Bergmál - 01.08.1955, Blaðsíða 9

Bergmál - 01.08.1955, Blaðsíða 9
B ER G M Á L 1 9 5 5 ------------------------ hugmyndar um gildi peninga. Hún hafði ánægju af fallegum og dýrum hlutum og nú var hún gift manni, sem var höfðing- lyndur og hafði ánægju af að spilla henni með eftirlæti. Og satt að segja held ég að -Peter frændi hafi bókstaflega í fyrstu hvatt hana til þess að eyða pen- ingum. Sennilega hefir karlsauðurinn fundið það óljóst undir niðri, að hún væri ekki hamingjusöm og vonað eins og margir menn hafa vonað, bæði fyrr og síðar að allt myndi breytast til batnaðar, að- eins ef að hann ynni ennþá meir en nokkru sinni áður til þess að geta látið hana hafa enn meiri peninga til að eyða, en án þess að athuga það, að með því van- rækti hann hana ennþá meira en nokkru sinni fyrr. En hvað sem því viðvíkur, þá eyddi Soffía áreiðanlega á tímabili margfalt meiru, heldur en Peter frændi hafði efni á. Rayburn Keep var stór 16. aldar búgarður og á þessum tíma var það enn venja, að þjónustufólkið, vinnufólkið, vikapiltarnir og annað starfs- fólk á búgarðinum settust að máltíðum sínum ásamt húsráð- endum í hinum gríðarstóra borðsal og faðir minn sagði mér að hann myndi til þess, að oft hefðu um þrjátíu og fimm manns setið þar undir borðum. Peter frændi var fyrsta flokks skytta og reiðmáður og var fjöldi veiðimanna oft í boði þarna á þessum skemmtanalífstíma, sem segja má að hafi verið hon- um til ánægju engu síður en Soffíu. En hvað sem því líður, þá kostuðu þessar veizlur ekki minna fyrir það. Eins og ég hefi áður sagt þér, þá var Peter frændi talinn góður búhöldur og græddi hann áreið- anlega drjúgan skilding á naut- griparækt sinni. En það hefði áreiðanlega þurft margfaldar tekjur á við það sem hann hafði til að standa undir kostnaðinum við þessar veizlur, sem Soffía stofnaði til. Brátt fór honum að skiljast, að þetta gæti ekki gengið svo til lengdar. í fyrstu maldaði hann í móinn góðlátlega, en Soffía tók ekkert tillit til þess. Þá fór hann að verða fyrir alvöru skelfdur. Soffía frænka gældi við hann en stríddi honum jafnframt fyrir ótta hans og hélt enn stærri veizlur en áður. En loks þegar það var næstum orðið of seint þá varð hann loks reiður og setti hnefann í borðið. En þá var hún ekkert nema blíðan og 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.