Mímir - 01.05.1984, Page 13
mönnum hættir til að líta á allt sem Steinn segir
eins og talað út úr hjarta höfundarins, a.m.k. á
þeim tíma þegar hann skrifaði bókina. Hallberg
segir t.d.: „í Vefaranum beinist svo að segja öll
athyglin að Steini Elliða; allt er afstætt persónu
hans og á allt er litið frá hans sjónarmiðiV6 Þar
að auki snýst sagan um Ieit Steins að lífsviðhorfi
og þá liggur beint við að draga þá ályktun að sú
niðurstaða sem Steinn kemst að, sé boðskapur
sögunnar.
Hallberg hefur tengt saman ævi skáldsins og
verk hans. Sönderholm fjallar mest um hug-
myndir Steins Elliða. Þeir eiga það sameiginlegt
að hafa einblínt á persónu Steins Elliða og lífs-
viðhorf hans við túlkun sögunnar. Þegar þeir
ræða t.d. um viðhorf til kvenna í sögunni eru
þeir fyrst og fremst að tala um viðhorf Steins
Elliða.
I þessari ritgerð er ætlunin að fjalla um Vef-
arann mikla frá Kasmír á nokkuð annan hátt. í
fyrsta lagi að athuga frásagnaraðferð til að
kanna samband sögumanns og aðalpersónunn-
ar, Steins Elliða. í öllum sögum er einhver sem
segir frá og má kalla hann söguhöfund eða
sögumann (í merkingunni ,,narrator“). Hann
fer oft huldu höfði og villir á sér heimildir, en
hefur mjög mótandi áhrif á lesandann. Það er
misjafnlega auðvelt að finna nálægð sögumanns
í hverju verki, en í Vefaranum er hann ekki
vandfundinn, ef lesandi hefur augun hjá sér.
Mikilvægt er að ákveða ekki fyrirfram að sögu-
maður sé Steinn Elliði eða á hans bandi. Annað
gæti nefnilega komið í ljós. Náskylt þessu atriði
er að skoða persónulýsingu. Annars vegar verð-
ur í ritgerðinni fjallað um persónulýsingu
Steins Elliða og hins vegar um persónulýsingu
Diljár, þeirrar aukapersónu sem mest rúm tek-
ur í sögunni. Þar að auki er Diljá helsta kven-
persóna sögunnar og í ljósi þess kvenhaturs og
hinnar klofnu afstöðu til kvenna, sem áður hef-
ur verið minnst á, er fróðlegt að athuga sérstak-
lega hvernig henni er lýst og hafa um leið per-
sónulýsingu Steins til hliðsjónar.
Hugmyndir og lífsviðhorf Steins Elliða er
6 Peter Hallberg: Ve/arinn mikli, II, 1954, bls. 103.
ekki nýstárlegt viðfangsefni, þar sem umfjöllun
um Vefarann hefur hingað til einkum beinst að
þessu. Hins vegar hefur lítið sem ekkert verið
minnst á lífsviðhorf Diljár, sem er þó ekki síður
athyglisvert, einkum vegna þess að það er algjör
andstæða við lífsviðhorf Steins Elliða og veldur
hugmyndalegum átökum í sögunni.
Hallberg er ljóst að viðhorf Steins og tog-
streitan milli þeirra, kemur berlega í Ijós í
tengslum við afstöðu hans til kvenna. Sönder-
holm segir einnig: „Steinns livssyn kan hele
tiden sammenholdes med hans forhold til det
andet kön.“7 í þessari ritgerð verður reynt að
einþlína ekki þara á viðhorf Steins Elliða til
kvenna, heldur athuga þau viðhorf til kvenna
sem koma fram í sögunni og sýna fram á,
hvemig þau endurspegla andstæð lífsviðhorf.
Að lokum verður reynt að bera niðurstöðumar
að einhverju leyti saman við seinni verk Hall-
dórs Laxness.
I. Frásagnaraðferð og persónulýsingar.
a) Steinn Elliði
Lesendur Vefarans mikla frá Kasmír kynnast
Steini Elliða fyrst af afspurn. Það er Diljá, vin-
kona hans, sem lýsir honum af heitri hrifningu
fyrir fóstru sinni, Valgerði, ömmu Steins:
Tók hann kannski ekki heimspekispróf með
ágætiseinkunn í vor? Á, var svo? Og hvað sagði
þýski prófessorinn, sem Steinn ferðaðist með
fyrir norðan í fyrra? Vóru það ekki hans óbreytt
orð, að hann hefði ekki komist í kynni við jafn-
eldlegar gáfur í öllu Þýskalandi? Eine feurige
Begabung, sagði hann við Örnólf, amma mín.
Og hvað segja vinir hans, sem margir eru bæði
frægir og mentaðir? Þeir dást að honum og trúa
á hann ... því hann er svo mikið skáld, svo full-
ur af andagift, svo hugkvæmdaríkur og snjall-
ur.. .(bls. 10-11)
Áður en hann kemur sjáifur til sögunnar er ljóst
að mikill ljómi leikur um nafn hans, hann er
annálaður fyrir gáfur og hefur á sér það orð að
7. Erik Sönderholm: Halldór Laxness, en monoerafi, 1981,
bls. 128.
13