Goðasteinn - 01.09.2008, Page 24
Goðasteinn 2008
Þetta kvöld átti að verða réttarskemmtun í Vestur-Landeyjum. Guðjón var ekki
heima en Oskar bróðir hans var heima og stakk upp á því við mig að koma með
sér á „réttarballið“. Ég tók því ekki fjarri og varð það úr að við fórum báðir. Er við
komum út að Akurey var ballið þegar byrjað. Mátti þar heyra og sjá sitthvað.
Engan þekkti ég þar og enginn þekkti mig og það er gamall málsháttur, sem segir,
að „þar sem enginn þekkir mann - þar er gott að vera ...“ - Ég held reyndar að
þetta sé vísa, sem endar svona: „... því að allan andskotann er þar hægt að gera“.
Ég er heldur ekki frá því að stundum sé þessu ráði eða óráði fylgt. Ég dansaði
töluvert og varð aðeins hreifúr af víni því Óskar hafði með sér nesti en hann kunni
vel með að fara. Þama dvöldum við fram eftir nóttu og héldum svo heim í
blíðuveðri.
Þar svaf ég svo seinni hluta nætur. Daginn eftir sem var fimmtudagur hitti ég
svo Agúst Einarsson skólanefndarformann sem þá átti heima í Hallgeirseyjar-
hjáleigu og var framkvæmdastjóri Kf. Hallgeirseyjar. Var hann þá nýbúinn að
missa konu sína, Helgu Jónasdóttur frá Reynifelli. Þá bjó í Hallgeirseyjarhjáleigu
Ingvar Ingvarsson firá Hofí á Rangárvöllum og Guðrún frá Reynifelli, systir Helgu
konu Agústs. Var Agúst hjá þeim hjónum með Einar son sinn er þá var ungur.
Mér var tekið þar vel og samdist það með okkur að ég tæki við kennslustörfúm í
Austur-Landeyjum á því hausti.
Þennan dag hélt ég svo aftur austur að Miðey og gisti þar um nóttina við besta
beina. Ekki get ég sagt að mér litist vel á sveitina. Þar voru vegir engir, víðast
farið yfír ótræðismýrar. Sums staðar voru þó vegarkaflar en mjóir og með lélegum
ofaníburði sem tekinn mun hafa verið í smáhólum sem víða standa upp úr
mýrunum. Standa og margir bæir í Landeyjum á holtum eða hólum þar sem
möguleikar hafa verið á túnrækt. Það fólk er ég sá í þessari ferð leist mér menni-
legt og alúðlegt enda varð það í samræmi við þá kynningu er ég fékk af Land-
eyingum þau 15 ár er ég dvaldi þar.
A föstudeginum hélt ég svo austur í Mýrdal. Kom ég við í Borgareyrum og
beið þar eftir kaffi. Hófust þá kynni mín af því heimili er urðu síðan mikil og góð.
Var það fólk mjög skemmtilegt heim að sækja. Þá bjó þar Jón Ingvarsson frá
Neðri-Dal undir Eyjaijöllum með konu sinni, Bóel Erlendsdóttur frá Hlíðarenda.
Hjá þeim voru börn þeirra, Markús, Guðmundur, Guðleif og Sigríður. Markús bjó
þá með Sigríði Magnúsdóttur frá Álfhólahjáleigu.
Þegar ég kom heim fór ég að undirbúa ferð mína í Landeyjar. Ég var þá búinn
að fastna mér konu og var það ásetningur okkar að giftast áður en við flyttum. Það
gerðum við sunnudaginn 12. október í messu við Skeiðflatarkirkju. Var veður
mjög gott, sólskin og blíða eins og best gerist að hausti. Fór þetta fram án allrar
viðhafnar. Pabbi var svaramaður minn en bróðir Sigríðar, Ásgeir, var svaramaður
22