Víkurfréttir - 23.05.2024, Blaðsíða 21
konunum en fyrsta sæti í mínum
aldursflokki.
Keppnin er ekki tæknilega
flókin, helmingurinn af henni er
hlaup, eða ganga, og þ.a.l. nær
hún til margra og er rosalega flott
áskorun. Hægt er að keppa í ein-
staklings-, para- og liðakeppni. Það
er mjög hvetjandi að hafa markmið
í að auka þrek sitt og þol. Ég vil
hvetja fólk til að einblína minna
á kíló og sentimetra þegar stefnt
er að bættri heilsu, spurðu sjálfan
þig frekar hvað getur þú gert í dag
og hvað langar þig til að geta gert
síðar varðandi þol, styrk og liðleika.
Þegar þú nærð árangri í þessum
þremur þáttum þá er mjög lík-
legt að kílógrömm og sentimetrar
verða ekki aðal fókusinn. Þegar
þú keppir í Hyrox getur þú séð
heildarárangur þinn og árangur í
hverri grein fyrir sig og borið hann
saman við alla sem keppt hafa
í Hyrox og þinn eigin tíma ef þú
hefur keppt áður. Þú keppir með
flögu sem gefur þér splitttíma á
hverri grein fyrir sig (splitttími
er tíminn frá því að keppandi fer
út úr hlaupabrautinni til að gera
æfingu og þar til hann fer aftur út
á hlaupabrautina). Þetta er mjög
hvetjandi og fær þig til að setja
markið hærra.“
Hvernig er það, nú hafið þið
Fimm fræknu verið ansi lengi í
svona kraftakeppnum, er það
ekki?
„Já, við erum flestar búnar að
vera að síðan í kringum 2000 en
þá byrja eiginlega þessar þrek-
keppnir á Íslandi. Við kepptum
í Þrekmeistaranum á Akureyri
tvisvar á ári og svo kom Þrekmóta-
röðin í framhaldi af því sem var
fjórum sinnum á ári, síðan hætti
Þrekmeistarinn en Þrekmótaröðin
hélt áfram. Svo misstu þeir eitthvað
dampinn með Þrekmótaröðina og
hún hætti 2017 minnir mig. Þá
stendur maður allt í einu uppi með
það að vera búin að þrífast á svona
keppnum í þetta langan tíma og
þurfa að leita annað.
Bretar eru kolgeggjaðir í alls-
konar svona keppnum og þeir hafa
t.d. tekið Hyrox upp á næsta „level“.
Það er kjaftfullt í allar keppnir hjá
þeim og selst jafnvel upp í mótin
samdægurs. Nú við vildum keppa
meira og ég hafði verið í sambandi
við fólk sem ég hafði kynnst árið
2007 þegar ég keppti í Dubai út á
þann árangur sem ég hafði náð í
mótum hér heima. Við fórum svo
að taka þátt í minni keppnum úti í
Bretlandi svona tvisvar á ári. Síðan
kom Covid og allt hrundi niður en
þá sá ég að einn af þessum Bretum
sem ég var búin að kynnast tók
þátt í einhverju sem heitir Hyrox.
Nú, ég sendi honum póst og spurði
hvort þetta væri ekki eitthvað fyrir
mig. „Jú, þú yrðir geðveikt góð í
þessu. Þetta er svo mikið hlaup og
svo æfingar inn á milli. Þú ættir að
kíkja á þetta.“
Það var 2021 sem ég sé þetta
fyrst en þá var Covid í gangi svo
þá gat maður ekki farið af stað.
