Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2023, Síða 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2023, Síða 37
soðið. Þrátt fyrir að þessi tvö skip hafi verið rafsoðin þá mun flutningaskipið Exchequer, sem lokið var við hjá Ingalls Shipyard í Mississippi árið 1940, vera það skip sem var fyrst rafsoðið á þann hátt sem við þekkjum í dag. Þau tvö fyrri voru þannig soðin að stálplöturnar yfirlöppuðu líkt og gert var þegar plötur voru hnoðaðar en í tilfelli Exchequer þá voru í fyrsta sinn end- ar stálplatna rafsoðnir saman. Sú aðferð var síðan notuð þegar smíði Victory og Liberty skipanna hófst. Rafsuða í Liberty skipin mun hafa numið um 182.000 metrum. RAFMAGN TIL SKIPA FRAMTÍÐARINNAR Það er ljóst að fram undan eru miklar væntingar og að sjálfsögðu breytingar í skipaheiminum hvað varðar umhverfis- vænni rekstur skipa. Fjölmiðlar hafa verið fullir af fréttum af loftmengun frá skemmti- ferðaskipum og mikið fjallað um hvort það sé ásættanlegt að fá þessa farþega með skipum en væntanlega þá betra að fá þá hingað til lands með flugvélum. Sú meng- un að koma þeim fjölda farþega sem skipin koma með hingað yrði eflaust ekki minni ef ekki meiri þegar upp er staðið. Sænska útgerðin Fjordtank (SeaFjord Energy) hef- ur þjónustað skip í yfir 20 ár með brennslu- olíu en nú hafa þeir ákveðið að undirbúa sig undir að þjónusta skip framtíðarinnar. Tveir bræður eiga þessa útgerð og fyrir tveimur árum byrjuðu þeir að vinna með hugmyndir að framtíðarskipi útgerðarinn- ar. Þeir hafa látið hanna skip sem mun geta hlaðið rafhlöðubanka rafknúinna skipa en einnig gefið skipum rafmagn þar sem ekki er nægjanlega stór landtenging til staðar í höfnum. Verður skipið fljótandi rafhlöðu- pakki fyrir viðkomandi skip meðan það lægi í viðkomandi höfn. Mun fyrsta skipið, af þessari gerð, verða nefnt Fjord Zero og mun geta afgreitt allt að 50 MW orku. Á skipið og systurskip þess að geta afgreitt raforku til siglandi skipa eins og skemmti- ferðaskipa en einnig bendir útgerðin á að hægt verði að koma raforku til sjúkrahúsa í neyð. Þá eiga skipin að geta hlaðið raforku beint frá vindmyllum. Það verður spennandi að fylgjast með þessu verkefni. DÓMUR FALLINN Það fór heldur betur um norska sjóherinn þegar freygáta af Fridtjof Nansen gerð, Helge Ingstad, lenti í árekstri við olíuskip- ið Sola TS þann 8. nóvember 2018 með þeim afleiðingum að það fyrrnefnda sökk eftir að skipinu hafði verið siglt á land sök- um skemmda. Freygátan var að koma af NATO æfingu og var að sigla innanskerja norður af Bergen. Siglt var á 17,4 hnúta ferð og var skipið ekki sjáanlegt í AIS auð- kenningakerfinu. Þegar skipið var skammt frá Sture olíuhöfninni var kallað á skipið í talstöð og þeim sagt að breyta stefnu til stjórnborða til að forðast hið 250 metra og 112 þúsund tonna olíuskip Sola TS sem væri að koma út frá höfninni með aðstoð dráttarbáts. Í brúnni á Helge Ingstad töldu þau fimm, sem í brúnni voru, að þessi að- vörun ætti ekki við þeirra skip heldur þrjú skip sem sáust á siglingu þar skammt und- an. Þegar teymið í brúnni á Helge Ingstad áttaði sig á að aðvörunin ætti við þeirra skip voru innan við 400 metrar á milli skipanna og árekstri varð ekki forðað. Skipherrann, Preben Østheim, var í koju og vaknaði við áreksturinn. Í maí síðast- liðnum var vakthafandi yfirmaður Helge Ingstad fundinn sekur um vanrækslu í starfi en hann var sá eini sem var ákærður í málinu þrátt fyrir að hann hafði einungis verið átta mínútur á vakt áður en árekstur- inn varð. FER ÓTROÐNAR SLÓÐIR Elon Musk hefur verið umdeildur svo um munar enda hefur hann víða farið ótroðnar slóðir. Geimáætlun hans, SpaceX, komst á spjöld sögunnar á dálítið sérstakan hátt fyrir skömmu. Hefur áætlunin keypt tvö fjölnota björgunarskip sem ætluð eru til að endurheimta endurnýtanlegar hleðsluhlífar og eldflaugahluta frá geimskotum Dragons geimfarsins. Annað þessara skipa, Doug, er að fullu mannað konum sem telst nánast einsdæmi. Eins og áður hefur verið sagt frá hér á þessum síðum þá var það árið 2021 sem tankskipið Swarna Krishna sigldi, í til- efni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna, mannað kvenkyns yfirmönnum. Að vísu hafði dráttarbátaútgerðin Svitzer, árið 2019, ráðið einvörðungu konur til starfa á einum dráttarbáta sinna sem starfræktur var í Dóminíska lýðveldinu. Því er kven- kynsáhöfnin á Doug ein af þeim fyrstu í at- vinnurekstri á sjó en skipaiðnaðurinn og Alþjóðasiglingamálastofnunin hafa leitast við að auka kynjafjölbreytni á sjó. Sam- kvæmt rannsókn, frá 2021, eru konur að- Kafbáturinn sem fannst við kortlagningu skipsflaka í Norðursjó. Ljósmynd/Internetið. Sjómannablaðið Víkingur | 37

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.