Víkurfréttir - 26.06.2024, Blaðsíða 13
„Þessi stóra gjá eða sprunga, sem
liggur í gegnum allan bæinn gekk
undir ýmsum nöfnum. Neðst var
hún kölluð Þvottagjá og bær þar
við hliðina hét Gjáhús og svo kom
Brúnkugjá. Húsin sem voru byggð
þetta neðarlega voru öll byggð á
hrauni sem hafði flætt yfir, æsku-
heimili mitt lá t.d. á hrauni sem
var kallað Strókabyrgjahraun því
það voru gervigígar í hrauninu. Alls
staðar þar sem vitað var af gjánni
var ekki byggt, t.d. fyrir neðan
gömlu kirkjuna en þar var áður-
nefnd Brúnkugjá. Eitt sinn átti að
fara byggja þar en ég benti Grinda-
víkurbæ á þessa gjá og því var hætt
við þau áform svo þegar Búkollu-
vörubílinn var að álagsprófa göt-
urnar í Grindavík í febrúar, kom
LJÓSMYND: KRISTINN SIGURÐUR JÓRMUNDSSON
LJÓSMYND: GOLLI
VF-MYND: HILMAR BRAGI BÁRÐARSON
Gunnar Tómasson.
VF-MYND: SIGURBJÖRN DAÐI
Búkolla í sprungu.
Austurvegurinn sprunginn eftir
jarðhræringar í nóvember 2023.
Vertu velkomin(n) til okkar!
Elmar verslunarstjóri og Bryndís taka vel á móti þér og veita þér
faglega ráðgjöf fyrir málningarverkefnið þitt.
mér alls ekki á óvart að jörðin
myndi gefa sig þar og leyfi mér að
fullyrða að ef fullhlaðin Búkolla
hefði keyrt yfir Brúnkugjá fyrir
10. nóvember, hefði nákvæmlega
sami hlutur gerst. Það var fyllt upp
í þessa gjá á sínum tíma með hnull-
ungsgrjóti og svo var vegur lagður
yfir svo þetta kom ekki á óvart, það
sem kom kannski frekar á óvart var
fréttaflutningurinn af þessu, það
var talað um að Búkollan hefði
verið hífð upp úr sprungunni. Það
rétta er að grafa tók allt grjótið
af Búkollunni og ýtti svo undir
pallinn og Búkollan keyrði svo sjálf
upp. Það er svona fréttaflutningur
sem hefur ekki hjálpað okkur, þetta
gerir fólk hrætt.
Ég er vongóður um framtíð
Grindavíkur, hef trú á að nýja
framkvæmdanefndin láti til sín
taka en hef áhyggjur af að nefndin
hefur ekkert fjármagn úr að spila,
það þarf að breyta því,“ sagði
Gunnar að lokum.
gunnar tÓMaSSOn Og SPrungurnar
í SuðurnESjaMagaSíni á FÖStudaginn
víkurFrÉttir á SuðurnESjuM // 13