Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2023, Síða 18
SKOTIÐ FYRIR
BORÐ
Á öllum bátum sínum
stundaði Svavar þorsk-
veiðar með línu og
handfærum. Netaveið-
ar á grásleppu stundaði
hann einnig grimmt og
til marks um það þá
náði hann 57 tunnum
af hrognum eitt árið
einn síns liðs. Þessar
veiðar stóðu yfir vor og
sumarmánuðina með
miklum vökum og
streði. Slík vinna skilur
óneitanlega eftir bilanir
hér og þar í líkaman-
um.
Samhliða eigin útgerð
var Svavar á vertíðar-
bátum sem gerðir voru
út frá suður- og vestur-
landi svo sem frá
Grindavík, Sandgerði,
Tálknafirði og Suðureyri við Súganda-
fjörð. Síldarsumrin urðu einnig ófá og
sumar uppákomur þar minnisstæðari að
aðrar.
Sennilega gleymir Svavar þó seint þeim
atburði þegar snurpuvírinn gerði tilraun
til að klippa hann í sundur. Þannig var að
málum staðið þegar nótinni var kastað að
snurpuvírinn lá í gegnum lás sem festur
var við stjórnborðs síðu snurpubátsins.
Svavar hafði það hlutverk í köstuninni að
húkka snurpulásum nótarinnar á snurpu-
vírinn aftan við lásinn sem vírinn rann í
gegnum.
Eitt sinn þá verið var að kasta nótinni og
hún á leið í sjóinn hætti skipstjórinn
skyndilega við og skipaði spilmanninum
að stoppa rennsli vírsins af spiltromlunni.
Spilmaðurinn brást við hart, smellti
bremsunum á og steinstoppaði rennslið á
snurpuvírnum.
Við þessi skjótu viðbrögð spilmannsins
strekktist snöggt á vírnum og varð hann
eins og þaninn fiðlustrengur. Skipti þá
engum togum að lásinn sem vírinn lá í
gegnum slitnaði frá bátnum og small
snurpuvírinn undir bringspalir Svavars
þar sem hann húkkaði lásunum á vírinn.
Skipti þá engum togum að Svavar þaut í
loft upp sem ör af boga og náði engu
jarðsambandi fyrr en langt aftan við nóta-
bátinn.
Óljóst er hve hátt upp í himingeiminn
hann flaug en benda má á að lóðrétt fór
hann í loftið og lóðrétt kom hann niður
aftan við bátinn. Reikna mætti út flughæð
Svavars ef skothraði hans og framskrið
bátsins væru þekktar stærðir. Eftir að í
sjóinn kom náði Svavar taki á afturbandi
nótabátsins og handstyrkti sig eftir því
um borð í bátinn aftur. Óskaddaður að
kalla slapp hann frá flugi þessu að undan-
skildum eymslum og dökkum bláma sem
yfir framan verðan búkinn breiddist þá
frá leið.
Að ekki fór verr má sennilega þakka því
að nótabáturinn var í djúpri bakborðs
veltu og Svavar því boginn yfir vírinn og
mjög nálægt honum er hann slitnaði frá
bátnum. Að leikslokum hefði ekki þurft
að spyrja hefði vírinn verið fjær brjóst-
kassa Svavars þegar óhappið reið yfir því
þá hefði vírinn klippt hann í sundur.
NÆR HÖFÐINU STYTTRI
Á síldarbátnum Flosa ÍS mátti Svavar
þakka fyrir að verða ekki höfðinu styttri.
Við undirbúning dælingar úr nótinni var
brjóst nótarinnar híft upp á síðu með tal-
íu og var blökk hennar fest upp í góssi
masturs. Endi kaðalsins var síðan festur á
polla sem soðinn var á stjórnborðslunn-
ingu skipsins.
Svavar var á spilinu og rétt búinn að
koma dælunni fyrir borð er suða á nefnd-
um polla gaf sig með þeim afleiðingum
að hann þeyttist þvert yfir skipið og út
fyrir borðstokk bakborðs megin. Þessi
óvænta flugferð pollans hefði ekki komið
að verulegri sök hefði hann ekki haft við-
komu í toppstykkinu á Svavari sem stein-
rotaðist og lá óvígur á dekki eftir. Þarna
skildu örfáir millimetrar á milli lífs og
dauða því að hefði flug pollans verið að-
eins lægra hefði Svavar kvatt þessa veröld
liggjandi á dekkinu. Heilahristingur og
nokkurra daga sjúkrahúsvist fylgdu síðan
í kjölfarið.
Í SJÁVARHÁSKA Á VON TH
Á vetrarvertíðinni 1958 var Svavar háseti
á Von TH-5 frá Grenivík sem strandaði 19
mars það sama ár. Ellefu manna áhöfn var
á bátnum er óhapp þetta reið yfir
Dagana fyrir strandið var veiðisvæði
skipsins á Sandvíkunum norðvestan við
Reykjanestána. Aflinn hafði verið fremur
tregur, svona 6 til 10 tonn, og því var far-
in stysta leið til lands og aflanum landað
í Sandgerði en þaðan var honum ekið til
Grindavíkur þar sem að honum var gert.
Óhappadaginn var aflinn með besta móti,
eða rúmlega 20 tonn, og því var ákveðið
að sigla suður fyrir Reykjanesið og landa
í Grindavík.
Að netadrætti loknum var skipið statt
grunnt á Víkunum. Komið var fram á
kvöld og myrkur skollið yfir þegar stefn-
an var sett suður fyrir Reykjanesið. Veður
var gott en gild úthafsalda. Alda sem
verður að ólgandi brimi þegar hún mætir
fyrirstöðu lands.
Ekki liðu nema örfá andartök frá því sett
var á fulla ferð til lands þegar mikill
hnykkur kom á skipið og það renndi upp
á flúðir 40 til 60 metrum undan landi.
Meirihluti skipshafnar var á þilfari aftan
hádekks að bjástra við veiðarfæri þegar
skipið renndi upp á flúðina. Í því brimi
sem þarna var veltist skipið á bæði borð
en dýpra á stjórnborða og lagði þá möstur
í sjó þegar undan því fjaraði á útsoginu.
Með ólíkindum má telja að enginn skyldi
hrökkva fyrir borð þá skipið lagðist og
dekkið undir fótum manna varð allt í
einu lóðrétt.
Skipstjórinn kom einu neyðarkalli út á
ljósvakann áður en rafmagnið yfirgaf tal-
stöðina.
Ingólfur Reynald vélstjóri reyndi að kom-
ast niður í vélarúmið til að gangsetja loft-
kælda ljósavél en varð frá að hverfa.
Það segir sig sjálft að í dansi við dauðann
Sjötta bátinn keypti Svavar árið 1986 og fékk sá nafnið Hugrún ÞH-240. Bátur þessi er nú til sýnis á Sjóminjasafni Grenivíkur.
18 | Sjómannablaðið Víkingur