Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.05.2024, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 23.05.2024, Blaðsíða 12
„Ég valdi alla áfanga sem tengjast list að einhverju leyti, var með fleiri einingar en þurfti en gat ekki útskrifast því það var engin braut til, því mætti kalla mig eilífðarstúdent,“ segir leikarinn og leikstjórinn bergur Þór ingólfsson. Hann ólst upp í grindavík, var mjög snemma farinn að setja upp leiksýningar heima hjá sér svo það var snemma nokkuð ljóst hvert hugurinn leitaði. Hann stendur á krossgötum í dag, hefur ákveðið að söðla um og flytja sig norður yfir heiðar og taka við stöðu leikhússtjóra leik- félags akureyrar. Bergur taldi þetta réttan tíma- punkt að venda kvæði sínu í kross. „Það hefur verið allur gangur á því hvort leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar búi á staðnum en það var enginn vafi í mínum huga að flytja norður, ég hef aldrei gert neitt með hálfkáki. Ég mun stýra og reka leikhúsið en er líka með aðstöðu í Hofi sem er menning- arhús Norðlendinga. Við vinnum undir Menningarfélagi Akureyrar með Sinfóníuhljómsveit Norður- lands og viðburðarsviði Hofs. Mitt starf mun felast í að ákveða hvaða sýningar eru settar á svið og raða í hlutverk, bæði leikara og leik- stjóra. Það er hefð fyrir því að leik- hússtjórinn leikstýri sýningum og ég mun pottþétt gera eitthvað af því og sömuleiðis sé ég fyrir mér að leika, ég held að ég muni ekki bera báða hattana í einu en þó veit maður aldrei. Ég er mjög spenntur fyrir þessu tækifæri, það var í raun Eva konan mín [Eva Guðjóns- dóttir] sem fékk hugmyndina að sækja um. Ég var einn af rúmlega tíu umsækjendum og er auðvitað í skýjunum með að fá stöðuna. Ég er á þeim aldri að það var annað hvort núna að venda kvæði okkar í kross eða halda áfram á þeirri braut sem ég var, sem ég var svo sem sáttur með en það verður gaman að reyna nýja hluti. Ég var búinn að vera í 24 ár í Borgarleikhúsinu og þetta er góður tímapunktur að breyta til. Ég hef störf í sumar og ráðn- ingin er ótímabundin, guð einn veit hversu lengi við munum vera fyrir norðan og kannski veit guð ekki einu sinni neitt um það. Eva vinnur sem búningahönnuður, þarf starfsins vegna að vera á staðnum og því er viðbúið að hún þurfi að flakka á milli landshluta en það er enginn heimsendir.“ Snemma beygist krókurinn Bergur var ekki gamall þegar hann vissi hvaða slóð hann myndi feta á atvinnubrautinni. „Ég á minningar af mér mjög ungum að setja upp leiksýningar heima í Mánasundinu. Það kenndi ýmissa grasa í þessum sýningum og ég held að það hafi ekki verið margar árshátíðir í skólanum þar sem ég var ekki með í leiksýning- unni. Á 17. júní skemmtunum náði ég venjulega að koma mér í eitt- hvað hlutverk svo það var snemma nokkuð ljóst hvert ég stefndi. Þegar ég var u.þ.b. tíu til tólf ára var ég í afmæli hjá Sólnýju Páls og Mar- grét systir hennar var í afmælinu. Hún var á þessum tíma að kenna í Leiklistarskólanum og sagði við mig að ég ætti að fara í skólann. Ég vissi ekki af þessum skóla og brosið sem færðist yfir andlitið á mér hefði víst getað lýst upp heilt herbergi, frá þessum tímapunkti var érg búinn að taka stefnu. Ég byrjaði sömuleiðis að syngja í hljómsveit sem hét Móðins, við vorum mjög duglegir að spila á böllum víðsvegar um landið, ég á margar góðar minningar af sveita- ballarúntum en við vorum líka byrjaðir að semja okkar eigin tón- list. Við vorum komnir með efni á plötu og tókum upp, settum það á kassettur og margir Grindvíkingar vilja fá efnið á streymisveitur og hver veit nema við munum ein- hvern tíma gera það. Inn á milli voru þetta góð lög held ég en ég hef samið urmul laga og eru þau til á ótal spólum sem pössuðu í diktafóninn minn. Ég held ég fái nýja lagahugmynd á hverjum degi - fæst útgáfuhæf - en eftir að ég þurfti að hætta í hljómsveitinni vegna framkomubannsins sem þá var við lýði, hef ég ekki þurft vett- vang til að þjóna tónlistargyðjunni. Það að vinna í leikhúsi, oft á tíðum í söngleikjum, hefur svalað tónlist- arþorstanum og því hef ég ekkert gert með þessi lög,“ segir Bergur. Leiklistarskólinn