Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2023, Page 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2023, Page 36
ALLTAF STÆRRI SKIP EN HVER ER AUKNINGIN? Stærsta gámaskip allra tíma er um þessar mundir í prufusiglingum og brátt mun það hefja áætlunarsiglingar. Skipið, MSC TUR- KIYE, vantar aðeins 10 sentimetra í að vera 400 metra langt og breiddin er 61,3 metri. Skipasmíðastöðin Jiangsu Yangzi Xinfu Shipbuilding á heiðurinn af þessari smíði þar sem þeir kalla skipið einfaldlega Xinfu 107. Flutningsgeta skipsins er hvorki meiri né minni en 24.346 gámar en það er eitt sex systurskipa sömu gerðar. Þegar er búið að afhenda fjögur þeirra en verið er að leggja lokahönd á þau tvö síðustu. Til að leika okkur aðeins að tölum þá er burðargeta skipsins 240.000 tonn. Með því að gefa okkur að þungi áhafnar, vistir og sjóbúnaður sé um 5% af þunga skipsins þá mætti hver gámur vega 9,3 tonn til að burðargeta skipsins yrði fullnýtt. Eigin þyngd gámanna, miðað við að skipið lesti einungis 20 feta gáma, væri þá 53,5 þús- und tonn. Eiginlegur farmur yrði þá 174,5 þúsund tonn. Færum þetta nær okkur en stærstu gáma- skipin í íslenskri eigu eru systurskipin Brú- arfoss og Dettifoss auk systurskips þeirra Tukuma Arctica en þau voru einnig smíðuð í Kína en um 1.500 km sunnar en Xinfu 107. Þessi þrjú skip eru með meðalþunga hvers gáms, á sömu forsendum og áður er getið, upp á 11,3 tonn en það þyrfti að lesta þau 11 sinnum til að ná heildarfjölda gáma Xinfu 107 en einungis 9 sinnum til að ná sama farmþunga. En á heildina litið þá myndu þau flytja tæplega 48 þúsund tonna meiri farm í þeim ellefu ferðum sem þau þyrftu til að ná sama gámafjölda og MSC TURKIYE. DANSKI KAUPSKIPASTÓLLINN EFLIST Mánudagurinn 1. maí 2023 var stór dagur í danskri kaupskipasögu en þá tilkynnti Maersk A/S að þeir væru að færa 16 gáma- skip undir danska fánann þennan dag. Um er að ræða svokallaða L gerð sem hafði siglt undir fána Singapúr og Hong Kong en hafa nú fengið dönsk kallmerki og Kaupmanna- höfn sem heimahöfn. Skipin 16 voru smíðuð hjá Daewoo Shipbuilding í Okpo og afhent á árunum 2011 til 2013. Þau er 299 metrar á lengd, 45 metrar á breidd og lesta 8.700 TEU. Koma skipanna undir danskan fána skapar fjölda starfa fyrir þar- lenda farmenn þótt einnig verði eitthvað af erlendum sjómönnum áfram á skipunum. FYRSTA RAFSOÐNA SKIPIÐ Það hefur gjarnan verið talað um að fyrstu skipin sem voru rafsoðin hafi verið stríðs- byggðu skipin af svokallaðri Victory og Liberty gerð. Vissulega voru þau skip raf- soðin sem flýtti verulega fyrir smíðatíma skipanna því sú aðferð var mun fljótlegri en að setja stálplötur saman með hnoðum. Þegar skip voru smíðuð með þeirri aðferð þá voru stálplöturnar látnar yfirlappa, eða leggjast yfir hvora aðra, og því fór mun meira stál í að smíða skipin og þau að því skapi þyngri. Það var reyndar skömmu eft- ir lok fyrri heimsstyrjaldar sem í fyrsta sinn var farið að nota rafsuðu við smíði skipa sem var hjá Cammell Laird í Birkenhead við Manchester skipaskurðinn í Bretlandi. Það skip fékk nafnið Fullagar þegar það var sjósett árið 1920. Tíu árum síðar var olíu- skipið Carolinian sjósett hjá Charleston Dry Dock & Machine í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum en það skip var einnig raf- Utan úr heimi Hilmar Snorrason skipstjóri Áhöfnin á Doug. 36 | Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.