Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.05.2024, Síða 4

Víkurfréttir - 23.05.2024, Síða 4
Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar samþykkti á fundi sínum 6. maí 2024, að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Keflavíkurflugvallar á vestursvæði í samræmi við 43. gr.skipu- lagslaga. Um er að ræða umtalsverða breytingu á gildandi skipulagi en meginbreytingin felst í að aðlaga núverandi deiliskipulagsáætlun í átt að nýrri þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar eins og eðlilegt þykir. Í því felast töluverðar breytingar en þær helstu eru fjölgun bílastæðahúsa úr einu í tvö, fækkun almennra bílastæða á yfirborði, breyting á legu Reykjanesbrautar og hringtengingu innan svæðis, stærð athafnasvæðis minnkar úr 22 ha. í 8 ha. og lóðir þar felldar niður. Lóðir fyrir nýtt flugvallarhótel og bílastæðahús eru nánar skilgreindar og lóðamörk færð til þar sem þarf í samræmi við nýtt og aðlagað gatnakerfi. Jafnframt eru byggingarreitir við flugstöðina stækkaðir, heimild er veitt fyrir byggingu tveggja spennistöðva á nýjum lóðum og staðsettur er reitur fyrir nýtt auglýsingaskilti. Ásamt því er heimild veitt til haugsetningar/ geymslu jarðefna og staðsetning sýnd vestast á skipulagssvæðinu þar sem skipulagssvæðið er jafnframt stækkað um nokkra ha. Tillagan er aðgengileg á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, sem og á vef Isavia frá 22. maí 2024 til og með 3. júlí 2024. www.skipulagsgatt.is  www.isavia.is/skipulag-i-kynningu   Þau sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvött til að kynna sér tillöguna og koma með sínar athugasemdir eigi síðar en 3. júlí 2024 í gegnum Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar. Vestursvæði, Keflavíkurflugvelli Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Undanfarna mánuði hafa Samkaup hf. og Skel fjárfestingarfélag hf. átt í könnunarviðræðum um fýsileika samruna Samkaupa og tiltekinna dótturfélaga SKEL. Aðilar hafa framkvæmt forskoðun á samrunafélögunum með aðstoð sérfræðiráðgjafar og í samræmi við ákvæði samkeppnislaga. Þetta kemur fram í tilkynningu. Skrifað hefur verið undir sam- komulag um helstu forsendur fyrir því að hefja formlegt samrunaferli, þar sem Samkaup verður yfirtöku- félagið. Nú hefjast því samninga- viðræður um samrunann með það að markmiði að komast að samkomulagi um efni endanlegs kaupsamnings með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins og hluthafafundar. Samruninn er í samræmi við framtíðarstefnu Samkaupa og felur í sér margvísleg tækifæri og breikkar tekjugrunn fé- lagsins. „Samkaup er yfirtökufélag í þessum samruna og ég er mjög ánægður með þessa niðurstöðu eftir vinnu síðustu missera. Ég er sannfærður um að sameinað félag eigi eftir að gera góða hluti til hags- bóta fyrir neytendur. Með samein- ingu verður til fjárhagslega öflugt verslunarfélag á neytendamarkaði með sterka markaðshlutdeild í dagvöru, lyfjum og orku. Sameinað félag er með djúpar rætur í þjón- ustu við viðskiptavini um allt land og verður enn sterkari keppinautur á markaði með mikil tækifæri til vaxtar. Aukin hagkvæmni hlýst af stærri rekstrareiningu en einnig eru mikil tækifæri víða um land með auknu þjónustuframboði,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, for- stjóri Samkaupa, í tilkynningunni. Upplýsingar um Samkaup, Orkuna og Heimkaup: n Samkaup reka