Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.06.2024, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 26.06.2024, Blaðsíða 11
Velkomin í vöfflukaffi VÍS Reykjanesbæ, Hafnargata 57 Í tilefni af sumri og nýju skrifstofunnar bjóðum við í vöuka á föstudaginn 28. júní kl. 13–15. Rjúkandi heitt ka og nýbakaðar vöur. Munum vön þrjú: VÍS, vöur og brosa Opnun VÍS á Suður­ nesjum fagnað Fjöldi manns fagnaði enduropnun þjónustuskrifstofu VÍS á Suður- nesjum en tryggingafélagið opnaði að nýju á sama stað og það var þegar skrifstofunni var lokað fyrir sjö árum síðan, að Hafnargötu 57. Guðný Helga Herbertsdóttir, for- stjóri VÍS ásamt starfsfólki nýju skrifstofunnar tók á móti fólki í opnunarteiti síðasta föstudag þar sem boðið var upp á veitingar í tilefni dagsins. „Við erum spennt að opna skrifstofu aftur á Suður- nesjum. Svæðið er í mikilli sókn og við viljum þjóna einstaklingum og fyrirtækjum eins vel og við getum,“ sagði Guðný Helga sem á ættir að rekja til Keflavíkur. Þjónustuskrifstofan verður opin alla morgna frá kl. 9:00 til kl. 16:00 nema á föstudögum þegar lokar kl. 15:00. Víkurfréttir litu við og smelltu nokkrum myndum á opnunardag skrifstofunnar. Magnús Geir Jónsson, fyrrverandi útibússtjóri VÍS í Keflavík og núverandi starfsmaður félagsins, með tveimur viðskiptavinum félagsins, þeim Birni Marteinssyni, vörubílstjóra, og múraranum Ævari Finnsyni. Guðný Helga Herbertsdóttir, forstjóri VÍS, fagnaði frændfólki sínu þeim Guðrúnu Guðjónsdóttur og Þorsteini Árnasyni. Starfsfólk skrifstofunnar í Keflavík, Anna Karakulina Elenudóttir, Ester N. Halldórsdóttir og Gísli Freyr Ólafsson. Útibússtjórinn, Davíð Gunnlaugsson var ekki á staðnum. Magnús Geir gat rifjað upp gamla tíma á skrifstofu VÍS með Gróu Hávarðardóttur fyrrum starfsmanni og Guðmundi Gunnarssyni, manni hennar. Hamfaramynd tekin upp í Sandvík Bátarnir eru hluti af leikmyndinni og voru geymdir á Ásbrú í Reykjanesbæ eftir að tökum í Sandvík lauk. Stórar senur í hamfaramyndinni Greenland: Migration voru teknar upp í Sandvík á Reykjanesi á dög- unum. Í þessari viku áttu einnig að fara fram tökur á sjó utan við Sand- gerði. Greenland: Migration er framhald heimsendamyndarinnar Greenland frá árinu 2020 og á að gerast fimm til sjö árum eftir þá mynd. Tökur myndarinnar fara fram í London og á Íslandi. Aðalleikari myndarinnar er hinn skorski Gerard Butler og var hann í hópi um 500 leikara í Sandvík á dögunum. Þar voru samkvæmt heimildum Víkurfrétta krefjandi myndatökur, bæði á sjó og í landi. Bátarnir sem sjást á myndunum hér til hliðar eru hluti af leikmyndinni og hafa látið á sjá eftir að halastjarna fór nærri jörðinni þar sem hún náði að valda víðtækri eyðileggingu og skelfingu, svo vitnað sé í umsögn um hamfaramyndina. Hún er væntanleg í kvikmyndahús á næsta ári. Morena Baccarin og Gerard Butler eru Garrity-fjölskyldan í hamfaramyndinni. víkurFrÉttir á SuðurnESjuM // 11

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.