Fjarðarfréttir - 04.07.2024, Side 12
12 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2024
Bæjastjórn samþykkti á fundi sínum
19. júní sl. kaup á 1.668 m² húsnæði á
2. hæð í Firði fyrir rúmlega 1,1 milljarð
króna.
Húsnæðið er bæði í nýbyggingunni
og í núverandi Firði en miklar breyt
ingar verða gerðar á niðurröðun versl
ana í Firði. Hafnarfjarðarbær kaupir um
1.118 m² í eldri byggingunni og um 550
m² í nýbyggingunni.
Kaupverðið er 1.115.374.630 kr. eða
um 668.570 kr. á m². Greiðir kaupandi.
100 milljónir kr. við samþykkt tilboðs,
338,5 milljón kr. við undirritun kaup
samnings, 338,5 milljón kr. 6 mánuðum
síðar og 338,5 milljón kr. við undirritun
afsals.
Eignin afhendist eigi síðar en 15.
febrúar 2026 en kaupsamningur verður
gerður eigi síðar en 1. febrúar 2025.
Endanlegt kaupverð tekur breytingum
til hækkunar miðað við breytingar á
vísitölu byggingarkostnaðar.
Við leitum að leiguhúsnæði
í Hafnarfirði fyrir starfsemi
Leikfélags Hafnarfjarðar
Húsnæðið getur verið af ýmsum toga en þarf að geta
rúmað litlar leiksýningar með u.þ.b. 40 áhorfendum.
Að auki þarf a.m.k. eitt minna rými, geymslu og
salerni. 3ja fasa rafmagn.
Tekið er á móti hugmyndum, tilboðum
og framboði í netfangið:
leikfelag@gmail.com
Leikfélag Hafnarfjarðar er áhugaleikfélag,
opið öllum sem hafa áhuga á að iðka leiklist.
Félagið býður upp á námskeið og leiksýningar,
höfundasmiðju og félagsstarf af ýmsum toga.
Sveindís Anna Jóhannsdóttir hefur
verið ráðin sem framkvæmdastjóri
Starfsendurhæfingar Hafnarfjarðar. Tók
hún við af Önnu Guðnýju Eiríksdóttur
sem sinnti starfinu frá stofnun.
Sveindís var framkvæmdastjóri hjá
Félagsráðgjafafélagi Íslands en er einnig
vel kunnug endurhæfingarþjónustu. Hún
hefur m.a. starfað áður hjá Starfsendur
hæfingu Hafnarfjarðar, Samvinnu starfs
endurhæfingu á Suðurnesjum og Reykja
lundi en þar starfaði hún sem for
stöðufélagsráðgjafi. Sveindís er félags
ráðgjafi með MA próf og sérfræðileyfi í
félagsráðgjöf á heilbrigðissviði ásamt því
að vera menntaður handleiðari og sátta
maður.
STARFSEMI SEM HEFUR
VAXIÐ OG DAFNAÐ
Upphaflega var starfsendurhæfingin
hugsuð sem nær þjónusta fyrir íbúa
Hafn ar fjarðar, eins og nafnið gefur til
kynna. Fljótlega þróaðist starfsemin þó
þannig að þjónustan stendur öllum
íbúum höfuð borgar svæðisins til boða.
Frá upphafi hefur starfsemin verið
fjármögnuð af þjón ustugjöldum, fyrstu
þrjú árin frá rík inu, en síðan í vaxandi
mæli frá Virk starfs endurhæfingarsjóði,
sem er helsti og mikilvægasti sam starfs
aðili Starfsendur hæfingar Hafnarfjarðar.
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og
Vinnumála stofn un hafa einnig vísað
fólki í þjónustu stöðvar innar og eru
mikilvægir samstarfs aðilar.
Starfsendurhæfing Hafnarfjarðar hefur
vaxið og dafnað og starfa nú alls sjö
starfs menn þar. Markmið starfsins er sem
fyrr að aðstoða fólk, sem hefur dottið út
af vinnumarkaði, að ná fótfestu á vinnu
markaði á ný. Þátttaka í endurhæfingu er
heilmikil vinna í samstarfi við fjölda
fag fólks, fjölskyldu, vini og aðkomu
ýmissa þjónustukerfa.
Anna Guðný Eiríksdóttir og Sveindís Anna Jóhannsdóttir, nýr
framskvæmdastjóri Starfsendurhæfingar Hafnafjarðar.
Sveindís Anna er nýr fram kvæmda
stjóri Starfsendurhæfingar
Brúnleita svæðið sýnir hið keypta svæði fyrir Bókasafn Hafnarfjarðar.
Hafnarfjarðarbær kaupir rúma 1.600 m²
í Firði undir Bókasafn Hafnarfjarðar
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n