Bergmál - 01.08.1955, Side 23

Bergmál - 01.08.1955, Side 23
Bergmál 1 9 5 5 ------------------------ lega. „Ég myndi blygðast mín fyrir að standa í þínum sporum. En, því miður verður ekkert við þessu gert. Taktu þessa helvítis ávísun og éttu hana.“ Granger og Ransom horfðu báðir jafn undrandi á Bunn, er hann reif ávísunina í smátætlur og fleygði þeim í andlit svikar- ans. Því næst stikaði hann út úr skrifstofunni og Slim fast á hæla honum. Þegar þeir komu út á götuna, sagði Slim all-gramur. „Þú varst mér þarfur, Bunn, eða hitt þó heldur.“ Gamli maðurinn klappaði hughreystandi á herðar hans. „Það er von að þú sért reiður, Slim,“ sagði hann. „í dag, eða kannske á morgun, leggur Ben aftur inn á reikning sinn í bank- anum. Hann má til að gera það, vegna víðtækra viðskipta sinna. Og þá ferð þú og framvísar þinni ávísun, sem þú færð greidda orðalaust.“ Hann dró samanbrotna ávísun upp úr vestisvasa sínum. „Ég þorði ekki að trúa þér fyrir leyndarmálinu. Var ekki viss um hve góður leikari þú værir. En ef að Ben hefði litið svolítið nánar á ávísunina, sem ég reif í tætlur, þá má vera að hann hefði getað séð, að það var aðeins sæmileg eftirlíking,“ sagði hann. „Ég sat yfir því langt fram á kvöld í gærkvöldi að afrita hana. Farðu nú og kauptu búgarðinn og segðu Mary Lou.“ ★ Frú ein hugðist halda veizlu og meðal annars sendi hún boðskort ung- um lækni, sem nýskeð hafði sezt að í þorpinu. Hún fékk skriflegt svar frá lækninum, en skriftin var þannig að hvorki frúin né maður hennar gátu lesið eitt einasta orð. „Ég má til að fá að vita hvort lækn- irinn ætlar að koma til okkar eða ekki,“ sagði frúin við mann sinn. „Farðu þá út í apótekið og biddu lyfsalann að lesa þetta fyrir okkur. Hann getur lesið skrift læknanna," svaraði maðurinn. Þegar frúin kom í apótekið tók lyf- salinn við miðanum og leit á hann, síðan hvarf hann inn í bakherbergi og kom að vörmu spori aftur með dá- lítið glas, sem innihélt rauðleitan vökva. „Gjörið þér svo vel, frú. Þetta verða 25 krónur.“ ★ Það er mesti misskilningur að konur vilji láta meðhöndla sig sem engla. Þær vilja einmitt láta með- höndla sig eins og manneskjur. (Corbett-Smith). ★ 21

x

Bergmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.