Goðasteinn - 01.09.2008, Page 76
Goðasteinn 2008
hafði líka nokkuó aðdráttarafl en frændsystkinin höfðu séð þar karl einn mikinn
og ógurlegan og það hélt þeim frá ánni. Ég man eftir nokkrum atvikum tengdum
ánni. I byrjun Heklugoss 1947 man ég að okkur krökkunum fannst einkennilegt að
vera við ána, það var dimmt og það óx í henni og eitthvað dularfullt á sveimi.
1959 síðla vetrar kom mesta flóð í ána sem ég man, þá náði vatnið upp undir
gluggana á húsi sem upp frá því nefndist Örkin.
Góður staður
Það var gott að alast upp á Hellu. Allir þekktust og við krakkarnir fómm að taka
þátt í atvinnulífmu mjög ung. Ekki var amast við því að við tækjum þátt í
skemmtunum upp úr fermingu. Hellubíó tók til starfa á annan í hvítasunnu 1952,
ég hafði fermst í Keldnakirkju á hvítasunnudag og gat því fengið að fara á fyrsta
ballið. Hellubíó var stærsta og flottasta samkomuhúsið í Rangárþingi þá. A
gamlárskvöld voru í fjölda ára haldin böll fyrir Hellubúa og nærsveitunga.
Sennilega voru þau fyrst í Gamla hótelinu en fluttust í Hellubíó. Þessi böll voru
geysilega vel sótt og spilaði Valdimar Auðunsson frá Dalsseli lengi vel fyrir dansi
á þeim.
Hér hef ég verið barnung stúlka, eiginkona og móðir, amma og orðin lang-
amma. Mér þykir vænt um þennan stað og ég tel að Hella sé með fallegri stöðum
á landinu. Áin okkar, Ytri-Rangá, setur svip sinn á þorpið og að líta yfir þorpið frá
brekkunni við Trésmiðjuna Rangá á lygnum sólríkum degi eða kvöldi er meiri
háttar. Einnig að keyra upp Þrúðvanginn og líta ána og allan fallega gróðurinn
sem Gerður Jónasdóttir hefur komið upp hinum megin við ána. Einnig eru hér
margir fallegir garðar með háum trjám sem setja svip sinn á umhverfið.
Gömul, falleg hús
Við Hellubúar höfum verið svo lánsöm að flestar byggingar í gamla þoi-pinu eru
til enn. Auðvitað vantar elsta kaupfélagshúsið sem brann haustið 1953, gamla
hótelið sem var rifið og frystihúsið sem er nýlega farið, einnig hús Óskars
Einarssonar sem var fyrir ofan gamla hótelið. Búið er að gera upp Nes og
Brúarland af myndarskap. Gömlu SS-húsin hefur gott fólk tekið að sér og er
gaman að sjá hvað þau eru orðin snyrtileg. Gamla trésmiðjan heftir líka fengið
andlitslyftingu og var breytt í útleiguherbergi. Gamla pakkhúsið er orðið að
veitingastaðnum Kristjáni X. Bílaverkstæðið er í fullri notkun og allavega sæmi-
lega snyrtilegt, það sem snýr að götunni. Hellubíó og bakaríið sem búið var að
74