Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.06.2024, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 26.06.2024, Blaðsíða 12
„Við lékum okkur mikið í þessum sprungum, þær hafa alltaf verið hluti af sögu Grindavíkur,“ segir Gunnar Tómasson, framkvæmda- stjóri Þorbjarnar en hann man tímana tvenna í Grindavík og á margar æskuminningar frá sprungum og hellum í Grindavík. Eflaust halda margir landsmenn og aðrir að sprungurnar sem komu í ljós í ham- förunum 10. nóvember og svo aftur í janúar, hafi orðið til þá en því fer víðs fjarri. Gunnar á ófáar minningarnar frá leikjum í hellum og sprungum í Grindavík. „Það hefur alltaf verið fullt af sprungum í Grindavík og sú stærsta, Stamphólsgjáin, hefur alltaf verið til staðar og verið vitað af henni, þess vegna hefur ekkert verið byggt þar sem vitað var að hún lægi. Sums staðar var hraun komið yfir þessar sprungur en aðrar hafa alltaf verið til staðar, t.d. var Gaujahellir alltaf vinsæll leikstaður okkar barnanna. Ég hef heyrt af mönnum eldri en ég sem voru að leika sér þarna og veit að yngri kynslóðir hafa leikið sér þarna líka. Okkur þótti þetta mjög spennandi, að fara ofan í hella og kanna aðstæður, ég man t.d. eftir einum helli þar sem búið var að innrétta tvö herbergi, búið að setja hurðir og lása, þetta þótti okkur strákunum mjög merkilegt. Þetta virkaði á mig eins og tveggja hæða hús, við vorum niðri og horfðum upp þar sem herbergin voru og svo hentum við grjóti niður og heyrðum þegar það lenti í vatni svo það gefur auga leið að þetta voru risastórir hellar sem hafa alltaf verið til staðar. Ég man eitt skiptið sem við vorum að leika okkur niðri í helli, þá kom jarðskjálfti og það var ekki þægileg tilfinning að vera ofan í helli þá og við komum grenjandi upp úr honum, logandi hræddir en vorum sammála um að segja foreldrum okkar ekki frá hvað við hefðum verið að gera, þá hefði okkur verið bannað að fara þangað aftur.“ Æskuheimili Gunnars, Gnúpur, er nokkuð neðarlega á Víkurbraut- inni en það hús ásamt fleiri húsum í götunni fóru illa 10. nóvember. „Eflaust eru margir sem ekki hafa komið til Grindavíkur sem halda að þessar sprungur hafi myndast 10. nóvember en því fer víðsfjarri,“ segir Jón Emil Halldórsson en hann var í byggingarnefnd Grinda- víkur í kringum 1985 og þekkir vel til hvernig skipulagsmál hafa verið í bænum frá þeim tíma þar til jarðhræringarnar í Grindavík hófust. Stamphólsgjáin hefur verið til frá því að elstu menn muna og var passað upp á að byggja ekki á henni. Við hamfarirnar 10. nóvember gliðnaði þessi sprunga og aðrar mynduðust út frá henni en líklegt er að ný sprunga hafi myndast við jarðhræringarnar í janúar. Jón Emil var nýlega búinn að byggja sér draumahúsið sitt í Hóp- shverfinu en það hverfi fór hvað verst út úr hamförunum. „Þegar ég kom inn í byggingar- nefnd Grindavíkur var engin byggð þar sem við þekkjum Hópshverfið núna en mér finnst mikilvægt að skýrt komi fram að aldrei var byggt á þeim sprungum sem voru þekktar. Við höfum alltaf vitað af Stamphólsgjánni og þegar at- burðurinn varð 10. nóvember þá gliðnaði sú gjá og nýjar sprungur mynduðust út frá henni, t.d. sú sem fór undir Salthúsið. Svoleiðis lagað er ekki hægt að sjá fyrir. Sprungan sem myndaðist í janúar sem nær nánast frá höfninni norðaustur í gegnum bæinn og í gegnum Hópið, er hins vegar ný sprunga tel ég, alla vega hef ég aldrei heyrt af henni. Ég var búinn að byggja mér draumahúsið í Hópshverfinu og það er fullkomlega í lagi en þessi nýja sprunga sem myndaðist í janúar fór rétt fram hjá mínu húsi. Hún fór í gegnum hús í næsta botn- langa og mig grunar að þetta sé sama sprunga og myndaðist þegar gaus innan við varnargarðana í janúar. Ég tel að sprungumynd- unum sé lokið og ég myndi treysta mér til að sofa í húsinu mínu en hins vegar myndi mér ekki líða vel að vera með barnabörnin hjá mér. Þeim fannst gaman að fara í berjamó úti í hrauninu en ég sé á göngustíg rétt hjá húsinu mínu að þar er komin sprunga sem virkar ansi djúp svo ég yrði ekki rólegur vitandi af börnum að leika sér þarna. Ég og konan mín erum því flutt til Keflavíkur, erum með út- sýni til Þorbjarnar en munum flytja til baka um leið og svæðið er orðið öruggt, vonandi sem fyrst,“ sagði Jón Emil að lokum. Sprungur og hellar verið leikstaður Grindvíkinga frá örófi alda GRINDAVÍK Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is LJÓSMYND: GOLLI LJÓSMYND: GOLLI Sprungur alltaf verið til staðar í Grindavík Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is LJÓSMYND: SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG Björgunarsveitarmaður fer ofan í sprungu í Grindavík í janúar á þessu ári. Æskuheimilið Gnúpur neðarlega á Víkurbrautinni. Jón Emil Halldórsson. Gamlar sprungur í túni í Grindavík. 12 // víkurFrÉttir á SuðurnESjuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.