Víkurfréttir - 23.05.2024, Síða 2
Beint flug hafið milli Calgary og Keflavíkur
Kanadíska flugfélagið WestJet
lenti á Keflavíkurflugvelli í
fyrsta skipti í síðustu viku en það
mun bjóða upp á beint flug milli
Calgary í Albertafylki og Kefla-
víkur fram í október.
Angela Avery, framkvæmdastjóri
hjá WestJet, sagði við það tækifæri
að áfangastaðurinn Ísland byði upp
á landslag sem væri hrífandi og
jarðfræðilega fjölbreytt. „Við erum
afskaplega ánægð með að geta bætt
Íslandi við sem nýjum beinum
áfangastað okkar í Evrópu.“ Hún
benti á að WestJet væri eina flug-
félagið sem tengdi Ísland við
Calgary.
Sveinbjörn Indriðason, forstjóri
Isavia, sagði einnig við þetta tæki-
færi að hann hlakkaði til sam-
starfsins við WestJet sem yrði
mikilvægur samstarfsaðili flugvall-
arins til framtíðar. „Sú ákvörðun
WestJet að hefja þetta áætlunar-
flug styður við þá framtíðarsýn
okkar að tengja heiminn í gegnum
Ísland.“
Fyrsta fluginu var fagnað í
morgun og klipptu forstjóri Isavia
og framkvæmdastjóri frá WestJet á
borða áður en flogið var frá Kefla-
víkurflugvelli.
WestJet flýgur á Boeing 737MAX
vél milli Calgary og Keflavíkurflug-
vallar fjórum sinnum í viku fram í
miðjan október næstkomandi.
Í tilkynningu frá WestJet kemur
fram að félagið hafi gert samning
við Icelandair þess efnis að far-
þegar kanadíska flugfélagsins geti
bókað sig áfram á einum flugmiða
frá Calgary í gegnum Keflavíkur-
flugvöll áfram til áfangastaða Icel-
andair í Evrópu. Það sama sé í boði
fyrir farþega sem fljúgi frá Keflavík
til Calgary sem geti farið áfram til
annarra áfangastaða WestJet víða
um heim.
Klippt var á borða eftir fyrstu lendingu
WestJet á Keflavíkurflugvelli.
Rekstur Voga á réttri leið
n Ársreikningur 2023 samþykktur í bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga
„Þrátt fyrir krefjandi aðstæður
gekk rekstur Sveitarfélagsins
Voga betur en áætlanir gerðu
ráð fyrir á síðasta ári. Sá góði
árangur sem náðst hefur í rekstri
sveitarfélagsins er ekki síst að
þakka skýrri markmiðasetningu
sem bæjarstjórn hefur unnið
samkvæmt síðustu ár og miðar
að því að auka sjálfbærni í rekstri
sveitarfélagsins og tryggja að
sveitarfélagið geti staðið undir
nauðsynlegri uppbyggingu og
mætt nýjum áskorunum sem
óhjákvæmilega fylgja þeim hraða
vexti sem hefur verið í uppbygg-
ingu íbúðarhúsnæðis í sveitar-
félaginu," segir Gunnar Axel
Axelsson, bæjarstjóri Sveitar-
félagsins Voga, við afgreiðslu
ársreikningsins á vef bæjarins.
Rekstrarniðurstaða betri en
áætlað var á árinu 2023
Samkvæmt ársreikningi fyrir árið
2023 námu heildartekjur sam-
stæðu A og B hluta 2.095 m.kr á
árinu og jukust um 24,2% frá fyrra
ári. Rekstrargjöld samstæðu námu
1.892 m.kr. á árinu og jukust um
17,7% á milli ára. Rekstrarniður-
staða fyrir afskriftir var jákvæð
um 202 m.kr. en áætlun gerði ráð
fyrir að rekstrarniðurstaða fyrir af-
skriftir yrði jákvæð um 122 m.kr.
Rekstrarniðurstaða að teknu tilliti
til afskrifta og fjármagnsliða var
neikvæð um tæplega 4 m.kr. sem
er um 55 m.kr. betri rekstrarniður-
staða en áætlað var. Skýrist betri
rekstrarniðurstaða samanborið við
áætlanir einkum af hærri tekjum
en áætlað var. Verðbólga var meiri
en áætlanir gerðu ráð fyrir og hefur
það neikvæð áhrif á annan rekstr-
arkostnað og fjármagnsliði og þar
með afkomu.
Veltufé frá rekstri 9% af tekjum
Veltufé frá rekstri nam 189 m.kr. á
árinu, eða sem nemur 9% af rekstr-
artekjum árins, sem er umtals-
verð aukning frá síðasta ári þegar
veltufé frá rekstri var um 70 m.kr.
Fjárfestingar á árinu að teknu tilliti
til innheimtra gatnagerðargjalda
námu 122 m.kr. Stærsta fjárfesting
ársins var í fráveitukerfi sem er
nú að mestu lokið. Framkvæmdir
vegna nýs heilsugæslusels frest-
uðust til ársins 2024 sem er helsta
skýring fráviks um 20 m.kr. frá
áætluðum fjárfestingum. Í árslok
var handbært fé 154 m.kr. borið
saman við 234 m.kr í ársbyrjun.
Skuldaviðmið lækkar
niður í 69,2%
Skuldaviðmið skv. reglugerð í
árslok 2023 var 69,2% borið
saman við 83% í árslok 2022.
