Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.05.2024, Page 1

Víkurfréttir - 23.05.2024, Page 1
24 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM 23.–26. maí Íbúum með skráð lögheimili í Sveitarfélaginu Vogum fjölgaði um 12,2% á árinu 2023 og voru þeir 1.500 talsins í árslok. Frá síðustu áramótum hefur íbúum með skráð lögheimili fjölgað um tæp 9% en að meðtöldum þeim íbúum sem hafa skráð aðsetur í Vogum en lög- heimili í Grindavík nemur fjölgunin um 22% frá síðustu áramótum. Í heild eru íbúar í Vogum nú um 1.830 talsins en samkvæmt mann- fjöldatölum Hagstofu Íslands voru íbúar í sveitarfélaginu 1.337 talsins í ársbyrjun síðasta árs. Íbúar Suðurnesja voru um síðustu mánaðamót 32.599 talsins og hafði fækkað um fjórtán einstaklinga frá 1. desember 2023. Það að íbúum Suðurnesja fjölgi ekki á tíma- bilinu má rekja til þess að Íbúum Grindavíkurbæjar fækkar um 266 á þessu tímabili eða um 7,2%. Í Reykjanesbæ hefur fjölgað um 161 einstakling frá því í desember og í Suðurnesjabæ um 34. Í tölum fyrir Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ er ekki gert ráð fyrir þeim Grind- víkingum sem mögulega eru sestir þar að en eru með lögheimili skráð ennþá í Grindavík. Í viðtali við Lóu Björg Gests- dóttur, skólastjóra Heiðarskóla í Keflavík, í Víkurfréttum í dag kemur fram að í skólahverfi Heið- arskóla er barnafólki að fjölga mikið. í Haust eru 460 nemendur skráðir í Heiðarskóla en voru 407 á sama tíma í fyrra. Lóa segir að m.a. séu mörg börn úr Grindavík sem hafa byrjað nám í Heiðar- skóla nú eftir áramót og fleiri séu skráð til skólavistar í haust. Þetta er fjölgun um þrjár bekkjardeildir á milli ára og Heiðarskóli, eins og margir aðrir skólar, glímir nú við húsnæðisskort. Íbúum Voga fjölgað um 22% og börnum fjölgar í Heiðarhverfi Vegna fram- kvæmda við akbraut Echo-1 á Keflavíkur- flugvelli má gera ráð fyrir a ð a u k n i n g verði í flugum- ferð yfir byggð í Reykjanesbæ í sumar. Fram- kvæmdir á akbrautinni, sem liggur meðfram flugbraut 01/19, hófust nú í maímánuði. Frá júní og fram í lok ágúst hefjast seinni áfangar þessara framkvæmda sem fela í sér gerð á nýrri stofnlagnaleið meðfram aukbrautinni, end- urnýjun á slitlagi, innleiðingu miðlínuljósa, endurnýjun skilta og breikkun á beygju í enda akbrautar. Á framkvæmdatímabilinu gæti því þurft að nota flug- braut 10/28 meira en ella sem mun þýða að flogið verður meira yfir byggð nærri Kefla- víkurflugvelli. Öllum mótvæg- isaðgerðum verður beitt til að koma í veg fyrir það, en ljóst er að einhverja daga gætu íbúar á svæðinu orðið fyrir ónæði vegna flugumferðar. Framkvæmdirnar sem um ræðir skipta miklu máli til að bæta megi flæði og öryggi flug- brautakerfisins á Keflavíkur- flugvelli. Íbúum er bent á hljóðmæl- ingakerfið á vef Isavia þar sem hægt er að koma athuga- semdum á framfæri um ónæði vegna flugumferðar. – vegna framkvæmda við akbraut á Keflavíkurflugvelli í sumar Flugumferð gæti farið yfir byggð í Reykjanesbæ Heiðarskóli og hluti Heiðarhverfisins í Keflavík. Barnafólki er að fjölga í hverfinu og 460 börn eru skráð til skólavistar í Heiðarskóla í haust. Þau voru 407 síðasta haust. VF/HBB Stærsti róður lífsins Arnar Magnússon bjargaði félaga sínum úr sjávarháska úti fyrir Garðskaga. – Sjá síðu 10 Fimmtudagur 23. maí 2024 // 21. tbl. // 45. árg.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.