Bergmál - 01.08.1955, Blaðsíða 46

Bergmál - 01.08.1955, Blaðsíða 46
B E R G M Á L------------------- Max tók í hönd hans og stóð upp. Hann var nú miklu styrkari en fyrr og fann að hann var að hressast. „Komið þessa leið,“ sagði maðurinn og tók um hand- legginn á Max. „Ég verð að ná í töskuna mína fyrst,“ sagði Max í flýti. „Auðvitað.“ Maðurinn beið á meðan Max fór og setti fatnað- inn niður í töskuna, en kom því næst aftur með ferðatöskuna í annarri hendi og skjalatöskuna í hinni. „Er taskan þung, á ég að halda á henni fyrir yður?“ „Þakka yður fyrir, það er óþarfi.“ Max var nú alúðlegri en áður og lagði niður fyrir sér í hugan- um hversu komið væri. Maður- inn hafði horft á allar aðfarir hans, séð hann setja fatnaðinn niður í töskuna og það fyrsta sem honum hugsaðist var það, að til þess að geta haft yfirhönd- ina yfir þessum ókunna manni, þá varð hann að vita eitthvað meira um hann, það var eina ráðið til þess að eiga ekki neitt á hættu. Hann hafði enga löngun til þess að fara heim með mannin- um, ef þar skyldu vera fleiri menn fyrir, en er hann hafði spurt manninn nokkurra spurn- --------------------Ágúst inga, hafði hann komizt að öllu, sem hann þurfti að vita. Heppn- in var með honum, maðurinn sem kynnti sjálfan sig sem herra Charnot, bjó aleinn í litlu húsi niður við sjóinn, aðeins nokkur hundruð metra í burtu. Max ákvað að fresta öllum að- gerðum, þar til þeir kæmu heim í húsið. Þetta var fremur lítið hús, sem stóð alveg fram við strönd- ina og sneru gluggar setustof- unnar út að hafinu. Charnot vísaði Max til baðherbergis o'g fór síðan fram til þess að búa til kaffi. Á meðan Max þvoði sér og snyrti sig til, hugsaði hann ráð sitt. Nú á þessari stundu höfðu græna skjalatask- an og taskan með fatnaðinum ekkert sérstakt gildi fyrir Charnot, en jafnskjótt og sagt yrði frá ráninu í blöðunum og í útvarpinu þá myndi Charnot muna eftir töskunum og hann • mundi geta gefið lögreglunni nákvæma lýsingu á Max. Sú lýs- ing myndi jafnframt ná til gráa Citroen bílsins og þá myndi lög- reglan jafnframt vita, að þeir þyrftu að leita að karlmanni en ekki konu. Max mátti ekki við því að svo langt gengi. Charnot var hlekkur sem gat leitt lög- regluna til hans og þann hlekk 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.