Við fórum svo allar 2022 og þrjár
okkar unnu sér inn þátttökurétt á
heimsmeistaramótið 2023, Ásta
Katrín Helgadóttir og Árdís Gísla-
dóttir í parakeppni 50–59 ára og
ég í fer inn sem einstaklingur, það
voru meira að segja tveir aðrir
Íslendingar sem kepptu á heims-
meistaramótinu í fyrra. Núna erum
við aftur búnar að vinna okkur
réttinn til að keppa í HM Hyrox
2024 og förum til Nice núna í júní
þar sem ég er að fara í einstaklings-
keppnina og þær keppa í para-
keppni 60+. Síðan bættust tvö við
núna. Jóhanna Júlía Júlíusdóttir,
CrossFit-stelpa sem hefur verið
mjög framarlega hér á Íslandi og
á m.a. Íslandsmetið í armbeygjum
sem hún setti í Skólahreysti og
enginn hefur getað slegið, held að
það hafi verið 177 armbeygjur eða
einhver sturluð tala. Hlauparinn
Sigurjón Ernir Sturluson hefur
líka tryggt sér sæti svo við verðum
líklegast fimm héðan frá Íslandi á
heimsmeistaramótinu í ár.“
Þú ert að þjálfa uppi í Sporthúsi,
er þetta þá ekki næsta námskeið
sem verður sett á laggirnar?
„Það gæti alveg verið, þetta er
spurning hvort maður hafi tíma,“
segir Kristjana og hlær. „Nei, ef þau
fara af stað þá mun ég að sjálfsögðu
hjálpa til við að draga vagninn. Ég
er núna með námskeið í Sport-
húsinu sem heitir Heilsurækt fyrir
konur en það er mjög gefandi að
hvetja fólk áfram í að efla heilsu
sína. Fólk sér ekki alltaf sjálft styrk-
leika sína og því er ég ófeimin við
að benda fólki á þá því allir geta
eitthvað það er nokkuð ljóst. Það
skiptir miklu máli að fá hvatningu
og hún getur svo sannarlega komið
þér lengra. Það kostar ekkert að
hvetja aðra áfram en það gefur svo
ótrúlega mikið.“
Að æfa þessa íþrótt krefst ekki
mikils tækjabúnaðar en þegar
maður er farinn að keppa er
þetta þá ekki farið að kosta eitt-
hvað, að maður tali ekki um
þegar verið er að keppa erlendis?
„Auðvitað er kostnaður á bak
við ferðalög og keppnir en það má
flétta saman keppnir og skemmtun
í góða helgarferð. Þetta er val og ég
vel að fara í keppnisferðir ef ég hef
kost á því.
Við erum margar í mínum ald-
ursflokki sem erum ansi góðar en
maður þarf að halda sér á tánum
til þess að geta verið í fremstu röð.
Um leið og hlutirnir eru orðnir
stærri þá fara fleiri gamlir íþrótta-
menn að detta inn í þetta og því
mun Heimsmeistaramótið í ár vera
mun sterkara en í fyrra. Ég varð í
öðru sæti á Heimsmeistaramótinu
í fyrra og stefni ég að sjálfsögðu á
pall á ný. Það er erfiðara aðgengi
okkar hér frá Íslandi að sækja
keppnir miðað við t.d. vini mína
sem búa í Bretlandi eða Þýskalandi
en þeir geta auðveldlega stokkið
upp í bíl eða lest og keppt víðsvegar
án mikillar fyrirhafnar. Maður væri
alveg til í að vera í þeirra stöðu því
auðvitað kemur keppnisreynsla
manni líka lengra áfram.“
Þegar Kristjana er spurð hver
sé hennar bakgrunnur í íþróttum
segist hún hafa verið handbolta-
kona. „Ég var í marki. Kona sem
nennti ekki að hlaupa, fannst það
hundleiðinlegt,“ segir hún og hlær
að hugmyndinni. „Ég spilaði fyrst
með Reyni Sandgerði, síðan með
Keflavík en svo fór ég í Íþrótta-
kennaraskólann á Laugarvatni
og lék þá með Selfossi. Þegar ég
kom svo til baka var búið að leggja
meistaraflokkinn í Keflavík niður.
Þá fóru nokkrar í FH en áhuginn
var einhvern veginn farinn hjá
mér. Þá lá leiðin í ræktina og
byrjaði ég eiginlega strax að kenna
í líkamsræktarstöðinni Perlunni.
