Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2023, Side 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2023, Side 33
Sá eini sem var nokkurn veginn með réttu ráði var Daninn Taning Madsen, roskinn háseti, sem búsettur er í Grimsby. Hann segist munu bera það við sjópróf, að skip- stjórinn, David Venney, hafi ekki verið alls gáður og langt frá því. FLUTTIR TIL ÍSAFJARÐAR Skipbrotsmenn voru fluttir að Heimabæ í Arnardal, til Marvins bónda Kjarvals. Þar hafa þau hjónin og heimafólk allt reynt að hlynna að þeim eftir föngum, fært þá í þurran fatnað og veitt þeim beina. Skip- brotsmenn hafa svo verið fluttir til Ísa- fjarðar og komið fyrir á gistiheimili Hjálp- ræðishersins. Sá naflaslitni var fluttur í sjúkrahús. Skipbrotsmenn voru allir farnir frá Heimabæ um kl. 23.30. MUNU FREISTA AÐ NÁ SKIPSTJÓRANUM Slysavarnadeildin og skátasveitin eru enn á strandstaðnum. En mjög hratt fellur og hafa þeir orðið að flytja tæki sín ofar í fjör- una. Einhverjir þeirra munu halda kyrru fyrir á strandstað í nótt og freista þess að ná skipstjóranum. Allir björgunarmenn eru orðnir blautir og illa til reika, enda hafa þeir staðið í fjör- unni í misjöfnu veðri. Einhverjir munu sennilega fara til Ísafjarðar til að fá þurran fatnað og trúlega skiptast á að vera á strandstaðnum í nótt. Skafrenningur hefur verið í hlíðinni hér og vegurinn út í Arnardal frá Ísafirði er þung- fær og hafa ýtur enn þurft að ryðja hann. Brezku togararnir og vélbáturinn Þórveig fóru fyrr í kvöld aftur inn til hafnar á Ísa- firði. Margir bílar fóru á strandstaðinn og Iýstu hann upp. Allir hafa lagt sig fram við björgunarstarfið og sömuleiðis heimafólkið að Heimabæ, enda voru skipbrotsmenn mjög þakklátir fyrir hjálpina.“ Morgunblaðið 23. desember 1966 Morgunblaðið birti þetta kort með frásögn Högna Torfasonar og merkti með krossi strandstað togarans. Í töflunni koma fram helstu upplýsingar um síðustu 11 síðutogarana í eigu Íslendinga. Ef meðaltölin eru skoðuð kemur fram að þessi skip voru að meðaltali bara ögn stærri en nýsköpunartogararnir, að frá töldu afli aðalvélanna sem var um 50% meira. Í töflunni kemur fram frá hvaða löndum við keyptum síðutogarana okkar, alls 135, á árabilinu 1906-1971 eða á um 67 árum. Flestir komu frá Englandi eða 77. Síðan kemur Skotland með 28 skip. Í töflunni kemur fram á hvaða árabilum skipin koma til landsins, hve langt hvert þeirra er ásamt fjölda skipa í hverju þeirra og hvernig þau skiptast eftir umdæmum bæði í fjölda og %. Í síðustu línunni eru tímabilin þrjú tekin saman. Þar koma yfirburðir Reykjavíkur glöggt í ljós með 85 skip eða 63% af heildar- fjölda þeirra.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.