri ævi skipsins.
Smátt og smátt bættist í hópinn og í dag
hittumst við þarna á hverjum mánudags-
morgni allt upp í 9 vélfræðingar og vinn-
um þar við hinar ýmsu endurbætur á vél-
búnaði skipsins fram að hádegi.
Þegar skipinu var lagt og það gert að hluta
af sjóminjasafninu við Grandagarð var ekki
reiknað með því að það mundi sigla aftur
fyrir eigin vélarafli þar sem soðið var fyrir
öll sjóinntök sem tilheyrðu aðalvélum og
hjálparvélum skipsins, útaf stóðu bara þau
sem tilheyrðu salernum skipsins. Í dag er
staðan á skipinu sú að það er komið með
haffærisskírteini og við búnir að sigla því
bæði til Akraness og Grindavíkur að við-
Halldór við stjórntækin í vélarúmi Hvals 8.
Hvalbátarnir í höfn. Halldór við Roverinn.