Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.06.2024, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 26.06.2024, Blaðsíða 15
Önnur úrslit af knattspyrnuvellinum: Lengjudeild kvenna: Grindavík - FHL 0:6 2. deild karla: Þróttur - Kormákur/Hvöt 0:1 Reynir - KF 1:1 3. deild karla: ÍH - Víðir 3:3 4. deild karla: RB - Skallagrímur 1:10 Njarðvík samdi við átta unga framtíðarleikmenn Njarðvík samdi nýverið við átta unga og efnilega leikmenn í félaginu fyrir komandi verkefni í Subway-deild kvenna og 12. flokki kvenna tímabilið 2024–2025. Einar Árni Jóhannsson, nýráðinn þjálfari liðsins, sagði það mikilvægt fyrir félagið að hlúa vel að ungum leikmönnum og færa þeim áskor- anir við hæfi. Nú þegar á mála hjá félaginu eru tvíburarnir Anna og Lára Ásgeirsdætur sem og Krista Gló Magnúsdóttir. „Anna, Lára og Krista eru auðvitað þekktar stærðir hjá okkur og við ætlumst til mikils af þeim og þá bíðum við einnig öll spennt eftir því að gefa þessum ungu og efnilegum leikmönnum tækifæri á stóra sviðinu,“ sagði Einar Árni. Þeir leikmenn sem sömdu við félagið eru Erna Ósk Snorradóttir, Veiga Dís Halldórsdóttir, Yasmin Petra Younesdóttir, Hulda María Agnarsdóttir, Kristín Björk Guð- jónsdóttir, Ásta María Arnardóttir, Hólmfríður Eyja Jónsdóttir og Sara Björk Logadóttir. Allar gerðu þær þriggja ára samning við Njarðvík. Þónokkrar af þessum leikmönnum fengu að spreyta sig í Subway- deildinni á síðustu leiktíð. „Það eru spennandi tímar framundan hjá félaginu enda er Njarðvík á leið á nýjan og glæsi- legan heimavöll þar sem við munum geta tekið vel á móti Grænu ljónahjörðinni sem og gestum okkar. Nýtt húsnæði verður afhent núna á næstunni og ég veit að forráðamenn í sveitarfélaginu eru að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að húsnæðið verði til- búið til notkunar. Þær upplýsingar sem við fáum eru að hægt verði að hefja æfingar í ágústbyrjun. Það verður ekki amalegt fyrir þessa ungu og öflugu leikmenn sem við erum núna að semja við að taka slaginn með meistaraflokki og 12. flokki í Stapaskóla,“ sagði Halldór Karlsson, formaður körfuknatt- leiksdeildar Njarðvíkur. Mynd og frétt af vef UMFN/umfn.is Njarðvík mun keppa í nýju og glæsilegu íþróttahúsi í Stapaskóla á næstu leiktíð. Mynd/Davið Ingi Jóhannsson Fyrirliði Njarðvíkinga, Kenneth Hogg, skoraði fyrsta markið í 3:2 sigri Njarðvíkinga á Gróttu í síðustu viku. Þetta var 75. mark Hogg fyrir félagið og með því varð hann markahæsti leikmaðurinn í sögu knattspyrnudeildar Njarðvíkur en fyrra metið átti Sævar Eyjólfsson. Lengjudeild karla: Fyrri hálfleikur var markalaus í leik Njarðvíkur og Gróttu. Njarð- víkingar höfðu betri tök á leiknum og voru örlítið beittari í sínum að- gerðum. Hogg skoraði opnunar- markið snemma í seinni hálfleik (51’) og eftir það fór leikurinn í einhvern fluggír og mörkin komu á færibandi. Grótta jafnaði leikinn eftir langt innkast (54’) og í næstu sókn tók Oumar Diouck auka- spyrnu, sendi inn á teig Gróttu sem hreinsaði frá en Njarðvík vann boltann, sendi fram á Hogg sem fór upp að endamörkum og gaf fyrir markið þar sem Dominik Radic var réttur maður á réttum stað og af- greiddi boltann vel í markið (55’). Njarðvíkingar voru fljótir að vinna boltann á ný og senda boltann fram á Kenneth Hogg sem lék inn í teig og sendi nú á Oumar Diouck sem á einhvern ótrúlegan hátt hitti ekki á rammann fyrir opnu marki. Ótrúlegar upphafs- mínútur seinni hálfleiks. Bæði lið fengu ágætis færi en markverðir beggja liða sýndu fína takta á milli stanganna. Á 70. mínútu tóku heimamenn horn- spyrnu og Grótta virtist jafna leikinn með skallamarki. Dóm- arinn dæmdi hins vegar auka- spyrnu og Njarðvíkingar héldu í sóknina og eftir smá bras á vallar- helmingi Gróttu átti Hreggviður Hermannsson gott hlaup. Hann komst framhjá varnarmönnum og upp að endamörkum þar sem hann sendi fyrir markið á Radic sem skoraði annað mark sitt og tvöfaldaði forystu Njarðvíkur (72’). Njarðvíkingar