Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2023, Side 35
„Mánafoss á Torfunefið langa“
Þegar leið á árið 1962 spurðist út að Eimskipafélag Ís-
land hygði á stækkun flota síns sem þá taldi tíu skip.
Rætt var um nýsmíði en einnig kaup á eldra skipi. Í
desember það ár undirritaði svo forstjóri félagsins,
Óttarr Möller, samning um kaup á hinum danska Ketty
Danielsen, 1.400 tonna og rúmlega 66 metra löngu
skipi, smíðað þremur árum fyrr í Niðurlöndum.
Skipið var formlega afhent félaginu í lok janúar árið eft-
ir og fékk þá nafnið Mánafoss. Athöfnin fór fram í
Frederikshavn en þaðan sigldi Mánafoss til Gautaborgar
og Kaupmannahafnar og gleypti þar í sig varning. Síðan
var lagt í haf.
Á Akureyri var undirbúin mikil móttökuathöfn en þar
átti Mánafoss að leggja fyrst að landi. En þá gerðist slys-
ið. Fánum prýddum kom Mánafoss inn á Pollinn en í
stað þess að leggjast mjúklega að Torfunefsbryggju
sigldi skipið harkalega á bryggjuna.
Varð þá skáldinu og meistara hringhendunnar,
Rósberg G. Snædal, að orði:
Allt í blossa! Áfram! Hart í bak!
Út með trossur! Láttu rokkinn ganga!
Bylmingskoss af miklum móði rak
Mánafoss á Torfunefið langa.
Ekki verður séð að Akureyringar hafi sett þetta mikið
fyrir sig. Þeir höfðu fjölmennt á bryggjuna að taka á
móti Mánafossi og þegar landgangurinn var settur nið-
ur þustu þeir um borð að skoða skipið í boði Eimskipa-
félags Íslands.
Hugað að skemmdum á bryggjunni. Í Akureyrarblaðinu Íslendingi segir þetta um óhapp-
ið: „Svo óheppilega vildi til, er Mánafoss lagði að Torfunefsbryggjunni, að stefnið gekk
inn í bryggjuna, braut í hana skarð, og skaddaðist „Fossinn“ sjálfur á stefninu. Var þegar
undinn bráður bugur að því að gera við bryggjuna, og bráðabirgðaviðgerð fór jafnframt
fram á skipinu.“ Mynd: Gunnlaugur P. Kristinsson/Minjasafnið á Akureyri