Bergmál - 01.08.1955, Blaðsíða 23

Bergmál - 01.08.1955, Blaðsíða 23
Bergmál 1 9 5 5 ------------------------ lega. „Ég myndi blygðast mín fyrir að standa í þínum sporum. En, því miður verður ekkert við þessu gert. Taktu þessa helvítis ávísun og éttu hana.“ Granger og Ransom horfðu báðir jafn undrandi á Bunn, er hann reif ávísunina í smátætlur og fleygði þeim í andlit svikar- ans. Því næst stikaði hann út úr skrifstofunni og Slim fast á hæla honum. Þegar þeir komu út á götuna, sagði Slim all-gramur. „Þú varst mér þarfur, Bunn, eða hitt þó heldur.“ Gamli maðurinn klappaði hughreystandi á herðar hans. „Það er von að þú sért reiður, Slim,“ sagði hann. „í dag, eða kannske á morgun, leggur Ben aftur inn á reikning sinn í bank- anum. Hann má til að gera það, vegna víðtækra viðskipta sinna. Og þá ferð þú og framvísar þinni ávísun, sem þú færð greidda orðalaust.“ Hann dró samanbrotna ávísun upp úr vestisvasa sínum. „Ég þorði ekki að trúa þér fyrir leyndarmálinu. Var ekki viss um hve góður leikari þú værir. En ef að Ben hefði litið svolítið nánar á ávísunina, sem ég reif í tætlur, þá má vera að hann hefði getað séð, að það var aðeins sæmileg eftirlíking,“ sagði hann. „Ég sat yfir því langt fram á kvöld í gærkvöldi að afrita hana. Farðu nú og kauptu búgarðinn og segðu Mary Lou.“ ★ Frú ein hugðist halda veizlu og meðal annars sendi hún boðskort ung- um lækni, sem nýskeð hafði sezt að í þorpinu. Hún fékk skriflegt svar frá lækninum, en skriftin var þannig að hvorki frúin né maður hennar gátu lesið eitt einasta orð. „Ég má til að fá að vita hvort lækn- irinn ætlar að koma til okkar eða ekki,“ sagði frúin við mann sinn. „Farðu þá út í apótekið og biddu lyfsalann að lesa þetta fyrir okkur. Hann getur lesið skrift læknanna," svaraði maðurinn. Þegar frúin kom í apótekið tók lyf- salinn við miðanum og leit á hann, síðan hvarf hann inn í bakherbergi og kom að vörmu spori aftur með dá- lítið glas, sem innihélt rauðleitan vökva. „Gjörið þér svo vel, frú. Þetta verða 25 krónur.“ ★ Það er mesti misskilningur að konur vilji láta meðhöndla sig sem engla. Þær vilja einmitt láta með- höndla sig eins og manneskjur. (Corbett-Smith). ★ 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.