léku manni færri síðustu mínúturnar og á loka- mínútu venjulegs leiktíma varð Arnar Helgi Magnússon fyrir því óláni að skora sjálfsmark (90’) en það kom ekki að sök og Njarðvík- ingar unnu góðan sigur. Njarðvíkingar gefa ekkert eftir í toppbaráttunni og sitja á toppi Lengjudeildarinnar eftir átta um- ferðir. Keflavík og Grindavík hefur hins vegar ekki vegnað jafn vel og eru um miðja deild með tíu stig hvort, Keflavík er í fimmta sæti og Grindavík því sjötta. Grind- víkingar virðast vera að rétta úr kútnum eftir að Haraldur Árni Hróðmarsson tók við liðinu en þeir hafa unnið báða leiki sína undir hans stjórn, fyrst Leikni á útivelli (2:3) og síðan Dalvík/Reyni núna um helgina (3:1). Grindavík lenti undir gegn Dalvík/Reyni í blálok fyrri hálf- leiks en það hafði verið jafnræði með liðunum fram að því. Markið var virkilega klaufalegt en það kom eftir aukaspyrnu sem var tekin út við hliðarlínu, skotið/sendingin fór í gegnum allan pakkann í teignum og hafnaði að lokum í marki Grind- víkinga (45’+2). Grindavík vann að lokum góðan sigur með mörkum frá Kwame Quee (51’), Hassan Jalloh (62’) og Helgi Hafsteinn Jóhannsson (89’). Keflavík gerði fjórða jafnteflið á tímabilinu þegar Þróttur Reykjavík mætti á HS Orkuvöllinn fyrir helgi. Ari Steinn Guðmundsson kom Keflavík í forystu með hnitmiðuðu skoti þar sem hann var einn og óvaldaður í teig gestanna (55’). Þróttur jafnaði hins vegar leikinn skömmu fyrir leikslok með frábæru marki beint úr aukaspyrnu (85’). Knattspyrnusamantekt Hogg sá markahæsti í sögu Njarðvíkur Kwame Quee og Hassan Jalloh skoruðu sitt markið hvor í sigrinum á Dalvík/Reyni. Myndir úr safni VF/JPK Keflavík í fallsæti eftir tap á heimavelli Besta deild kvenna: Keflavík tapaði fyrir Tinda- stóli í níundu umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Fyrir leikinn munaði einu stigi á liðunum sem voru í sjöunda og áttunda sæti en Tindastóll jók muninn í fjögur stig. Leikurinn var gríðarlega mikil- vægur fyrir bæði lið sem eru í harðri baráttu í neðstu sætunum og þurftu á stigunum að halda en það voru gestirnir sem skoruðu eina mark fyrri hálfleiks (28’). Saorla Lorraine Miller bar af í liði Keflvíkinga. Hafnamenn eru efstir í A-riðli 5. deildar karla. Kíkti á parketið og fór í sund Tom Lytle sem lék körfuknatt- leik með Keflavík keppnistíma- bilið 1990/1991 var í heimsókn á Íslandi fyrir stuttu. Tom ólst upp í Utah og lék í þrjú ár með Montana-háskóla (Grizzlies). Þaðan fór hann til Íslands og lék tuttugu leiki með ÍBK í Íslands- móti (18,4 stig og ellefu fráköst á leik). Eftir dvölina á Íslandi kláraði hann meistaragráðu í klassískum fræðum frá Texas-háskóla og þaðan fór hann í doktorsnám í Princeton. Þar kláraði hann aðra meistara- gráðu og var kominn langleiðina með doktorsgráðu þegar hann ákvað að gerast kennari. Í dag er Tom að kenna latínu í Sacred Heart, sem er „Prebskóli“ í Man- hattan, auk þess er hann þjálfa körfubolta þar. Tom er mikill áhugamaður um klassísk fræði og eftir hann hafa verið birtar nokkrar ritrýndar fræðigreinar. Hann hefur gaman af Íslendingasögunum og er ágætur í því að lesa gömul íslensk handrit. Síðasta daginn í ferðinni skoðaði hann sig um í Keflavík og heimótti m.a. íþróttahúsið við Sunnubraut. Hann var mjög ánægður með hversu húsinu var vel við haldið og hvað parketið var flott. Tom kynntist Stefáni Arnarsyni sem þjálfaði við góðan orðstýr hjá Keflavík í mörg ár. Stefán var á ferðinni með honum þegar blaða- maður Víkurfrétta hitti þá í sund- lauginni og þar var líka Sigurður Valgeirsson, einn af framámönnum körfuboltans í Keflavík til áratuga. Fyrirliðinn Kristrún Ýr Holm var nálægt því að minnka muninn í uppbótartíma. 5. deild karla (A-riðill): Hafnir - Þorlákur 7:1 Í 2. deild er Þróttur er í áttunda sæti en Reynismenn eru í fallsæti, því ellefta. Mynd úr leik Reynis og Þróttar/Helgi Þór Gunnarsson víkurFrÉttir á SuðurnESjuM // 15

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.