Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.06.2024, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 26.06.2024, Blaðsíða 1
16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM VIÐ SÝNUM ALLAR EIGNIR, FÁÐU TILBOÐ Í FERLIÐ. ÁSTA MARÍA ASTA@ALLT.IS 560-5507 UNNUR SVAVA UNNUR@ALLT.IS 560-5506 ELÍN EL IN@ALLT.IS 560-5521 HAUKUR HAUKUR@ALLT.IS 560-5525 SIGURJÓN S IGURJON@ALLT.IS 560-5524 HELGA HELGA@ALLT.IS 560-5523 DÍSA DISA@ALLT.IS 560-5510 ELÍNBORG ÓSK EL INBORG@ALLT.IS 560-5509 PÁLL PALL@ALLT.IS 560-5501 Rífa Hópið og tugi annarra eigna í Grindavík Bæjarstjórn Grindavíkur hefur heimilað sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að hefja undirbúningsvinnu við niðurrif á Hópinu, knattspyrnuhúsi Grindavíkur. Hópið er eitt af yfir sextíu húsum í Grindavík sem þarf meira og minna að rífa. Ástand húseigna Grindavíkurbæjar eftir náttúruhamfarir var tekið fyrir á síðasta fundi bæjarstjórnar. Forgangsraða á verkefnum og kostnaðarmeta og leggja fyrir bæjarstjórn. Að minnsta kosti 64 altjón hafa verið skráð hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands, að því er greint var frá á ruv.is á dögunum. Á meðal þessara eigna eru Hópið. Dvalar- og hjúkr- unarheimilið Víðihlíð er mikið skemmt að hluta. Þá var sagt frá því að nýleg viðbygging við Hópskóla, þar sem kennsla 1. til 4. bekkjar hefur farið fram, væri skemmd og þurfi jafnvel að rífa. Fjölmargar húseignir við Víkurbraut austanverða hafa orðið fyrir altjóni og eignir í Hópshverfinu. Einnig eignir í iðnaðarhverfi austan Grindavíkurhafnar. Flestar skemmdu eignirnar standa í jöðrum þeirra tveggja sigdala sem mynduðust eftir hamfarirnar í nóvember 2023 og eftir eldgosið í janúar 2024. Vonast er til að niðurrif eigna geti hafist síðar í sumar. Ekki er heimilt að byggja aftur á þeim lóðum þar sem eignir víkja. Miðbærinn fyllist af ferðamönnum Von er á skemmtiferðaskipi til Reykjanesbæjar á laugardag með um 700 farþega. Þriðjungur þess hóps, rúmlega 200 farþegar, er á leiðinni í skipulagðar hóp- ferðir með fólksflutningabílum frá Keflavíkurhöfn. Þá er gert ráð fyrir að allt að 400 farþegar af skipinu spásseri um í miðbæ Reykjanesbæjar og reyni að finna sér afþreyingu, kíki í versl- anir og á veitingastaði. Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri Reykjaneshafnar, segist í viðtali við Víkurfréttir í dag vonast til þess að fólk í þjón- ustu í sveitarfélaginu taki vel á móti þessum stóra hópi fólks sem verður í bænum í hálfan sólar- hring. Það geta verið fín uppgrip í stórum hópi farþega skemmti- ferðaskipa, sem oft verja tals- verðum fjárhæðum í hverri höfn. Sjá nánar um komu skemmtiferða- skipsins á síðu 2 í blaðinu í dag. Grindavíkurbær, í samvinnu við fjármála- og efnahags- ráðuneyti og Skattinn, mun halda kynningu fyrir rekstr- araðila í Grindavík þar sem stuðningsaðgerðir ríkisins til fyrirtækja í bænum eru kynntar. Kynningin verður haldin fimmtudaginn 27. júní kl. 13 og fer eingöngu fram á Teams. Farið verður yf ir stuðn- ingsúrræði sem eru í boði fyrir fyrirtæki í Grindavík vegna afleiðinga náttúruhamfara, þá sérstaklega þær breytingar sem gerðar hafa verið nú með nýsamþykktum lögum. Þeir sem vilja taka þátt sendi tölvupóst með þeirri beiðni á atvinnulif@grindavik.is. Kynna stuðningsað- gerðir fyrir grindvíska atvinnurekendur Hópið og Hópsskóli í Grindavík. Sprunga opnaðist í vetur í gegnum Hópið. Það hefur verið dæmt ónýtt. Þá eru skemmdir á nýrri viðbyggingu við Hópsskóla. Skemmtiferðaskip við Keflavík í ágúst 2021. Í gleðinni erum við tilbúin í allskonar SJÁ VIÐTAL Í MIÐOPNU Húsfyllir hjá Hallgrími Það var þétt setinn kirkjubekkurinn í Hvalsneskirkju síðasta sunnudag. Þar fór fram sumarmessa sem helguð var minningu sr Hallgríms Péturssonar, sem þjónaði á Hvalsnesi á árunum 1644–1651. Í haust verða liðin 350 ár frá andláti hans. Félag fyrrum þjón- andi presta annaðist sumarmessuna í Hvalsneskirkju en myndin var tekin að lokinni athöfn. Kirkjugestum var öllum boðið í kaffi og konfekt að lokinni messu í gamla Hvalsnesbænum. Þar verður opnað veitinga- og kaffihús í lok júlí. VF/PÁLL KETILSSON 27.–30. júní DREIFT Á SUÐURNESJUM OG Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU • ÓKEYPIS EINTAK Miðvikudagur 26. júní 2024 // 26. tbl. // 45. árg.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.