Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2023, Side 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2023, Side 44
44 | Sjómannablaðið Víkingur míráll, yfirmaður Kyrrahafsflotans, í hyggju að leika golf með Short hers- höfðingja. Hermennirnir voru meira og minna í fríi og alls staðar ríkti ró og friður. Enda sunnudagur. Kimmel var þó á skrifstofu sinni þegar loft- árás Japana hófst og út um glugga fylgdist hann skelfingu lostinn með eyðileggingunni. Þó höfðu borist flugufréttir er bentu til töluverðrar athafnasemi japanska flotans en hinir bandarísku höfðu í grandaleysi sínu gert ráð fyrir að flot- inn væri á leiðinni til Suðaustur- Asíu. Sjálfur var Kimmel sannfærður um að Japanir myndu ekki ráðast á Honululu. Furðulegt andvaraleysi yfirmanna í sjóliðinu var undirstrikað þegar vaktmaður í ratsjárstöð nyrst á Ohau, einni af eyjum Hawaii, vakti athygli á dularfullum ljósblettum á rat- sjárskjánum. Gætu þetta verið japanskar sprengju- flugvélar velti hann fyrir sér og hóaði í vaktforingjann, Kermit Tyler lautin- ant, sem þótti hugmyndin fráleit og svaraði: „Æ, hafðu ekki neinar áhyggjur af þessu.“ Tyler átti von á flota B-17 sprengju- flugvéla og fannst fjarstæðukennt að blettirnir á skjánum gætu verið óvinavélar. Þegar þarna var komið sögu hefði allsherjarútkall þó ekki bjargað Pearl Harbour – það var þegar orðið um seinan – en vísast hefði tekist að bjarga hundruðum mannslífa. Hálftíma seinna voru japanskar sprengjuflugvélar teknar að varpa sprengjum á amerísk skip og á að- eins 90 mínútum missti bandaríska þjóðin um 2.400 syni í valinn. Á þessum um það bil hálftíma sem leið frá því að ratsjármaðurinn sá ljósdeplana dularfullu og þar til árás Japana hófst hefði verið hægt að manna loftvarnabyssur og senda orr- ustuvélar á loft. Bandaríkin guldu léttúð Tylers varðstjóra dýru verði. En höfuðábyrgðin hvíldi þó á herð- um stjórnmálamanna í Washington og æðstu yfirmanna í Honolulu sem virtu að vettugi hættuna sem steðjaði að Perluhöfn. Margsinnis hafði verið bent á að höfnin væri illa varin og því óráðlegt að gera hana að megin höfn bandaríska flotans á Kyrrahafi. Að minnsta kosti ef ekki ætti að bæta úr vörnum hafnarinnar sem ekki var gert. Á miðri Perluhöfn blaktir fáni Bandaríkjanna við hálfa stöng yfir flaki USS Arizona. Alls fórust 1.177 sjóliðar með skipinu. Nöfn þeirra eru greipt í granít og má lesa í minnishofi sem rís yfir flakinu og þúsundir gesta heimsækja árlega. Husband E. Kimmel uggði ekki að sér þegar Japanir réðust á Perluhöfn í desember 1941. Fyrir vikið var hann settur af sem yfirmaður Kyrrahafsflota Bandaríkjanna og sviptur tveimur stjörnum af fjórum sem þýddi að hann var ekki lengur talinn hæfur til að gegna æðstu stöðum innan sjóhersins. Heimild: Geoffrey Regan, The Guinness Book of Military Blunders (London 1991), þýtt og endursagt.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.