Goðasteinn - 01.09.2008, Page 64
Goðasteinn 2008
brandsson, maður Hjördísar Sigurbjartsdóttur, tók þá við oddvitastöðunni og
gegndi hann henni allt til 1994 þannig að bókhaldið var í Hávarðarkoti í ein 60 ár.
Enn þann dag í dag er eitt herbergi á efri hæð Hávarðarkots sem er kallað
skrifstofan. Ég man að langafi sat þar tímunum saman og baukaði í bókhaldinu.
Þegar ég kom inn á skrifstofuna ríkti svo mikil þögn, svo mikil kyrrð, en um leið
fannst mér að möppustaflarnir myndu hrynja yfír mig því þeir voru allsstaðar.
Þessar möppur hurfu þegar Páll afi hætti sem oddviti.
1 dag er Djúpárhreppur ekki til. Árið 2002 var Djúpárhreppur sameinaður
Rangárvallahreppi og Holta- og Landsveit og heitir hinn sameinaði hreppur
Rangárþing ytra.11
Sigurbjartur var þekktur fyrir að vera mikill dýravinur. Hann var oft fenginn á
bæi til að hjálpa dýrunum, ýmist þegar kindurnar í sveitinni voru að bera eða
hryssurnar að kasta og eins almennt þegar dýrin voru veik. Ég gleymi því ekki
þegar komið var að sauðburðinum heima í Skarði eitt sinn þegar að ég var lítill. Þá
voru kindur ekki tappaðar og náði sauðburðurinn þá yfir mun lengri tíma. Ég sá
pabba allt í einu hlaupa út á tún, sauðburðurinn var hafinn. Ég fór í gúmmí-
tútturnar og út á eftir honum og sá strax að ein kindin átti eitthvað erfitt með burð.
Við pabbi hlupum á eftir henni og loks eftir dágóðan eltingarleik náðum við
henni. Stuttu seinna kom Sigurbjartur langafí. Hann var mjög laginn við að hjálpa
kindum og það tók hann lítinn tíma að bjarga lífi lambsins. Eftir þetta fór ég
ánægður inn í hús og langafí heim í Hávarðarkot til að fara yfir reikningana eins
og hann gerði svo oft.
Ljósgeislamir í lífi þeirra hjóna
Sigurbjartur og Halldóra áttu 4 börn. Fyrst kom Gíslína sem fæddist 23. apríl
1937. í dag býr hún með Hafsteini Einarssyni í Sigtúni í Þykkvabæ. Það er húsið
sem stendur við hlið Hávarðarkots en Gíslína gat ekki farið langt enda átti hún
góðar minningar af torfunni í Hávarðarkoti.
Árið 1940, þann 5. ágúst, fæddist Guðjón en hann gekk í Grunnskólann í
Þykkvabæ. Hann hjálpaði pabba sínum mjög mikið við búið. Hann gaf dýrunum,
vann við garðana og hjálpaði til við allt sem þurfti að gera á heimilinu. Þann 26.
maí árið 1953 lést hann af slysförum. Þetta var erfiður tími í sveitinni, sérstaklega
í Hávarðarkoti. Hann var aðeins 13 ára gamall. Vegna þess að hann dó 1953 náði
ég ekki að kynnast honum en það sem ég veit er að hann var góður strákur sem
alltaf var tilbúinn til að hjálpa sveitungum sínum.
Eftir að hann dó létu Sigurbjartur og Halldóra útbúa bjöllu sem nafn hans var
letrað á. Þessi bjalla var gjöf til gmnnskólans og er hún ennþá til en hún er núna í
62