Goðasteinn - 01.09.2008, Page 26
Goðasteinn 2008
Vorið 2007 var haldin mikil málstefna í Menntaskólanum að Laugar-
vatni um sunnlenskar bókmenntir. Málstefnan var lokaverkefni 4.M í
áfanganum ÍSL 673 - Sunnlenskar bókmenntir og menning, kennari var
Guðmundur Sæmundsson. Á málstefnunni flutti Ómar Smári Jónsson frá
Kirkjulæk erindi um föður sinn, skáldið Jón Ólafsson á Kirkjulæk, og flutti
nokkur Ijóð hans. Að dagskrá lokinni hélt hljómsveit Jóns, Hjónabandið,
hljómleika fyrir málstefnugesti við góðar undirtektir. Goðasteinn fékk til
birtingar kynningu Ómars og þau ljóð Jóns sem þarna voru flutt. Kynning
Ómars er hér örlítið stytt. - Ritstjórn.
Skáldið mitt
Jón Ólafsson á Kirkjulæk
Jón Olafsson erfœddur á Kirkjulœk
16. september 1955. Hann bjó
hefðbundnum blönduðum búskap með
konu sinni, Ingibjörgu E.
Sigurðardóttur, og börnum til ársins
2000 þegar þau ákváðu að söðla um,
selja bústofninn og byggja á jörðinni
kaffihús sem þau nefna Kaffi Langbrók.
Sá rekstur hefur þróast út í
tjaldsvœðisrekstur og ekki síður
menningartengda ferðaþjónustu, m.a.
byggði Jón hús í gömlum stíl á svæðinu
sem hann nefnir Meyjarhofið Móðir
Jörð. Þar kveður hann gamlar rímur,
spilar á steinhörpu, er með
sagnastundir og útskýrir byggingaraðferðir til forna.
Jón hefur í gegnum tíðina starfað mikið í kórum og er meðlimur í Kirkjukór
Fljótshlíðar, Samkór Rangœinga, Karlakór Rangœinga og sönghópnum Öðlingum
ásamt því að hafa tekið þátt í uppsetningu á söngleiknum Gunnari á Hlíðarenda
með sönghópnum The Saga singers á sínum tíma.
Síðast en ekki síst er hann einnfjórði af hljómsveitinni Hjónabandinu sem er
samansett af þeim hjónum ásamt vinahjónum þeirra úr Hvolsvelli. Hjónabandið
gaf út hljómdisk 2006 með tólf frumsömdum lögum og textum og er stefnt að því
að koma öðrum diski út sumarið 2008.
Omar Smári Jónsson
Mynd: Greinarhöfundur t.v., Jón Ólafsson t.h.
24