rúmlega 60 verslanir víðsvegar um landið undir vörumerkjunum Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin og Iceland. Hjá félaginu starfa um 1.400 starfsmenn í rúmlega 660 stöðugildum. n Orkan starfrækir 72 orku- stöðvar, tíu þvottastöðvar undir merkjum Löðurs, sex hrað- hleðslustöðvar, tvær vetnis- stöðvar og eina metanstöð. Þá á félagið 32 fasteignir og lóðir víðs vegar um landið, auk ann- arra eigna. n Heimkaup reka sjö apótek undir merkjum Lyf javals, netverslunina Heimkaup og níu þægindaverslanir undir merkjum 10-11, Extra og Ork- unnar, auk annarra eigna. „Ég er sannfærður um að sameinað félag eigi eftir að gera góða hluti til hagsbóta fyrir neytendur. Með sameiningu verður til fjárhagslega öflugt verslunarfélag á neytenda- markaði með sterka markaðshlut- deild í dagvöru, lyfjum og orku,“ segir Gunnar Egill. Samkaup, Heimkaup og Orkan hefja samrunaviðræður Heiða Hrólfsdóttir ráðin leikskólastjóri við Heilsuleikskólann Suðurvelli í Vogum Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti samhljóða á fundi sínum á dögunum að ráða Heiðu Hrólfsdóttur leikskóla- stjóra við Heilsuleikskólann Suð- urvelli. Heiða tekur við starfinu af Maríu Hermannsdóttur sem lætur af starfinu 30. júní næst- komandi. Heiða lauk leikskólakenn- aramenntun frá Kennaraháskóla Ís l a n d s á r i ð 1997 og stundaði verk- og stjórn- endanám við Nýsköpunarmiðstöð Íslands á árunum 2015-2017. Heiða starfaði sem deildarstjóri við Heilsuleikskólann Suðurvelli á árunum 2017-2020 en á árunum 1999-2004 var Heiða aðstoðarleik- skólastjóri við Leikskála á Siglu- firði og hafði jafnframt umsjón með sérkennslu. Heiða hefur sinnt umsjónarkennslu við Stóru-Voga- skóla frá árinu 2020. Styrkja ljósleið- aratengingu við Svartsengi HS orka hefur óskað fram- kvæmdaleyfis til lagningar ljósleiðara í vegkanti frá Fitjum og að Stapafellsvegi við Hafnaveg til að styrkja tengingu við Svartsengi. Af- notaleyfi Vegagerðarinnar liggur fyrir. Við Stapa- fellsveg tengist ljósleiðarinn inn á annan leiðara sem þegar hafði verið lagður fyrir Reykjanes og að Grindavík. Skipulagsfulltrúi hefur gefið út framkvæmdaleyfi og óskar staðfestingar. Umhverfis- og skipulagsráð hefur samþykkt framkvæmdaleyfið. Opið fyrir tilnefningar á heið- ursborgara Reykjanesbæjar Reykjanesbær hefur ákveðið að útnefna heiðursborgara á hátíðar- fundi bæjarstjórnar sem fram fer á 30 ára afmælisdegi sveitar- félagsins þann 11. júní næstkomandi. Óskað er eftir tilnefningum frá starfsmönnum, bæjarbúum og öðrum áhugasömum aðilum á netfangið heidursborgari@reykja- nesbaer.is fyrir 1. júní 2024. Auk nafns, kennitölu og heimil- isfangs þeirra sem tilnefnd eru þarf að fylgja ítarlegur rökstuðningur ásamt upplýsingum um sendanda. Útnefning heiðursborgara Reykjanesbæjar tekur mið af störfum viðkomandi einstaklings í þágu Reykjanesbæjar eða afrekum í þágu lands og þjóðar. Er sérstak- lega litið til þess hvort störf við- komandi hafi haft veruleg jákvæð áhrif á samfélagið. Nýja íþróttahúsið við Stapaskóla tilbúið í lok júlí Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar heimsótti nýja íþróttahúsið við Stapaskóla á dögunum. Húsið á að vera tilbúið ásamt sundlaugarsvæði í lok júlí. „Um er að ræða glæsilega aðstöðu sem mun nýtast vel í kröftugu íþrótta- og lýðheilsulífi Reykjanesbæjar,“ segir í fundargerð ráðsins. 4 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.