Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2023, Page 45
Bónda nokkrum var sagt frá
því að þegar Andrew Carnegie
kom til Bandaríkjanna hafi
hann ekki átt nema 25 sent en
þegar hann lést hafi hann látið
eftir sig 250.000.000 dollara.
Bóndi þagði stundarkorn,
stundi svo við og mælti: „Hann
hefur átt sparsama konu, mað-
urinn sá.“
*
Stór og skrautlegur hani elti
litla, rytjulega hænu. Hænan
gargaði ofboðslega og hljóp í
sífelldum krókum til að forða
sér undan hananum. Að lokum
hljóp hún út á götu og varð
fyrir vörubíl sem kom brun-
andi. Tvær rosknar piparjóm-
frúr, sem sátu við glugga, voru
sjónarvottar að þessum harm-
leik.
„Sástu!“, sagði önnur þeirra
með hátíðlegum alvörusvip um
leið og hún benti á dauðu
hænuna. „Hún vildi heldur
deyja.“
*
Frá þingmannsefninu, sem
ekki náði kosningu, birtist
svohljóðandi þakkarávarp:
„Bestu þakkir frá mér til allra
sem kusu mig og bestu þakkir
frá konunni minni til allra sem
kusu mig ekki.“
*
Sultarlegur umrenningur nam
staðar fyrir framan bóndabæ
og bað um mat. Húsfreyjan
færði honum út fullan disk af
mat og setti fyrir hann á hlað-
inu.
Þegar hann hafði nærri lokið af
diskinum kom lítil rauð hæna
hlaupandi eftir hlaðinu og á
eftir henni stór hani. Um leið
og haninn hljóp hjá fleygði
umrenningurinn brauðbita fyr-
ir hann. Haninn snarstoppaði
og byrjaði að höggva í sig
brauðið af mikilli græðgi. Um-
renningurinn hristi höfuðið og
sagði: „Ja, lagsmaður, langt
ertu leiddur! Ég vona að ég
eigi aldrei eftir að verða svona
svangur.“
*
Ung ekkja kom til legsteinasala
og bað um legstein á leiði
mannsins síns. Á steininn
skyldi höggvið: „Sorg mín er
þyngri en svo að ég geti borið
hana.“
Skömmu síðar kom ekkjan aft-
ur til legsteinasalans. Var hún
þá búin að losa sig við sorgar-
búninginn og með nýjan gift-
ingarhring. Erindið var að
biðja legsteinasalan um að
bæta aftan við fyrrgreinda setn-
ingu orðinu „ein“.
*
Bandarískur þingmaður hélt
ræðu á fundi hermálanefndar
þingsins. Þetta var í seinna
stríði og var hann þungorður í
garð kvenþjóðarinnar heima
fyrir og sagði að á meðan
mennirnir berðust upp á líf og
dauða á fjarlægum vígstöðvum
lifðu eiginkonur þeirra þús-
undum saman í synd og svív-
irðu. Það ætti að lækka fjár-
styrk þessara hórkvenna um
helming, var skoðun þing-
mannsins.
Þingkonan og repúblikaninn
Clare Boothe Luce reis þá á
fætur og kvaðst hjartanlega
sammála ræðumanni en lagði
jafnframt til að í hvert skipti
sem hermaður á fjarlægum víg-
stöðvum væri staðinn að því að
lifa í synd skyldi styrkur eigin-
konu hans hækkaður um
helming.
Málið var látið niður falla án
frekari umræðna.
*
Ung stúlka trúði rithöfundin-
um Somerset Maugham fyrir
því að hún væri ekki viss um
hvort hún elskaði tiltekinn
ungan mann og bað rithöfund-
inn ráða.
„Það er aðeins til eitt ótvírætt
sannindamerki um það,“ sagði
Maugham. „Getur þú hugsað
þér að nota tannburstann
hans?“
*
Á dögum Viktoríu drottningar
Sjómannablaðið Víkingur | 45
Ekki sama Jón eða séra Jón, karl eða kona. Á það benti þingkonan Clare Boothe Luce með eftirminnilegum hætti. Banda-
rískir hermenn í Reykjavíkurtjörn, væntanlega að fagna stríðslokum.