Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2023, Page 32
Bernharðssonar á Ísafirði. Hann
hafði fylgst náið með tilraunum
Guðmundar, sonar Marsellíusar,
við að bjarga flakinu sem var
kveikjan að því að þau hjónin Guð-
rún Lárusdóttir og Ágúst Sigurðs-
son keyptu flakið af Guðmundi eft-
ir að það hafði sokkið oftar en einu
sinni í björgunarferlinu.
Ágúst fær björgunarskip til að
draga flakið til Hafnarfjarðar. Á
leiðinni til Hafnarfjarðar var Ágúst
einn um borð í flakinu af Boston
Wellvale, eina tengingin við björg-
unarskipið var dráttartaugin. Allt
gekk þetta vel og þegar til Hafnar-
fjarðar kom var flakið af Boston
Wellvale dregið upp í fjöru við
gamla Drafnarslippinn. Þar var þétt
í götin á botninum, að hluta með
smjörlíki. Samið við Landsmiðjuna
um viðgerð á botni skipsins sem í
framhaldinu var dregið til Reykja-
víkur í slipp. Nokkur fyrirtæki
komu að viðgerðinni sem tókst
mjög vel. Stóra málið var samt
hvort aðalvélin væri í lagi og gang-
fær. Við nánari skoðun virtist hún
bæði gangfær og í þokkalegu
standi.
Í framhaldinu stofnuðu hjónin,
Guðrún Lárusdóttir og Ágúst Sig-
urðsson, útgerðarfélagið Stálskip
h/f um reksturinn. Skipið nefndu
þau Rán GK-42 sem var skráð í ís-
lenska skipaskrá í júlí 1971. Skip-
stjóri var ráðinn Kristján Andrés-
son og yfirvélstjóri, Halldór
Guðjónsson. Þetta skip var upphaf-
ið að Útgerðarfélaginu Stálskip h/f í
Hafnarfirði sem þau hjónin, Guð-
rún og Ágúst, ráku af miklum
myndarskap allt til ársins 2014
þegar þau seldu vegna veikinda
Ágústar. Eftir að útgerð Ránarinnar
hófst landaði skipið oft í Grimsby
og þegar fyrrverandi eigandi þess sá
það og hve vel heppnuð viðgerðin
var bauðst hann til að gefa þeim
hjónum systurskip Boston Wellvale
sem þau ætluðu þiggja en þar sem
skipið var eldra en 12 ára heimil-
uðu íslenskar reglur ekki innflutn-
inginn.
Selt 16. maí 1980 Ísstöðinni h/f
Garði og nefnt Ingólfur GK-42.
Selt, 18. mars 1984, Niðursuðu-
verksmiðjunni Miðjunni h/f á Ísa-
firði og nefnt Arnarnes ÍS-42. Selt
8. mars 1985 Torfunesi h/f, Ísafirði.
Óbreytt nafn og númer. Selt 8. apríl
1988 Sædóri h/f Siglufirði og nefnt
Arnarnes SI-42. Selt á árinu 1999
Þormóði Ramma – Sæberg. Hélt
nafni og númeri.
Boston
Wellvale
strandar
Högni Torfason, fréttaritari Morgun-
blaðsins á Ísafirði, fór á strandstað. Rifjum
upp stórfróðlega frásögn Högna:
„Boston Wellvale strandaði í fjörunni við
Arnarnestá kl. rúmlega 18 í dag. Viti er
þarna á tánni og virðist sem togarinn sigli
inn í hvíta geislann frá vitanum.
Lágsjávað var, er togarinn strandaði um
100 metra frá landi. Fjaran er þarna stór-
grýtt, klappir og sker. Hið versta veður var
á um þetta leyti, hávaðarok og bylur.
Boston Wellvale sendi út neyðarskeyti
strax eftir strandið, en leki kom að skipinu
og komst sjór í vélarrúm. Við það stöðvað-
ist ljósavélin og eftir það var ekki unnt að
hafa samband við skipið.