Bergur gekk í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, tók í raun sína eigin leikarabraut en hún var að sjálf- sögðu ekki í boði á þeim tíma. „Ég valdi alla áfanga sem gátu tengst leikaralistinni, tók alla ís- lensku og ensku, allt sem tengdist list og íþróttum og var með fleiri einingar en þurfti til að útskrifast sem stúdent en það var bara engin braut sem ég gat útskrifast af og því mætti kannski segja að ég sé eilífð- arstúdent. Ég sótti um í Leiklistar- skólann þegar ég var 22 ára gamall en ári áður hafði ég fengið nýtt hlutverk í hendurnar, varð þá pabbi þegar Nína Rún fæddist. Ég hafði verið að vinna hin ýmsu störf, m.a. hjá Íslenskum aðalverktökum en sótti svo um og komst inn í skólann ásamt fjórum öðrum. Ég held að útskriftarárgangurinn minn teljist sterkur, allavega höfum við öll getað starfað við leiklist síðan þá. Við útskrifuðumst árið 1995, ég, Halldóra Geirharðsdóttir, Kjartan Guðjónsson, Sveinn Þórir Geirsson og Pálína Jónsdóttir. Ég gat kannski ekki fengið betri byrjun á leiklistarferlinum, fyrsta hlutverkið var í Súperstar, ég lék Annas æðstaprest. Leikaravalið var einstaklega vel heppnað því þarna skein stjarna poppgoðanna Stefáns Hilmarssonar úr Sálinni hans Jóns míns, og Páls Óskars Hjálmtýssonar, mjög skært. Ég lék hin ýmsu hlutverk á næstu fimm árum í Þjóðleikhúsinu, færði mig síðan yfir í Borgarleikhúsið um aldamótin og er að ljúka leik þar, í bili að minnsta kosti.“ Leikstjórn og Kólíbalómí Bergur var ekki búinn að vera lengi starfandi sem leikari þegar honum bauðst að leikstýra í grunnskóla og þar með upphófst má segja nýr kafli hjá honum. „Ég hafði í raun engar áhyggjur af því að ég gæti þetta ekki, ég hafði starfað í leikhúsi og sá hvernig leikstjórnarnir voru að gera þetta. Þetta fyrsta verkefni gekk vel og mér buðust fleiri verkefni á næstu árum og orðsporið greinilega barst stjórnendum mínum í Borgar- leikhúsinu og mér fóru að berast tækifæri á að leikstýra þar. Ég hef jöfnum höndum leikið og leikstýrt allar götur síðan og ef þú spyrð mig hvort ég kunni betur við þá segi ég einfaldlega að bæði sé betra! Ég hef líka fengið tækifæri á að semja leikrit og söngleiki, ég samdi t.d. alla textana í Bláa hnettinum og hef sett upp sýningar á leikritum sem ég hef samið. Samt athyglis- vert kannski að fyrsti söngleik- urinn eftir mig var sýndur í Grunn- skóla Grindavíkur árið 1991, þá var ég nýbyrjaður í Leiklistarskól- anum. Pálmi bróðir minn var þá kennari og þessi hugmynd fæddist hjá einhverjum, að leiksýningin á árshátíð skólans yrði frumsaminn söngleikur. Pálmi vissi auðvitað að þetta blundaði í mér og ég samdi söngleikinn Kólíbalómí. Það var greinilega mikill metnaður settur í þetta, tónlistarmaðurinn Björn Jörundur Friðbjörnsson í Nýdönsk sem þá var nýlega kominn fram á sjónarsviðið var fenginn til að leik- stýra og stýra hljómsveitinni sem spilaði undir og held að óhætt sé að segja að vel hafi til tekist. Söng- leikurinn var sýndur í Festi og voru nokkrar aukasýningar svo Grind- víkingar gætu séð. Ég hef verið spurður að því hvort þessi söng- leikur myndi standast tímans tönn í dag og endurfluttur af einhverjum skólanum, ég er nú smeykur um að ég þyrfti eitthvað að endurhugsa söguþráðinn og handritið. Aðal- söguhetjan var geimvera sem nauð- lenti geimskipinu sínu á jörðinni því það vantaði eldsneyti. Eftir mikil ævintýri endaði hann á úti- hátíð og hitti þar strák sem var að borða sviðasultu - sem var einmitt eldsneytið á geimskutluna. Ekki dýrt kveðið þarna má segja og ég myndi nú vilja fínpússa söguna og handritið þar með. Lögin voru allt í lagi held ég þótt þetta hafi nú ekki verið flóknar lagasmíðar, text- arnir myndu þó væntanlega taka breytingum samhliða breyttum söguþræði.“ Grindavík Bergur hefur alltaf haldið teng- ingu við gamla heimabæinn sinn en þegar rýmingin átti sér stað bjuggu öll systkini hans og faðir í Grindavík fyrir utan Júlíus Pétur sem býr á Akranesi. Bæði betra að leika og leikstýra VIÐTALIÐ Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is 12 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.