Bergmál - 01.08.1955, Side 9

Bergmál - 01.08.1955, Side 9
B ER G M Á L 1 9 5 5 ------------------------ hugmyndar um gildi peninga. Hún hafði ánægju af fallegum og dýrum hlutum og nú var hún gift manni, sem var höfðing- lyndur og hafði ánægju af að spilla henni með eftirlæti. Og satt að segja held ég að -Peter frændi hafi bókstaflega í fyrstu hvatt hana til þess að eyða pen- ingum. Sennilega hefir karlsauðurinn fundið það óljóst undir niðri, að hún væri ekki hamingjusöm og vonað eins og margir menn hafa vonað, bæði fyrr og síðar að allt myndi breytast til batnaðar, að- eins ef að hann ynni ennþá meir en nokkru sinni áður til þess að geta látið hana hafa enn meiri peninga til að eyða, en án þess að athuga það, að með því van- rækti hann hana ennþá meira en nokkru sinni fyrr. En hvað sem því viðvíkur, þá eyddi Soffía áreiðanlega á tímabili margfalt meiru, heldur en Peter frændi hafði efni á. Rayburn Keep var stór 16. aldar búgarður og á þessum tíma var það enn venja, að þjónustufólkið, vinnufólkið, vikapiltarnir og annað starfs- fólk á búgarðinum settust að máltíðum sínum ásamt húsráð- endum í hinum gríðarstóra borðsal og faðir minn sagði mér að hann myndi til þess, að oft hefðu um þrjátíu og fimm manns setið þar undir borðum. Peter frændi var fyrsta flokks skytta og reiðmáður og var fjöldi veiðimanna oft í boði þarna á þessum skemmtanalífstíma, sem segja má að hafi verið hon- um til ánægju engu síður en Soffíu. En hvað sem því líður, þá kostuðu þessar veizlur ekki minna fyrir það. Eins og ég hefi áður sagt þér, þá var Peter frændi talinn góður búhöldur og græddi hann áreið- anlega drjúgan skilding á naut- griparækt sinni. En það hefði áreiðanlega þurft margfaldar tekjur á við það sem hann hafði til að standa undir kostnaðinum við þessar veizlur, sem Soffía stofnaði til. Brátt fór honum að skiljast, að þetta gæti ekki gengið svo til lengdar. í fyrstu maldaði hann í móinn góðlátlega, en Soffía tók ekkert tillit til þess. Þá fór hann að verða fyrir alvöru skelfdur. Soffía frænka gældi við hann en stríddi honum jafnframt fyrir ótta hans og hélt enn stærri veizlur en áður. En loks þegar það var næstum orðið of seint þá varð hann loks reiður og setti hnefann í borðið. En þá var hún ekkert nema blíðan og 7

x

Bergmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.