Íbúum fjölgað um 22%
frá áramótum
Íbúum með skráð lögheimili
í Vogum fjölgaði um 12,2% á
árinu 2023 og voru þeir 1.500
talsins í árslok. Frá síðustu ára-
mótum hefur íbúum með skráð
lögheimili fjölgað um tæp 9%
en að meðtöldum þeim íbúum
sem hafa skráð aðsetur í Vogum
en lögheimili í Grindavík nemur
fjölgunin um 22% frá síðustu ára-
mótum. Í heild eru íbúar í Vogum
nú um 1.830 talsins en samkvæmt
mannfjöldatölum Hagstofu Íslands
voru íbúar í sveitarfélaginu 1.337
talsins í ársbyrjun síðasta árs.
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K
845 0900
FERÐIR Á DAG
ALLTAF PLÁSS
Í BÍLNUM
HREINSUM
RIMLAGARDÍNUR OG
MYRKVUNARGARDÍNUR
NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
Friðuð hús við Hafnargötu flutt á Klapparstíg og Kirkjuveg
Sótt hefur verið um byggingar-
leyfi vegna flutnings á friðuðu
húsi frá núverandi staðsetningu
á Hafnargötu 24 á nýja lóð á
Klapparstíg 11. Húsið er ein-
býli á einni hæð með kjallara
og rishæð. Gert er ráð fyrir að
byggja nýjan sökkul/kjallarahæð
sem húsið verður flutt á.
Þá hefur verið sótt um bygg-
ingarleyfi vegna flutnings á friðuðu
húsi frá núverandi staðsetningu á
Hafnargötu 22 á nýja lóð á Kirkju-
vegi 8. Húsið er einbýli á einni hæð
með kjallara og rishæð. Gert er ráð
fyrir að byggja nýjan sökkul/kjall-
arahæð sem húsið verður flutt á.
Byggingaráformin eru samþykkt
en erindin uppfylla gildandi skipu-
lagsskilmála.
Taka sæti í framkvæmdanefnd vegna
jarðhræringa í Grindavíkurbæ
Árni Þór Sigurðsson, Guðný Sverrisdóttir og Gunnar Einarsson
munu taka sæti í sérstakri framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa
í Grindavíkurbæ. Árni Þór verður formaður nefndarinnar. Lög um
framkvæmdanefndina voru samþykkt á Alþingi fyrr í vikunni en
hún tekur formlega til starfa 1. júní nk. Undirbúningur er þó hafinn
og mun nefndin m.a. hitta bæjarstjórn Grindavíkurbæjar í næstu
viku. Nefndin mun einnig eiga undirbúningsfundi með stofnunum á
vegum ríkisins sem hafa unnið að viðbragði vegna jarðhræringa við
Grindavík. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins.
„Framkvæmdanefnd vegna jarð-
hræringa í Grindavíkurbæ er
mikilvægt skref til þess að skerpa
á ábyrgð og hlutverki stjórnvalda
um málefni Grindavíkur. Þetta
skref er til góðs fyrir Grindvíkinga,
en ekki síður fyrir samfélagið allt,
sem stendur með Grindvíkingum
á þessum erfiðu tímum,“ segir
Svandís Svavarsdóttir, innviðaráð-
herra.
Um nefndarfólk
Árni Þór Sigurðsson sat á Alþingi
um árabil en var áður borgar-
fulltrúi í Reykjavík um þrettán
ára skeið og sat um tíma í stjórn
Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Árni Þór hefur starfað í utanríkis-
þjónustunni frá árinu 2015 og
verið sendiherra Íslands í Finn-
landi, Rússlandi og nú síðast í
Danmörku.
Guðný Sverrisdóttir var sveitar-
stjóri Grýtubakkahrepps í tæp 27
ár, allt til ársins 2014. Guðný hefur
gegnt fjölmörgum trúnaðarstöfum.
Hún var lengi formaður ráðgjafa-
nefndar Jöfnunarsjóðs sveitar-
félaga og gegndi þeim störfum
fram til ársins 2023.
Gunnar Einarsson var bæjar-
stjóri í Garðabæ um 17 ára skeið og
þar áður forstöðumaður fræðslu-
og menningarsviðs bæjarins.
Gunnar hefur gegnt ýmsum trún-
aðarstörfum og var m.a. í stjórn
Sambands íslenskra sveitarfélaga
um tólf ára skeið.
Hlutverk nefndarinnar
Framkvæmdanefndin mun fara
með stjórn, skipulag og fram-
kvæmd tiltekinna verkefna sem
henni eru falin með lögum, sam-
hæfingu aðgerða, tryggja skilvirka
samvinnu við Grindavíkurbæ,
önnur stjórnvöld og aðra hlutað-
eigandi aðila og hafa heildaryfirsýn
yfir málefni Grindavíkurbæjar.
Framkvæmdanefndin er fjölskipað
og sjálfstætt stjórnvald sem hefur
með höndum verkefni sem snúa að
úrlausnarefnum sem tengjast jarð-
hræringunum við Grindavík.
Helstu verkefni nefndarinnar
munu snúa að samfélagsþjónustu
með því að starfrækja þjónustu-
teymi á sviði velferðar- og skóla-
þjónustu og þá mun nefndin hafa
yfirumsjón með framkvæmdum
og viðgerðum á mikilvægum inn-
viðum í Grindavík.
Verkefnið hefur verið undirbúið
í góðu samstarfi við bæjarstjórn
Grindavíkur sem óskaði eftir sam-
starfi um tilhögun og stjórnarfyrir-
komulag verkefna við óvenjulegar
aðstæður vegna jarðhræringa í
Grindavík.
2 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum