Goðasteinn - 01.09.2008, Page 75
Goðasteinn 2008
Unnur Þórðardóttir
Hella fyrir 64
árum
Ég flutti að Hellu haustið 1944. Faðir
rninn, Þórður Bogason, var farinn að
vinna í pakkhúsinu hjá Kaupfélaginu Þór
og hafði látið byggja hús fyrir ljöl-
skylduna um sumarið. Það hús stendur
við götu sem nú heitir Hólavangur og var
fyrsta íbúðarhúsagata á Hellu. Okkar hús
var það fímmta í götunni. Þetta var ekki
stórt samfélag og við þrjú elstu systkinin
vorum elstu krakkarnir í götunni.
Fyrir voru nokkrir krakkar. Sjöfn var í
húsi sem síðar var nefnt Fagraland, luin var fjögun'a ára. Helluland var næsta hús,
þar var Agnar tveggja ára og Oddgeir eins árs. Næst kom Eyrarland, þar voru Ema
og Helga, tveggja ára tvíburar. Þá kom Litlaland Sæmundar og Guðbjargar, þar
var Gunnar en hann var orðinn uppkominn. Okkar hús var nefnt Varmaland og þar
vorum við fjögúr systkinin, Sigfús að verða tíu ára, Bogi Vignir átta ára, ég sex
ára og Ragga að verða eins árs. A staðnum voru svo Nesbræður og frændsystkini
þeirra, Brúarlandsbræður, og Anna Helga systir þeirra á fyrsta ári og Guðlaug
Jóna Ingólfsdóttir átta ára og Jón Öm bróðir hennar á fyrsta ári. Á Gaddstöðum
vom svo Jón átta ára og Þura tveggja ára.
Leiksvæðin
Frændsystkinin áttu gott leiksvæði við Nes. Þar var mikil vörubílaútgerð, vega-
gerð og fleira sem þau höfðu útbúið af miklu hugviti. En niðri í þorpi voru líka
leiksvæði sem við lékum okkur á öll. Það var tjörnin fyrir ofan húsið okkar, þar
gat verið geysistórt skautasvell ef vel firaus, og það var Sjöbbuhóll við endann á
götunni okkar, þar vorum við oft allur hópurinn að renna okkur á sleðum. Áin
73