Bergmál - 01.08.1955, Síða 46

Bergmál - 01.08.1955, Síða 46
B E R G M Á L------------------- Max tók í hönd hans og stóð upp. Hann var nú miklu styrkari en fyrr og fann að hann var að hressast. „Komið þessa leið,“ sagði maðurinn og tók um hand- legginn á Max. „Ég verð að ná í töskuna mína fyrst,“ sagði Max í flýti. „Auðvitað.“ Maðurinn beið á meðan Max fór og setti fatnað- inn niður í töskuna, en kom því næst aftur með ferðatöskuna í annarri hendi og skjalatöskuna í hinni. „Er taskan þung, á ég að halda á henni fyrir yður?“ „Þakka yður fyrir, það er óþarfi.“ Max var nú alúðlegri en áður og lagði niður fyrir sér í hugan- um hversu komið væri. Maður- inn hafði horft á allar aðfarir hans, séð hann setja fatnaðinn niður í töskuna og það fyrsta sem honum hugsaðist var það, að til þess að geta haft yfirhönd- ina yfir þessum ókunna manni, þá varð hann að vita eitthvað meira um hann, það var eina ráðið til þess að eiga ekki neitt á hættu. Hann hafði enga löngun til þess að fara heim með mannin- um, ef þar skyldu vera fleiri menn fyrir, en er hann hafði spurt manninn nokkurra spurn- --------------------Ágúst inga, hafði hann komizt að öllu, sem hann þurfti að vita. Heppn- in var með honum, maðurinn sem kynnti sjálfan sig sem herra Charnot, bjó aleinn í litlu húsi niður við sjóinn, aðeins nokkur hundruð metra í burtu. Max ákvað að fresta öllum að- gerðum, þar til þeir kæmu heim í húsið. Þetta var fremur lítið hús, sem stóð alveg fram við strönd- ina og sneru gluggar setustof- unnar út að hafinu. Charnot vísaði Max til baðherbergis o'g fór síðan fram til þess að búa til kaffi. Á meðan Max þvoði sér og snyrti sig til, hugsaði hann ráð sitt. Nú á þessari stundu höfðu græna skjalatask- an og taskan með fatnaðinum ekkert sérstakt gildi fyrir Charnot, en jafnskjótt og sagt yrði frá ráninu í blöðunum og í útvarpinu þá myndi Charnot muna eftir töskunum og hann • mundi geta gefið lögreglunni nákvæma lýsingu á Max. Sú lýs- ing myndi jafnframt ná til gráa Citroen bílsins og þá myndi lög- reglan jafnframt vita, að þeir þyrftu að leita að karlmanni en ekki konu. Max mátti ekki við því að svo langt gengi. Charnot var hlekkur sem gat leitt lög- regluna til hans og þann hlekk 44

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.