Fjarðarfréttir - 04.07.2024, Side 11

Fjarðarfréttir - 04.07.2024, Side 11
www.fjardarfrettir.is 11FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2024 Ert þú með áhugaverða hugmynd að starfsemi í Hellisgerði? Hellisgerði er 100 ára gamall lystigarður í miðbæ Hafnarfjarðar með mikil tækifæri fyrir einstaklinga, fyrirtæki eða hópa sem vilja búa til rekstur og skapa upplifun og ævintýri á einstökum stað. Hafnarfjarðarbær leitar eftir samtali við alla áhugasama um mögulegan rekstur Oddrúnarbæjar og tækifærin í garðinum allt árið um kring. Deildu draumum þínum með okkur Hugmynd skal fylgja greinargerð sem útlistar hugmynd að starfsemi, sérstöðu út frá vöru og/eða þjónustu ásamt upplýsingum um bakgrunn, færni og reynslu þess sem áhugasamur er um tækifærið. Tekið er á móti hugmyndum til og með 12. ágúst í gegnum netfangið: menning@hafnarfjordur.is. Hægt er óska eftir ítarlegri upplýsingum og bóka skoðun á fasteign hjá þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar í gegnum netfangið: hafnarfjordur@hafnarfjordur.is eða síma: 585-5500. Hús og garður tækifæranna í Hellisgerði hfj.is/HugmyndHellisgerdi Nánar: Kaldáin er nú algjörlega vatnslaus og ekkert kemur úr upptökum hennar í Kaldárbotnum. Þetta gerist reglulega þegar grunnvatnsstaða lækkar en Hafnarfjarðarbær og Reykjavíkurborg dæla köldu vatni úr sama vatnsgeym­ inum. Þegar saman fer mikil notkun og náttúrulega lækkun á grunnvatnsstöðu flæðir ekkert vatn upp úr jörðu í Kaldárbotnum skammt frá Kaldárseli. Jafnframt hefur lækkað í Hval­ eyrarvatni og þó ekkert hafi verið staðfest um ástæðu þess þá hafa menn tekið eftir að lækkun í Hvaleyrarvatni fer saman með minnkun á rennsli í Kaldánni. Ýmsir mælar vakta grunn­ vatnsstöðuna en þegar þetta er skrifað hefur blaðið ekki vitneskju um það hvort þetta hafi áhrif á vatnsrennsli neðanjarðar til sjávar sunnan Hafnar­ fjarðar. Farvegur Kaldár alveg vatnslaus Grynnkar í Hvaleyrarvatni og líklega tengjast þessi tvö vatnasvæði Frábær leikur fyrir alla fjölskylduna 27 ratleiksstaðir vítt og breitt um bæjarlandi. Stendur til 24. september Ratleikur Hafnarfjarðar ratleikur.fjardarfrettir.is Frítt ratleikskort Kortin fást á sundstöðum, Bókasafninu, Fjarðarkaupum, ráðhúsinu, N1 og víðar — Þeim fer fækkandi! Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Myndin er tekin inn fyrir vatns- verndar girðinguna og eins og sjá má rennur ekkert vatn í farvegi Kaldár

x

Fjarðarfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.