Ég kenndi í nokkur ár í Perlunni
en fór svo yfir í Lífsstíl og þegar
ég var komin þangað byrjaði þetta
þrekmótadæmi hjá mér.“
Spennufíkn
„Mér hefur alltaf þótt gaman að
keppa en mér þótti ekki alltaf jafn
gaman að æfa fyrir keppnir. Þegar
ég var í handboltanum bjó ég ekki
yfir þeim aga sem ég bý yfir í dag
en það breyttist þegar ég fór að
keppa í þrekmótum. Ég var ekkert
endilega að nenna að leggja neitt
aukalega á mig, ég var í úrtakshóp
fyrir landsliðið í handbolta en
komst ekki lengra en það því mig
vantaði klárlega að átta mig á því
að þú þarft að leggja á þig auka-
æfingu til að skara fram úr. Þegar
þrekmótin fóru að detta inn byrjaði
ég að hlaupa, lyfta og taka ábyrgð á
sjálfri mér og mínum árangri.
Ég byrjaði að keppa í liða-
keppnum og fór svo að bæta við
parakeppni með Vikari Sigurjóns-
syni ásamt því að keppa sem ein-
staklingur. Stundum keppti maður í
þremur keppnum sömu helgi. Þetta
eru mjög ólíkar keppnir og reyna á
þig á ólíkan hátt. Ég var líka dugleg
að taka þátt í hinum ýmsu hlaupum
en sá grunnur hefur hjálpað mikið í
Hyrox-keppnunum í dag.
Ég fæ mikla útrás í þessum
keppnum en það er svo gaman að
sigrast á einhverju og þá sérstak-
lega á sjálfum sér. Sumum finnst
leiðinlegt í ræktinni en mér finnst
aldrei leiðinlegt því þegar þú ert að
vinna að ákveðnu marki þá er það
svo mikill drifkraftur sem keyrir
mann áfram. Það er spennan, þetta
er hálfgerð spennufíkn.“
Kristjana segir að það sé tvennt
ólíkt að æfa einn eða í hóp en það
sé gott að vera sjálfstæður. „Að geta
farið sjálfur og tekið æfingu óháð
öðrum er nauðsynlegt en það er
náttúrulega ofboðslega gott að eiga
góða að og ég er svo heppin með að
eiga frábæra æfingafélaga. Ég segi
alltaf að þetta eru einstakar konur
og við erum ótrúlega staðfastar. Við
mætum oftast alla morgna nema
sunnudaga, þá leyfum við okkur
að gera eitthvað annað. Annars
mætum við sex daga vikunnar og
það er ekkert „ég nennti ekki“ eða
„ég ákvað að sofa aðeins lengur“.
Þú mætir bara, þetta er eins og að
bursta tennurnar. Félagsskapurinn
hefur auðvitað mikið að segja, það
er bara þannig,“ sagði kraftakonan
að lokum.
Tilnefning
heiðursborgara
Reykjanesbæjar
Reykjanesbær hefur ákveðið að útnefna heiðursborgara á hátíðarfundi
bæjarstjórnar sem fram fer á 30 ára afmælisdegi sveitarfélagsins, þann
11. júní næstkomandi.
Óskað er eftir tilnefningum frá starfsmönnum, bæjarbúum og öðrum
áhugasömum aðilum.
Tilnefningarnar þurfa að innihalda eftirfarandi upplýsingar:
• Nafn viðkomandi einstaklings ásamt ítarlegum upplýsingum.
• Ítarlegur rökstuðningur fyrir tilnefningunni.
• Upplýsingar um sendanda tilnefningarinnar.
Útnefning heiðursborgara Reykjanesbæjar skal taka mið af störfum
viðkomandi einstaklings í þágu Reykjanesbæjar eða afrekum í þágu lands
og þjóðar. Sérstaklega verður litið til þess hvort störf viðkomandi hafi haft
veruleg jákvæð áhrif á samfélagið.
Senda skal tilnefningar á heidursborgari@reykjanesbaer.is fyrir 1. júní
næstkomandi.
Sumum finnst
leiðinlegt í ræktinni
en mér finnst aldrei
leiðinlegt því þegar
þú ert að vinna að
ákveðnu marki þá
er það svo mikill
drifkraftur sem keyrir
mann áfram. Það er
spennan, þetta er
hálfgerð spennufíkn ...
VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum // 21