Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2023, Page 20
Nú styttist í næstu ljósmyndakeppni sjómanna Vík-
ingsins en í næsta blaði verða úrslit kynnt. Þegar
eru farnar að berast myndir og því ekki til setunnar
boðið annað en að draga fram myndir og senda
okkur. Eins og undanfarin ár þá munu 15 myndir,
sem dómnefnd velur, taka þátt í Norðurlandaljós-
myndakeppni sjómanna sem fram fer í Danmörku í
byrjun næsta árs. Hlynur Ágústsson hreppti annað
sætið í síðustu Norðurlandaljósmyndakeppninni en
íslenskir sjómenn hafa verið sigursælir í keppninni.
Það þarf alls ekki að eiga flottustu græjurnar til að
geta tekið þátt því jafnvel nýjustu farsímarnir geta
tekið myndir í góðum gæðum því það er augað en
ekki myndavélin sem skapar góða mynd. Allir sjó-
menn á íslenskum skipum sem og íslenskir sjómenn
á erlendum skipum hafa þátttökurétt í keppninni.
Reglur keppninnar eru ekki flóknar en þær eru eft-
irfarandi:
Félag skipstjórnarmanna
v/Sjómannablaðsins Víkings
Ljósmyndakeppni 2023
Grensásvegi 13
105 Reykjavík
• Hver þátttakandi má senda inn að hámarki 15 myndir.
• Myndir eiga að vera í hæstu mögulegri upplausn.
• Myndefnið á að tengjast umhverfi sjómannsins hvort heldur er um borð í
skipum, frá landi hvort heldur er í vinnu eða frítíma.
• Með hverri mynd á að fylgja heiti, hvar myndin var tekin auk upplýsinga um
á hvaða skipi viðkomandi starfar.
• Myndir eiga helst ekki vera eldri en tveggja ára.
• Myndir með vatnsmerkjum, tímastimpli eða nafni á myndinni eru ekki gjald
gengar.
• Myndir sem sendar eru inn verða að vera í eigu þess sem tók myndina með
því að ýta á afsmellarann og á höfundarrétt hennar.
• Ljósmyndarinn tekur ábyrgð á að ef einstaklingar séu á myndinni að
heimild sé fyrir að birta hana.
• Með þátttöku samþykkir ljósmyndarinn að umsjónarmaður keppninnar fari
með þínar upplýsingar í samræmi við upplýsingalögin í þeim eina tilgangi
að upplýsa um þig í tengslum við íslensku og Norðurlandakeppnina.
• Áskilinn er réttur til að birta myndirnar í blöðum þeirra aðila, sem að
keppninni standa án greiðslu.
• Skilafrestur er til 1. desember nk.
LJÓSMYNDAKEPPNI
2023 Sjómanna
Stafrænar myndir í keppnina skal senda á netfangið iceship@heimsnet.is
en ef þær eru sendar inn á öðru formi skulu þær sendar til: