Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2023, Page 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2023, Page 21
Barkasuða Guðmundar ehf stálbarkasmíði / Hvaleyrarbraut 27 /220 Hafnarfjörður / 564-3338 / 554-1661 Þrjú sumur, 1960-1962, var ég í nótabrúki á Akureyri. Við veidd- um smásíld í hringnót á innanverðum Eyjafirði, lásuðum hana í tvo eða þrjá daga áður hún var veidd úr lásnum og endaði ævi sína í Niðursuðuverksmiðju K.J. Við rérum á gömlum nótabát, sem bar nafnið Skuggi og svo höfðum við annan nótabát, vélarvana, sem nefndur var Max Pemberton, líklega eftir togara sem bar þetta nafn, og fórst á heimleið af Vestfjarðamiðum snemma í janúar 1944. Langflestir vorum við úr Glerárþorpinu á Akureyri eða áttum tengsl við íbúa þar. Þetta var glaðvær og dugmikill hópur. Þótt síldveiðin væri aðalviðfangsefni okkar gafst oft tími til spjalls. Elstur í hópnum var Kristján Sigurjónsson (1895-1981), nefndur Stjáni í Bót, þekktur maður á sinni tíð. Með voru tveir synir hans: Sigurður Kristjánsson (1923-2010), Siggi í Bót, en hann var jafn- framt nótabassi, og leitaði síldar á trillu sinni, Hafdísi, svo Pétur Kristjánsson (1929-2023), Pétur í Bót. Þeir fengu þetta kenni- nefni af heimili sínu í Sandgerðisbótinni. Einnig má nefna Gúst- af Karlsson (1909-1971), sem nefndur var Gúi og var okkar allra stærstur og hraustastur. Dag einn sátu saman Stjáni og Gúi, það var ekkert um að vera, engin síld hafði fundist og því tilvalið að nota tímann til að segja sögur. Þær hófust yfirleitt á því að þeir fengu sér tóbak í vörina og því meira því ólíklegri var sagan. Þá snéri Stjáni sér að Gúa og sagði: „Heyrðu, vinur!“ og þeir létu tóbakið enn ganga og Stjáni hóf frásögnina: „Einn veturinn lagði ég rauðmaganet út á Víkum. Ég fór að vitja þeirra og hafði Sigga og Pétur með mér. Þetta hefur líklega verið í mars og auð jörð en mikil frost höfðu gengið. Við hófum að draga netin og aflinn var góður, fiskur í hverjum möskva, en þá tók skyndilega að hvessa af suðaustri og lá vindstrengur út með Vaðlaheiðinni og hvessti svo mjög innan skamms að þúfurnar á Svalbarðsströndinni fleyttu kerlingar út allan fjörð. Ákvað ég þá að halda heim og skilja netin eftir því ég vissi að hann myndi ganga í hásuðrið innan tíðar, sem og varð. Það var því hálfgerður barningur að komast heim í Bótina en vindurinn hafði þá snúist til suðvesturs, niður Glerárdalinn og stystu leið niður í sjó, akkúrat á okkar leið. Þegar við náðum landi hljóp Siggi með fanglínuna og tvívatt hana utan um polla sem var í fjörunni og við Pétur stukkum í land og þá var orðið það hvasst að báturinn blakti eins og fáni.“ Þar sem þessi saga hefur ekki birst í annálum verður hún látin duga að þessu sinni. Stjáni í Bót fær sér „kríu.“ Gúi vinnur sér til gagns. Af Stjána í Bót Af gömlum blöðum – Umsjónarmaður: Bernharð Haraldsson

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.