Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2023, Qupperneq 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2023, Qupperneq 40
40 | Sjómannablaðið Víkingur Hinn 23 ágúst árið 1939 gengu Hitler og Stalín í eina sæng. Hinir ólíklegustu af öllum ólíklegum höfðu tekið höndum saman og vafamál hvor þeirra hafði meiri andstyggð á griðasamningi þjóðanna, fullyrti Winston Churchill, samningi sem gat aldrei haldið til lengdar, slíkt var ginnungagapið á milli ríkjanna. Fáeinum dögum síðar, eða hinn 1. sept- ember, hófst seinni heimsstyrjöldin með innrás Þjóðverja í Pólland. Árið áður höfðu Pólverjar gripið tækifærið þegar Hitler lét greipar sópa um Tékkóslóvakíu og kraflað til sín sneið af landi nágranna sinna. Nú máttu þeir sæta sömu örlögum. Eins og úlfahjörð tættu stórveldin Pól- land í sig. „THE PHONY WAR“ Bretar og Frakkar höfðu áður gefið Pól- verjum fyrirheit um aðstoð yrði á þá ráð- ist. Loforðið var innantómt og gat í besta falli þjónað sem skilaboð til Adolfs Hitlers um að láta af yfirgangi sínum á megin- landi Evrópu. Annars yrði hart látið mæta hörðu. Hitler lét hins vegar hin lítt duldu skilaboð sem vind um eyru þjóta, hann hafði ítrekað svínbeygt ráðamenn beggja vegna Ermarsund sem voru reiðubúnir að leggja nánast allt í sölurnar til að varð- veita frið í álfunni. Það kom Hitler því óneitanlega á óvart að Neville Cham- berlain skyldi sjá ástæðu til að lýsa yfir stríði á hendur Þýskalandi og það út af Póllandi. En það var einmitt það sem gerðist. Klukkan ellefu að morgni hins 3. septem- ber 1939 tilkynnti Chamberlain þjóð sinni að England væri komið í stríð við Þýskaland. Forsætisráðherranum var þungt niðri fyrir enda aðeins tveir ára- tugir frá lokum fyrra stríðs og hörmungar þess enn ljóslifandi í hugskoti lands- manna. Og þá ekki síður á meginlandi Evrópu. Engu að síður hafði Hitler valið að fara með eldibrandi yfir Pólland og Stalín lagt honum lið. En varla var Pólland fyrr orðið að rjúk- andi rúst en að fallbyssurnar þögnuðu og ró færðist yfir vígvöllinn. Ró sem stóð allan veturinn sem í hönd fór og fram á vor 1940. The Phony War, eða gervistríð- ið, kalla sagnfræðingar þessa blóðlausu mánuði, undanfara mestu hamfara sem yfir mannkyn hafa gengið. KAFBÁTAR GEGN KAUPSKIPUM En það var aldrei neitt „phony war“ á sjónum. Strax að kvöldi hins 3. septem- ber sökkti þýski kafbáturinn U-30 far- þegaskipinu Atheniu. Alls fórust 117, þar af 28 bandarískir ríkisborgarar. Þjóðverjar gerðu sitt besta til að klína ódæðinu á Winston Churchill, prívat og persónu- lega, og sögðu hann hafa fyrirskipað sprengingar um borð til að skemma sam- band Þýskalands og Bandaríkjanna. Næstu daga, vikur og mánuði fóru Þjóð- verjar hamförum á hafinu og í nóvember höfðu þeir sökkt 66 breskum kaupskip- um og margir sjómenn farist með þeim. Um hafdjúpin svifu ekki færri en 60 þýskir kafbátar í leit að bráð og fór fjölg- andi. Vopnaðir 22 tundurskeytum, loft- varnabyssum á dekki og einni vélbyssu áttu þeir í fullu tré við vopnlaus bresk kaupskip. Þetta breyttist lítið þótt kaupskipin væru snarlega vígbúin sem er raunar full djúpt í árinni tekið. Grafnar voru upp byssur frá fyrra stríði, soðnar fastar frammi á hvalbaki og óbreyttir sjómenn settir á gikkinn sem aldrei fyrr höfðu komið ná- lægt vélbyssum af neinu tagi. Sumir Jón Hjaltason Vopnlausir á hafinu Athenia var fyrsta breska skipið sem Þjóðverjar sökktu í seinna stríði. Aðeins voru liðnar átta klukkustundir frá því að stríðið braust út þar til hinn 26 ára Fritz-Juli- us Lemp fyrirskipaði árásina en Athenia, sem þá var rétt komin á Rockall-svæðið á leið til Montreal, hélst á floti í rúmar fjórtán klukkustundir eftir árásina.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.