Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.05.2024, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 23.05.2024, Blaðsíða 24
Mundi Verður Vatnsnesið Manhattan Reykjanesbæjar? Vertu velkomin(n) til okkar! Elmar verslunarstjóri og Bryndís taka vel á móti þér og veita þér faglega ráðgjöf fyrir málningarverkefnið þitt. Reykjanesbær hefur lagt fram vinnslutillögu um breytingu aðalskipulags svæðis M9 Vatns- ness unnið af Kanon arkitektum og VSÓ Ráðgjöf, sem dagsett er maí 2024. Meginbreyting er að heildar- fjöldi íbúða verður 1250 á svæðinu og heildarbyggingarmagn verður 185.000 fermetrar. Einnig er ákvæðum breytt í almenna kafl- anum varðandi leyfisskylda starf- semi á miðsvæðum. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur jafnframt veitt heimild til að auglýsa vinnslu- tillöguna. Atvinnuhúsnæði fyrir 100 starfsmenn rís við Aðaltorg Sótt hefur verið um bygg- ingarleyfi fyrir verslunar- og skrifstofuhúsi að Aðalgötu 62 í Keflavík við svokallað Aðal- torg. Á fyrstu hæð er matvöru- verslun og sérverslanir en á annarri hæð er skrifstofustarf- semi og tannlæknastofur. Vöru- aðkoma er á norðurhluta lóðar og aðstaða fyrir sorpgáma er í yfirbyggðu porti við norður- hluta byggingar. Áætlaður fjöldi starfsmanna í matvöruverslun er tíu, í sérverslunum sex, á tann- læknastofu fimmtán og í skrif- stofurýmum sjötíu manns. Byggingaráformin eru sam- þykkt en erindið uppfyllir gild- andi skipulagsskilmála. Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að veita körfuknatt- leiksdeild UMFN styrk upp á fimm milljónir króna, sem er sambærilegur styrkur og veittur var körfuknattleiksdeild Kefla- víkur. Styrkurinn er veittur vegna rekstrarvanda félagsins. Við afgreiðslu málsins ítrekaði bæjarráð fyrri ákvörðun um að veita ekki styrk vegna forsendu- brests vegna íþróttahússins við Stapaskóla. Beiðni Körfuknattleiksdeildar UMFN um fjárstuðning var tekin fyrir á fundi íþrótta- og tóm- stundaráðs Reykjanesbæjar 14. maí. Hámundur Örn Helgason, framkvæmda- og íþróttastjóri UMFN, og Ágústa Guðmarsdóttir, fjármálastjóri UMFN, fylgdu úr hlaði erindi körfuknattleiksdeildar UMFN. Þau gerðu grein fyrir fjár- hagsstöðu körfuknattleiksdeildar sem er afar erfið og hefur aðal- stjórn UMFN þurft að lána deild- inni fé á undanförnum mánuðum. Íþrótta- og tómstundaráð tók undir áhyggjur félagsins en segist í afgreiðslu ekki geta orðið við er- indinu sökum þess að það er ekki á fjárhagsáætlun ráðsins. Því var því vísað til bæjarráðs. 1.250 íbúðir verða byggðar á Vatnsnesi Aðaltorg í Reykjanesbæ.vf is Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á n Veita ekki styrk vegna forsendubrests Styrkja körfuknattleik í Njarð- vík um fimm milljónir króna

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.