Goðasteinn - 01.09.2008, Side 80
Goðasteinn 2008
Þorbergur Bjamason frá Bakkakoti í Meðallandi og Guðlaug Gísladóttir frá
Norðurhjáleigu í Álftaveri hófu búskap í Hraunbæ í Álftaveri árið 1928. Þau héldu
í heiðri ýmsa gamla heimilishætti byggðarinnar. Guðlaug undirbjó veitingar að
morgni fyrsta þorradags, fyrsta góudags, fyrsta einmánaðardags og sumardagsins
fyrsta. Fyrsta þorradag reis Þorbergur fyrstur á fætur og færði konu sinni og
börnum morgunglaðninginn í rúmið. Guðlaug annaðist um þetta fyrsta góudag,
synir þeirra hjóna fyrsta einmánaðardag og dæturnar í morgunsárið fyrsta
sumardag. Hangikjöt var jafnan til matar í þorraboðið og góuboðið í Hraunbæ.
Fym í tíð hafði húsbóndinn annast um skömmtun þess eins og gerðist um jól og
nýár. Ymis matföng önnur vom í boði í tilhaldi þorra og góu. Vestfírðingar kunnu
að segja mér frá harðri skötu, riklingi og fleiru til dagamunar, Austfírðingar m.a.
frá súrum sviðum. Víntár var af mörgum vel þegið til að væta kverkar og má hér
minna á vísu Páls Olafssonar:
Koníaks með kútinn sinn
kom hann Vigfús til mín inn.
Bœtti, skvetti í bollann minn
bóndadags á morguninn.
Máli skipti hvemig þorrinn gekk inn með veður. Sagt var að hann yrði góður ef
hann gekk illa inn. Þetta var líkt og með góu: Grimmur skyldi góudagurinn fyrsti,
annar, þriðji, fjórði verstur en fímmti bestur. Þá mun hún góa góð verða. Allir
kunnu hendingarnar um hina þrjá útmánuði: Þurr skyldi þorri, þeysöm góa, votur
einmánuður, þá mun vel vora. Síðustu dagar þorra og góu, þorraþræll og góuþræll,
höfðu fremur en hitt á sér óþokkaorð hjá gamla fólkinu á æskuárum mínum. I
þorraþrælsveðri í Mýrdal snemma á 19. öld löskuðust eða fuku flest fískiskip
Mýrdælinga. Alltaf var búist við óstöðugu veðri á góuþrælinn, helst að áttin gengi
þá alveg í hring og sagt var að franskir fiskimenn á Islandsmiðum nefndu daginn
dívildag á sínu blendna máli. Á góuþrælinn 1871 varð skelfilegt sjóslys við
Dyrhólaey í Mýrdal og lengi til þess vitnað. Viðhorf gamla tímans til góuþrælsins
lifír í stöku:
Nú er best að brjóta disk
og brenna í eldi hálfan.
Guð vill sjaldan gefafisk
á góuþrœlinn sjálfan.
Naumt hefur verið um föng til að skammta á trédiskinn þegar þetta var kveðið.
1 Austur-Skaftafellssýslu hélst lengi sá siður að jafna dögum þorra, góu, einmán-
78