Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2023, Síða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2023, Síða 19
rennur atburðarásin út í eitt og erfitt getur verið að muna einstaka atburði skýrt. Hver og einn barðist þarna fyrir lífi sínu og ein smávægileg mis- tök gátu kostað missi þess. Svavar var staddur fremst á þilfari þegar skipið renndi upp á flúðina og tókst með harðfylgi að handlanga sig eftir vír sem gekk í gegnum allar dekkstyttur skipsins. Þarna var um hreina loftfim- leika að ræða því að í hvert sinn sem skipið skall niður á stjórnborðssíðuna þá hékk hann á vírnum án nokkurrar fótfestu. Var í raun sem þvottur á snúru og ekkert annað undir en ólgandi hafið og vís dauðinn. Gúmmíbjargbát komu menn fyrir borð en hann laskaðist í meðförum og blés sig ekki upp nema að hluta. Fimm mannanna komust fljótt í bátinn sem lá djúpt í, loft- lítill og hálffullur af sjó. Síðastir um borð í bátinn voru annar vélstjóri og Svavar sem hangið hafði á blautum kýrhúðum sem yfir lunninguna voru breiddar net- unum til varnar í lagningu. Í barningi við að ná taki á húðunum sannaðist hið forn- kveðna að ekki dygðu vettlingatökin. Það var ekki fyrr en vettlingarnir voru komn- ir ofan í bússurnar að berhentur náði Svavar taki á húðunum. Sjö menn komust um borð í björgunar- bátinn en þegar hann var laus frá skipinu tók það enn eina stjórnborðsveltuna og lagðist afturmastrið ofan á bátinn og þrykkti honum með mönnunum í niður. Engan sakaði þó um borð og losnaði bát- urinn þegar næsta alda reið undir skipið og rétti það við. Engar árar voru um borð í björgunarbátnum og urðu skipbrots- menn að nota hendurnar til að krafla sig frá skipinu og út úr brimgarðinum Neyðarblysum skutu þeir á loft og eftir um klukkustundar veru í björgunarbátn- um voru þeir teknir um borð í björgunar- skipið Sæbjörgu sem þá var komið á stað- inn. Það er aftur á móti af þeim fjórum að segja sem eftir voru um borð að Ingólfi Reynalds vélstjóra tókst það ótrúlega að synda í land með taug sem hinir gátu handlangað sig eftir í upp í fjöru. Úr fjöru náðu mennirnir þreyttir og illa haldnir í Reykjanesvita ENN ER HUGURINN VIÐ SJÓINN Strandið hafði lítil áhrif á Svavar sem fór í róður á Hrafni Sveinbjarnarsyni á öðr- um degi eftir strandið. Þaðan lá leið hans um borð í Vörð TH-4 þar sem einn háset- inn þar hafði farið á jarðarför bróður síns sem lést í blóma lífsins í hörmulegu flug- slysi á Öxnadalsheiði 29. mars 1958. Hlaupið hefur verið yfir æviferil Svavars í þeim tilgangi að varpa ljósi á líf manna sem gerðu sjómennskuna að ævistarfi um miðja síðustu öld. Allir eiga þeir það sammerkt að hafa tiplað á hengibrún þess sem líkamlegu atgervi er mögulegt. Þar er Svavar engin undantekning en sker sig ef til vill úr vegna þess hversu oft hann hef- ur með góðum árangri dansað á línu þeirri sem liggur á milli lífs og dauða. Lengst af bjó Svavar á Grenivík en er nú fluttur til Akureyrar. Sex börn skilur hann eftir á jörðu hér með aðstoð þriggja kvenna. Þótt líkamlegt atgefi Svavar heyri nú sögunni til þá er hugur hans er enn við sjóinn. Utandyra er hann að finna við höfnina í Sandgerðisbót eða á Greni- víkurbryggju. Á Von TH lenti Svavar í miklum sjávarháska snemma vors 1958 þegar báturinn strandaði út af Reykjanesi. HÖNNUN &PRENTUN Á HINU OG ÞESSU 900 Vestmannaeyjar // Vestmannabraut 38 leturstofan@leturstofan.is // s. 481 1161 Setjum upp og seljum auglýsingar í blöð fyrir hina ýmsu einstaklinga og félagasamtök t.a.m. • Afsláttarbók LEB • LEB blaðið • Sjómannadagsblað Vestmannaeyja • Þjóðhátíðarblað Vestmannaeyja • Sjómannablaðið Víkingur • Heima er bezt • VM blaðið • Blað Rafiðnaðarsambandsins • Tímaritið Úti • Vikublaðið Tígull /leturstofan /leturstofan

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.