Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2023, Síða 38
eins 1,2% prósent af vinnuafli sjómanna á heimsvísu með rúmlega
24.000 konur í þjónustu.
EITUREFNI Á HAFSBOTNI
Hafrannsóknarmenn frá Syddansk-háskólanum, sem voru við rann-
sóknir í Kyrrahafi, uppgötvuðu sér til mikillar skelfingar lög af PCB
efninu í sýnatöku á 8.000 metra dýpi í Atacama-skurðinum. Magn-
ið var að vísu ekki í því mæli að viðvörunarbjöllur færu að hringja
en PCB var bannað í flestum löndum fyrir 1980 vegna mengunar en
það var notað meðal annars í botnmálningu skipa. „Það er umhugs-
unarvert að við finnum ummerki um athafnir mannsins á botni
djúpsjávarskurðar á stað sem líklegast er mest fjarlægur og einangr-
aður frá samfélagi okkar,“ sagði prófessor Ronnie N. Glud leið-
angursstjóri. Mörg viðkvæm sjávardýr og örverur sem búa í djúp-
sjávarskurðum eru því mjög útsettar fyrir eitrinu.
RANNSÓKNIR SKIPSFLAKA
Íslenskir fiskimenn þekkja vel vandamálið við togveiðar þegar
veiðarfæri festast í skipsflökum. Það er fjarri því að vera íslenskt
vandamál en nú hefur sérhannað skip verið fengið til að skoða
þekkt flök á hafsbotni í norðurhluta Norðursjávar og kortleggja þau
betur en þegar er. Tilgangurinn er meðal annars að draga úr veiðar-
færatjóni en einnig að afla upplýsinga um stríðsminjar. Skipið sem
hefur verið í þessu verkefni hét eitt sinn Jaxlinn og stundaði meðal
annars strandsiglingar hér við land. Skipinu var breytt til rann-
sóknarverkefna og hefur áhöfn skipsins fundið hvorki meira né
minna en 65 ný flök sem ekki var vitað um. Þá kom í ljós að í 79
staðsetningum skipsflaka fannst hvorki tangur né tetur af þeim.
Vina, eins og skipið heitir, er rekið af fyrirtækinu JD Contractor AS
en með fjölgeislamælis- og fjarstýrðum neðansjávarmyndavélum
hafa flakastaðsetningar verið skoðaðar. Meðal nýrra flaka sem fund-
ust var talið með mikilli vissu að um væri að ræða breska kafbátinn
HMS E37. Um er að ræða 65 metra langan kafbát sem afhentur var
frá breskri skipasmíðastöð 17. mars 1916. Kafbáturinn þótti á sín-
um tíma vera háþróaður með tvær 800 ha. aðalvélar og tvær ljósa-
vélar upp á 420 hestöfl. Þann 1. desember 1916 týndist kafbátur-
inn. Fram til þessa hefur ekki verið vitað um afdrif þrjátíu og eins
skipverja kafbátsins. Ekki er vit-
að af hverju kafbáturinn fórst en
vísbendingar eru um að hann
hafi orðið fyrir djúpsprengju.
Rannsóknir voru einnig gerðar á
þýska kafbátnum SM U15 sem
smíðaður var árið 1911 en hann
var fyrsti kafbáturinn sem sökkt
var í átökum í fyrri heimsstyrj-
öldinni. Kafbáturinn var í sinni
fyrstu eftirlitsferð og varð á ní-
unda degi að fara upp á yfir-
borðið austur af Hjaltlandi
vegna vélarbilunar. Þrátt fyrir að
þoka væri sá breskt herskip til
kafbátsins. Kafbáturinn reyndi
köfun en herskipið náði að sigla
á kafbátinn og klippa hann í
tvennt með þeim afleiðingum
að tuttugu og þriggja manna
áhöfn lét lífið. Verk þetta hefur
verið unnið í tengslum við Sea
War Museum Jutland í Thy-
borøn í Danmörku en það er ekki aðeins dýrmætt fyrir fiskiskipa-
flotann heldur hefur það einnig mikið sögulegt og sjávarfornleifa-
fræðilegt gildi. Þegar allt efni sem safnað var í ferð skipsins hefur
verið rannsakað að fullu mun safnið koma með frekari upplýsingar
um áður óþekkt flök.
Fjord Zero eins og hönnuðurnir sjá skipið.
á w w w . t i g u l l . i s
Fylgstu með
Eyjaflotanum
á tigull.is
TÍGULL