Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2023, Síða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2023, Síða 14
bættum tveimur reynsluferðum hér út í flóann þar sem ýmiss búnaður skipsins var reyndur. Siglt var til Grindavíkur á liðnu sumri í tilefni af sjómannadeginum. Með í för var forseti Íslands, Guðni Th. Jóhann- esson en afi hans og alnafni var skipstjóri á vitaskipinu Árvakri þannig að forseti vor hefur ekki langt að sækja sjómannsblóðið enda laus við sjóveiki á siglingunni til Grindavíkur. Í sumar er fyrirhugað að sigla til Vestmannaeyja en fyrsta björgunarskip Íslendinga keyptu einmitt Vestmanneyingar með styrk frá ríkinu á árinu 1920, 200 rúmlesta og rúmlega tvítugt danskt skip sem þeir nefndu Þór. Á árinu 1924 var skipið einnig gert að varðskipi, sett um borð 47 mm fallbyssa, skipið þá rekið af landssjóði að mestu leyti. Fyrsta varðskip- ið sem smíðað var fyrir Íslendinga var smíðað í Danmörku á árinu 1925 sem var nefnt Óðinn. Aftur á móti var sá Óðinn sem við erum að vinna í smíðaður í Álaborg Danmörku 1959. FÉLAGI NÚMER 980 Fyrir alllöngu síð- an eignaðist ég enskan Rover bíl árgerð 1961. Þegar ég eignaðist bílinn þurfti hann all- nokkurrar að- hlynningar við eins og gengur með gamla bíla. Hann var ekinn um 35 þús. mílur og að mestu laus við ryð. Ég eyddi töluverð- um tíma í að koma honum í gott stand þannig að ég fengi á hann skoðun sem allt gekk upp og meira til. Nú erum við, ég og bíllinn, félagar í fornbílaklúbbnum nr. 980 en til þess að geta orðið félagi þar þarftu að eiga bíl sem er að minnsta kosti 25 ára. Roverinn uppfyllir það skilyrði og gott betur. Hann er núna um 62 ára gamall og í fínu standi. Fornbílaklúbburinn stendur fyrir árlegum uppákomum af ýmsum toga, þar má meðal annars nefna landsmót sem haldið var í 12 ár á Selfossi við góðar undirtektir félags- manna. Í það heila tekið hef ég haft mikla ánægju af starfinu í klúbbnum, kynnst þar fjöldan- um öllum af bæði skemmtilegu og áhuga- verðu fólki. Við hjónin keypum okkur sumarbústað á árinu 1994 sem smíðaður var úti í Örfiris- ey og fluttur síðan á bíl og komið fyrir á landi sem við eigum í landi Brjánsstaða í Grímsnesinu. Þegar við hófum þar búskap var nánast enginn gróður í landinu okkar, bara illa gróin börð. Í dag erum við búin að planta allnokkru af trjáplöntum og blóm- um sem gerir landið mun vistlegra en þarna má segja að sé okkar afdrep frá önn- um dagsins á meðan við vorum bæði í vinnu. Við förum í bústaðinn um flestar helgar allt árið og yfir veturinn ef færð leyf- ir. Og komum þaðan alltaf endurnærð og tilbúinn að takast á við verkefnin fram undan. 14 | Sjómannablaðið Víkingur Roverinn á sýningu fornbílaklúbbsins eitt árið á Selfossi. Eins og myndin sýnir glögglega er maður undir bílnum að gera við. Maðurinn er með mik- ið af verkfærum í kringum sig og fæturnir hreifast stöðugt. Lítil stúlka sem átti leið fram hjá með móður sinni sagði: Guð mamma, sjáðu manninn, hann er búinn að vera hér í allan dag að gera við, þú ættir kannski að bjóða honum aðstoð. Þú hjálpar pabba mínum stundum, mamma. Rogginn karl sagði þegar hann gekk hjá: Hann er tæpast með réttindi þessi, búinn að vera hér í allan dag að baksa þetta, já svona fer þegar menn ætla sér um of, sagði karlinn og andvarpaði. En ekki er allt sem sýnist. Maðurinn und- ir bílnum var sköpun Halldórs sem notaði gamlan þurrkumótor til þess að koma lífi í fæturna sem virtust bara nokkuð eðlilegir ef marka má ummæli barnsins og karlsins roggna.. Halldór er hinn mesti völundur á bæði járn og tré og hefur smíðað flest sem er að sjá í sælureit þeirra hjóna í Gríms- nesinu. Gufubaðið er til að sjá eins og hóll í landslaginu, gæti jafnvel verið dys fornmanna. Svo er þó ekki. Baðið er búið til úr rörum úr reykrörakatli sem formuð voru í kúlu sem ber húsið uppi en það er klætt innan viði en að utan með torfi. Í baðinu er eldstæði sem kynnt er með trjáviði sem fellur víða til á byggingarstöðum. Hús þeirra hjóna, Guðnýjar og Halldórs, komið á bílpall á leið í sveitina.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.