Goðasteinn - 01.09.2008, Page 66
Goðasteinn 2008
þá þangað. Sonur hans og kona bjuggu áfram í efri íbúðinni og gera það enn. Þrátt
fyrir það að þau hafi verið orðin gömul hætti Sigurbjartur ekki að vinna. Hann gat
ekki setið aðgerðarlaus. Hann fór að vinna hjá Tanna, við að keyra föt út um allan
bæ og tók að sér allt sem til féll. A meðan hann vann úti vann Halldóra heima við
og sá um heimilið. Suma daga tók Sigurbjartur sér frí frá vinnu. Það var þegar
fótboltaleikir voru í sjónvarpinu. Hann hafði mikið dálæti á ensku knattspyrnunni
og hélt með Manchester United.14
Eg man alltaf þegar að ég kom í heimsókn til þeirra í Elliðárdalinn, þá sat
langafí í stólnum sínum og horfði á fótbolta. Hann gat ekki misst af leik. Draumur
hans varð svo að veruleika þegar hann fór með Guðjóni Ólafí syni sínum á leik á
Englandi. Eftir það sat hann yfir sjónvaipinu og var svo ánægður með það að hafa
farið á alvöru leik, ekki bara setið í stólnum og horft á hann í gengum sjónvarpið.
Síðasti leikurinn
Þegar Halldóra fór að missa sjónina hætti Sigurbjartur að vinna úti til að geta
verið heima og hjálpað henni því hún var hætt að geta séð um sig sjálf.
Sigurbjartur sá alltaf ágætlega og gat því séð um heimilið og gert það sem gera
þurfti.15
Eitt sinn þegar tengdadóttir hans kom til hans sá hún að það átti eftir að
vaska upp. Hún ætlaði að skella sér í verkið en langafa leist ekkert á það og sagði
henni að láta það vera. „Eg hef ekkert betra að gera en að dunda mér við þetta“,
sagði hann við hana.16
Þetta var 3E ágúst 2003. Það var stórleikur í ensku deildinni, liðið hans Sigur-
bjarts var að keppa. Hann var búinn að gera sig kláran fyrir leikinn, hella á könn-
una, stilla stólinn sinn og setja heyrnatólin á hæfdega stillingu. Leikurinn fór af
stað og hann sat spenntur í stólnum og beið eftir því að eitthvað gerðist. Leikurinn
var frekar tilþrifasnauður framan af en svo allt í einu var leikurinn úti. Hann var
flautaður af. Þetta var seinasti leikurinn í deildinni. Sigurbjartur var sofnaður. Yfir
þessum leik ákvað hann að þetta væri orðið gott. Þetta var úrslitaleikurinn og
jafnframt seinasti leikurinn hans Sigurbjartar.
Eg var að vísu ekki að horfa á leikinn, ég var að taka upp kartöflur, stofninn
sem hann setti niður nokkrum áratugum áður. Þetta voru fínar kartöflur. Amma
Hjördís var vön að koma með kaffí til okkar í garðinn klukkan hálf fjögur en hún
kom fyiT þennan dag.
Ég stóð uppi á upptökuvélinni og hlustaði á fréttirnar sem Hjördís færði okkur,
fréttirnar um seinasta leikinn hans Sigurbjarts. Það er erfítt að missa langafa sinn
svona ungur en þegar ég varð eldri vissi ég að hann var ánægður þar sem hann
64