Víkurfréttir - 26.06.2024, Blaðsíða 16
Toppurinn að
vera í teinóttu
Í fréttum síðustu misseri hefur
mikið verið rætt um Ísland og
tísku. Hver man ekki eftir því
þegar allir og amma þeirra voru
á leiðinni til Íslands að bera hið
undurfagra land okkar augum?
En svo er það nú eins og með
flíkurnar sem við kaupum okkur
sí og æ að þær fylgja hinni svo-
kölluðu hraðtísku, rétt eins og
Ísland virðist hafa gert á sínum
tíma og er nú því miður á hraðri
niðurleið.
En hvað veldur? Landið sem
slíkt hefur lítið sem ekkert breyst.
Við getum enn státað okkur af foss-
unum okkar fjölmörgu, glitrandi
norðurljósunum, eindæma eld-
gosum og listfengnu landslaginu.
Svo ekki er það nú ástæðan.
Ætli það sé veðráttan? Erlendu
ferðamennirnir hafa kannski
látið það berast að hér búi veður-
guðirnir allir sem einn og beiti
kröftum sínum hver í kapp við
annan. Á sama deginum er því allt
eins hægt að eiga von á sólskini og
blindbyl, austan stormi og logni.
Sjaldnast þó logni. Á ferð minni
um Reykjanesbrautina fyrir stuttu
mætti ég kampakátum ferðamanni
á fótknúnu hlaupahjóli. Hann lét
vindinn um eyrun þjóta og brunaði
upp í mót með bakpokann á öxl-
unum eins og enginn væri morg-
undagurinn. Flestir ferðabræður
hans stíga þar að auki beint inn í
komusalinn í splunkunýjum vind-
jökkum, brakandi fjallgönguskóm
og með alpahúfuna langleiðina
ofan í augun. Nei, ætli það sé
nokkuð veðrið ...
En gæti ástæðan kannski verið
sú að við höfum gleymt okkur í
græðginni? Rándýr rúnstykkin
og fokdýru samgöngurnar? Átti
aumingja maðurinn á hlaupa-
hjólinu kannski bara ekki fyrir
rútumiðanum? Seljum þeim lopa
og lakkríslengjur í stappfullum
lundabúðum og pylsur á þétt-
setnum bensínstöðvum, allt saman
á þreföldu kostnaðarverði! Svo
ekki sé talað um þegar við hrúgum
þeim eins og kindum í smölun á
alla vinsælustu ferðamannastaðina
og krossum fingur að aurarnir rati í
kassann. Það er nefnilega fátt betra
en að fá að njóta augnabliksins og
upplifa undur heimsins í kyrrð og
ró. Þegar við hjónin ferðuðumst til
Rómar röltum við niður að Trevi
gosbrunninum í dögun og skoð-
uðum Colosseum á miðnætti.
Þvílík fegurð. Þessi tvö augnablik
voru án efa hápunktar ferðarinnar.
Á sama tíma og við reynum að
lokka fólk til landsins hrekjum
við það burtu með verðlaginu
og græðginni. Ég held að það sé
nokkuð ljóst að Ísland er ekki að
detta úr tísku, við erum að detta úr
tísku. Það er ekki alltaf toppurinn
að vera í teinóttu.
Mundi
Ég gæti sagt rándýran
brandara um ferðaþjónustuna!
Júnítilboð
25% afsláttur af öllum
vörum út júní.
*gildir ekki af linsum
opticalstudio.is | Hafnargata 45 | 421-3811
REYKJANESBÆR
ÍRISAR VALSDÓTTUR
Stórkostleg danssýning
Team Danskompaní hélt sýna árlegu styrktarsýningu í menningar-
húsinu Andrews á Ásbrú í síðustu viku. Sýningin var liður í fjáröflun
fyrir heimsmeistaramótið í dansi sem verður haldið í Prag í ár.
Á sýningunni sýndu dansararnir þau atriði sem munu vera
framlag hópsins á heimsmeistaramótinu auk þess að fleiri flott
skemmtiatriði glöddu áhorfendur.
Team Danskompaní hefur verið sigursælt á heimsmeistaramótinu
hingað til og eitt er víst, keppendur ætla ekki að koma tómhentir
heim. Víkurfréttir munu færa fréttir af árangri liðsins jafnóðum og
þær berast.
Meðfylgjandi ljósmyndir tók Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari
Víkurfrétta, á sýningunni. Í rafrænni útgáfu blaðsins og á vef Víkur
frétta, vf.is, má einnig sjá myndskeið frá sýningunni.
Team Danskompaní á leiðinni á heimsmeistaramótið í dansi
Leikkonan Halla Karen
Guðjónsdóttir fór á
kostum sem kynnir
á sýningunni og hún
brá sér m.a. í hlutverk
Drottningarinnar sem
kunni allt nema.