Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2023, Síða 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2023, Síða 31
Helgi Laxdal Fjórði þáttur – 10 – Freyja RE-38 Tíundi togarinn í þessum hópi var Freyja RE-38, skráður hér á landi 3. maí 1971, smíðaður hjá Cook- hrane & Sons Ltd. Selby Englandi 1960 fyrir J. Marr & Sons Ltd. Fleetwood. Fyrst skráður 20. júní 1960 og nefndur Lavinda FD159. Í apríl 1964 keypti Richard Irvin & Sons Aberdeen skipið og nefndi Ben Arthur A742. Lengdur á árinu 1966 um 6,6 m., úr 36 m. í 42,6 m. Við það jókst burðargetan úr 285 Bt. í 307 Bt. Gunn- ar I. Hafsteinsson, út- gerðarmaður í Reykjavík, kaupir skipið 23. apríl 1971 og nefnir Freyju RE- 38. Lengd 42,6 m., breidd 7,65 m., dýpt 3,38 m., 307 Gt. Knúinn 750 hö. mirlees diesilvél. Skipstjóri, Pétur Þorbjörnsson og yfirvélstjóri, Kristinn Gunnarsson. Ársæll H/F í Hafnarfirði kaupir skipið 16. júlí 1975 og nefnir Ársæl Sigurðsson ll HF-12. Í desember 1980 missir skipið haf- færisskírteinið og er tekið af íslenskri skipaskrá. Í október 1984 er skipið selt Albert Draper & Sons í Hull til niðurrifs. – 11 – Rán GK-42 Ellefti togarinn í þessum hópi var Rán GK-42 skráður hér á landi 12. júlí 1971, smíðaður hjá Welton & Gemmell Ltd, Bewerley, Englandi á árinu 1961, fyrir Fish- eries Ltd, Fleetwood, nefndur Boston Wellvale FD209. Lengd 41,82 m., breidd 8,66 m., dýpt 4,45 m., stærð 419 Bt. knúinn 1050 hö. dieselvél. Skipstjóri Dave Venney. Nord Cape Fishing Co Ltd, Grimsby keypti skipið 25. september 1966. Strandaði við Arnarnes í Ísafjarðar- djúpi 12. desember 1966 í norðaustan stórhríð á leið til Ísafjarðar með bilaða rat- sjá og sjúkan mann sem komast þurfti undir læknishendur. Áhöfninni 17 manns var bjargað farsæl- lega af Björgunarsveitinni Ársæli á Ísa- firði. Tryggingafélag skipsins mat það ónýtt. Guðmundur Marselíusson á Ísafirði keypti flakið á 150 ₤. Um þessar mundir starfaði Ágúst Sigurðsson skipatæknifræðingur mikið á Ísafirði við að teikna nýja dráttar- braut fyrir Skipasmíðastöð Marsellíusar Síðustu síðutogararnir Freyja RE-38. Rán GK-42.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.