Neyðarskeytið heyrðist á Ísafirði og fóru
þrír brezkir togarar, sem þar voru í höfn
þegar á strandstaðinn, Northern Prince,
Ross Renown og Prince Philip.
Einar Jóhannsson, yfirhafnsögumaður, fór
með Northern Prince og stjórnaði björg-
unaraðgerðum af sjó. Lítill bátur, Þórveig,
gerði tilraun til að sigla upp að hliðinni á
Boston Wellvale um sjöleytið. En Þórveig
tók niðri og varð að snúa frá.
HIRTU EKKI UM LÍNUNA
FYRST Í STAÐ
Um 30 manna sveit úr slysavarnadeild
karla og björgunarsveit skáta fór frá Ísa-
firði strax og fréttist um strandið. Gekk
heldur illa að komast á staðinn, þar sem
þungfært var og þurftu ýtur að ryðja veg-
inn. Komust björgunarmenn á strandstað-
inn klukkan liðlega 19.
Þeir skutu strax línum um borð og gátu
komið þremur línum þangað. En skipverj-
ar voru ákaflega sinnulausir og hirtu ekki
um að taka línuna og festa björgunar-
stólinn.
Það var ekki fyrr en milli kl. 20.30 og 21
tókst að ná fyrstu mönnunum. Svo komu
þeir í björgunarstólnum smám saman og
kl. 22 var búið að ná 14 mönnum.
Þegar hér var komið sögu bar skip-
brotsmönnum sem í land voru komnir
ekki saman um, hversu margir væru eftir í
togaranum. Gamall skipverji taldi, að þeir
hefðu verið 21, en aðrir sögðu 18.
Um kl. 22.30 komu þrír menn í land til
viðbótar, háseti, vélstjóri og stýrimaður.
Stýrimaðurinn fullyrti, að enginn væri eft-
ir um borð nema skipstjórinn, sem hann
kvað veikan í maga og hefði ekki hug á að
koma í land.
Það kom til tals að senda mann út í togar-
ann og freista þess að ná skipstjóranum,
en skipverjar hafa gengið þannig frá björg-
unarstólnum, að hann er neðarlega utan á
hvalbaknum, svo það yrði illkleift að kom-
ast upp á hann og ná handfestu. Það var
því horfið frá því ráði.
TALSVERT BRIM
– STÓRGRÝTT FJARA
Búast má við því, að togarann flatreki upp
í fjöruna á flæðinu og getur verið, að hann
fari illa á því, þar sem fjaran er stórgrýtt og
klappir miklar. Þó er ekki talið, að skip-
stjórinn sé í verulegri lífshættu eins og er.
Að vísu brimar talsvert, en veður er
þó skaplegt nú um miðnættið og úr-
koma engin.
ILLA Á SIG KOMNIR
Skipbrotsmenn voru mjög mis jafnlega
á sig komnir, enda voru allir þeir sem í
land komu, að einum undanteknum,
undir áhrifum áfengis. Þeir voru blaut-
ir, en ekki aðþrengdir.
Tveir eru slasaðir, annar með brotna
hnéskel, en hinn naflaslitinn og var
togarinn einmitt á leið með hann til
hafnar, er strandið varð.
Boston Wellvale hafði verið viku í
veiðiferðinni og fengið lítinn afla.
Stýrimaðurinn segir, að hann hafi
heyrt í íslenzka útvarpinu á miðviku-
dagskvöld að stormur væri í aðsigi. Var
togarinn þá 30 mílur út af Straumnesi
og náðist varpan inn með herkjum,
enda komið versta veður. Siglt var til
lands í var og í dag var ákveðið að sigla
með hinn naflaslitna til hafnar.
Boston Wellvale á strandstað. Mynd: Fleetwood Motor Trawlers
32 | Sjómannablaðið Víkingur