Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2023, Side 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2023, Side 26
26 | Sjómannablaðið Víkingur 1 Ekki verður séð að þessar leiðir verði algengar siglingaleiðir í náinni framtíð hvað sem síðar verður. Að Ísland verði umskip- unarhöfn fyrir skip á þessum leiðum telur höfundur ekki líklegt. Það er þó aldrei að vita ef alþjóða pólitík kemst í málið. Norð-austur- og norð-vesturleið. Manhattan á lokametrunum. í fylgd ísbrjóts og gekk ferðin ágætlega. Enginn innan útgerðarfélagsins hefur þó viljað tjá sig um þessi tímamót og í yfirlýs- ingu frá Maersk segir að hér hafi einfald- lega verið um tilraunasiglingu að ræða til að afla upplýsinga. Flutningaskipið Nordic Orion sigldi norð- -vesturleiðina árið 2013 með kol frá Vancouver í Kanada til Pori í Finnlandi. Skipafélagið Nordic Bulk Carriers í Dan- mörku á skipið sem er 73.700 lestir, 225 metra langt, smíðað í Japan árið 2011 og skráð i Panama. Sú ferð gekk vel. Ekki verður séð að þessar leiðir verði al- gengar siglingaleiðir í náinni framtíð hvað sem síðar verður. Að Ísland verði umskip- unarhöfn fyrir skip á þessum leiðum telur undirritaður ekki líklegt. Það er þó aldrei að vita ef alþjóða pólitík kemst í málið. Manhattan var eftir norðurslóða ferðina í siglingum með jarðolíu mest við Banda- ríkin og meðal annars frá Valdez Skipinu var ekki breytt aftur í venjulegt tankskip og hélt sínu ísbrjóta lagi alla tíð eftir breytinguna. Endalok skipsins urðu þau að það varð fyrir vélarbilun við eyjuna Yosu við Suður- -Kóreu og rak á land í fellibyl 15. júlí 1987. Skipið náðist á flot aftur 27. júlí 1987 og var dregið til Hong Kong þangað sem það hafði verið selt til niðurrifs.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.